Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Page 12
SIRKUS RVK ER ÁVALLT DUGLEGT VIÐ AÐ FINNA FLOTT FÓLK OG FLOTTAR (BÚÐIR TIL AÐ KÍKJA f HEIMSÓKN. í ÞETTA SINN RÉÐUMST VIÐINNTIL ÁLFRONAR PÁLSDÓTTUR OG VIKTORS BJARKA, NEMA OG FÓTBOLTA- KAPPA. ÞAU ERU NÝFLUTT Á ÞÓRSGÖTUNA (101. ÁLITSGJAFINN AÐ ÞESSU SINNIER AÐALBJÖRG ÞÓRA ÁRNADÓTTIR LEIKKONA SEM RÝNIR ( MYNDIRNAR AF (BÚÐ ALFRONAR OG VIKTORS BJARKA OG REYNIR AÐ ÁTTA SIG Á ÞVÍ HVERNIG TÝPA BÝR ÞARNA. „Við vorum að flytja, erum ennþá að koma okkur fyrir," segir Álfrún Pálsdóttir, verslunarstjóri í Centr- um í Kringlunni. „Ég og Viktor Bjarki kærastinn minn erum búin að búa þarna í tvær vikur og líkar svona líka vel. Þetta er æðislegt hverfi og við hefðum ekki getað verið heppnari með íbúð. Ég hef núna búið í miðbænum í 2 ár og finnst það æðislegt, einu sinni smakkað og þú getur ekki hætt,' seg- ir Álfrún og hlær. Stíllinn kom bara frekar óvænt ef svo má segja, íbúðin er náttúrlega alveg ný og allt nýuppgert og þannig en svo erum við frekar hrifln af gömlu svo þetta varð bara hin besta blanda. Við eigum góða að og höfum fengiö lánað frá foreldrum og ömmum og öfum. Síðan lánaði frænka mín okkur sófann og sófaborðið sem kemur sér að sjálfsögðu æðislega vel. Mér finnst sófinn og borðið æði, mér finnst húsgögn í 60' stíl mjög falleg og ég held að við höldum því bara," segir Álf- rún að lokum, að vonum ánægð með nýja hreiðrið þeirra skötuhjúa. Rosalega kósí rúm. Enn og aftur, hér erallt útpælt. Hér er ekkert „rúmfatalagers hnökrað teygju- lak". Ikea slá, mjög gott, hún er ofsa trendí líka og það er líka Chanel beltið (held það sé belti) sem hangir þar. Ábyggilega bók um tísku eða hönnun sem liggur á rúminu. Þetta gæti alveg verið strákasvefnherbergi þrátt fyrir hálsfestirnar. Apinn í glugganum er frábær. Mjög óræður eins og margt annað í þessari íbúð. Er hann NewYork-hönnun eða heimatilbúinn? Rosalega mikill 3000-hönnunar ísskápur, ábyggilega klakavél og djúsvél. Skemmitlegar andstæður svona hlýtt og kalt, stálísskápur og hekludúkur. (sskápurinn fylgdi kannski íbúðinni, svoldið ruglandi. Myndirnar á borðinu styðja svo kenninguna um að þetta sé einhver lista/hönnunartýpa. Snyrti- legt, ofsa fint og tískó, voðamikið var í „master í skandinaviu" eitthvað. LOKMtiBURSTAM: Tískótýpa sem er rosalega snyrtileg, býr ein, gengur vel í starfi, þénar þokkalega eða á góða að. Giska á að íbúinn starfi við eitt- hvað sem tengist listum.hönnun, flölmiðlum... ábyggilega ekki yngri en 25. Veit ekki hvort kynið er, en hallast meira að þvi að þetta sé strákur. Eitthvað svo megasnyrtilegt og mikil naumhyggja, minnir mig á íbúðina hans pabba míns (sem er gottl). BAÐHERBERGI Voða fínt, sloppur sem gefur engar vísbendingar um hvort kynið býr hér.Vaskurinnrosaspes. SIOMN (búðin er í Þingholtunum, Grjótaþorpi eða á Ránargötunni. Út um gluggann í stofunni sést að gatan er frekar þröng og íbúðin á annarri hæð. Stofa og eldhús eru í sama rými, frekar svona töff uppgerð íbúð í gömlu húsi. Hér býr rosalega snyrtileg manneskja sem er rosa dugleg að taka til eða kannski bara nýflutt inn. Nei annars, allt er úthugsað, þetta gæti verið rosalega töff hönnunarstrákur. Fáir hlutir en hver og einn rosa flottur og útpældur. Eigandinn er rikur nema hann hafi búið erlendis og sé rosalega duglegur að versla á flóamörkuðum eða safna frá ættingjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.