Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2006, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2006, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 7. APRtL 2006 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjórar: Björgvin Guðmundsson Páli Baldvin Baldvinsson Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: (safoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Björgvin Guömundsson heima og að heiman Margir nýta tækifærið í hádeginu til að fá sér snæðing með vinum og vandamönn- um. 101 Hotel við Hverfisgötu er ágætur áningastaður fyrir slík tilefni. Maturinn er á þokkalegu verði og bragðast vel. Það lítur samt alltaf hálf kjánalega út að hafa hamborgara á matseðlinum. En líklega fagna því margir. Útlit og andrúmsloft fær góða einkunn. Þjónustan er nánast alltaf óaðfinnanleg. Það skiptir gríðarlega miklu máli nú á tímum þegar þjónustu- störf eru víða vanmetin. Reykjavík MW> Centrum við Aðalstræti er vel heppnað hótel. Að innan er flestu haganlega fyrirkomið. Agætt er að setjast þar niður að snæðingi, þeim megin sem veitingahúsið Fjalarkötturinn er ekki. Hins vegar er þetta ekki ákjósanlegasti staðurinn til að fá sér kaffisopa síðdegis. Afgreiðslan er sein. Kaffið var orðið kalt þegar kræsingarnar komu. Svo þegar á reyndi voru gerð mistök í eldhúsinu. Ekki skemmtileg reynsla sem vafalaust mun hafa áhrif á staðarval íframtíðinni. Starfsfólk var samt kurteist og baðst afsökunar. Sumost.v t er skemmti- leg upplifun að setjast niður á Sumo, japanskan veitinga- staðí London. Greinilega staður sem yngri kynslóðirnar, sem finna mikið til sín, sækja. Allt fyrsta flokks. Gestirnir líka. Maturinn, vínið og þjónustan óaðfinnanleg. Mikið af fólki, sem getur verið kostur eða galli. Rýmið opið, sem getur llka verið kostur eða galli. Fer allt eftir stemningu. Ágætt á laugardagskvöldi þegarfólk gerir sér dagamun. Leiðari Páll Baldvin Baldvinsson « Útrásin í listum er staðreynd og endurspegla verðlaunin það í ár betur en fv noklcru sinni fyrr. Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur Menningarverðlaun DV voru veitt í gær á Hótel Borg að viðstödd- um stórum hóp listamanna sem tilnefndir voru fyrir framlag sitt á síðasta ári. Átta verðlaunahafar snéru heim með viðurkenningarvott, verk Hildar Hákon myndlistarkonu sem hefur nú verið tákn verðlaunanna um þriggja ára skeið. Menningarverðlaun DV eru elstu verð- laun sinnar tegundar í landinu. Þau voru fyrst veitt í febrúar 1979 og hafa marg- ir af helstu listamönnum þjóðarinnar veitt þeim viðtöku. Á seinni árum hafa listgreinar sameinast um viðurkenning- ar af ýmsu tagi: íslensku tónlistar- og bókmenntaverðlaunin, Edda og Gríma, Hönnunarverðlaunin, og í undirbúningi eru Sjónlistaverðlaun sem veitt verða í fyrsta sinn á komandi hausti. Viðurkenningar af þessu tagi eru af hinu góða: þær gefa yfirlit um hvað er í gangi í menningarsköpun í landinu, beina augum að tilhneigingu og straum- hvörfum ef vel til tekst. Athygli vekur að í hópi verðlaunahafa nú er að finna nöfn sem hafa einbeitt sér að starfi á alþjóðlegum vettvangi: Sig- urjón Sighvatsson hefur starfað lengstaf í framleiðslu á kvikmyndum á alþjóða- markaði þótt hann hafi í seinni tíð beitt sér í innlendri framleiðslu: CCP óx af litlu en er nú útflutningsfyrirtæki. Björn Roth fór til fundahalda í gærmorgun til Kína þar sem Roth-akademían fundar næstu daga. Smekkleysa hefur frá upphafi ver- ið útrásarfyrirtæki í sinni útgáfu og stað- ið að baki íslenskum tónlistarmönnum á erlendum vettvangi. Útrásin í listum er staðreynd og endurspegla verðlaunin það í ár betur en nokkru sinni fyrr. Verk íslenskra listamanna eru boð- in öðrum en okkur, enda sækja íslensk- ir listamenn krafta sína rétt eins í aðra menningarheima og sveitina sína. For- senda þess að Iistaverk fái hljómgrunn erlendis er að það standi á föstum grunni menningar samfélags síns. Það hefur verið metnaðarmál þeirra sem staðið hafa að vinnu við Menning- arverðlaunin hin síðari ár að skoða jafnt jaðar listalífsins og kjarna. Tilnefning- ar og lokaval í ár ber þess merki. Þeim er ætlað að skoða af hreinskilni og djörfung allt svið listanna að viðbættum fræðum sem er nýr flokkur verðlauna - og velja fimm fremsta og síðan einn þeirra. DV óskar verðlaunahöfum til hamingju með viðurkenninguna og þakkar fyrir sig. O íð Xu MENNINGAR VERÐEAUN 2006 Menningarverðlaun DV voru veitt í gær á Hótel Borg. Þangað var stefnt stórum hóp listamanna, gestum og öllum þeim sem til- nefndir voru. Verðlaunin voru veitt í átta flokkum, auk heiðurs- verðlauna sem Rakel Olsen í Stykkishólmi hlaut fyrir framlag sitt til húsaverndar á íslandi. Verðlaunin í ár bera þess vott að það er útrásarhugur í íslensku listalífi. Páll Valsson hjá Eddu miðlun Tók v ið verðlaunum i Bókmenntum fyrir Guðrúnu Evu Mínervu- dóttur sem dvelur nú i Paris við ritstörf. Sigurjón Sighvats- son Verðlaunahafi i Kvikmyndum var fjarri góðu gamni en Ari Alexander tók við fyrir hans hönd. Einar Örn Benediktsson Var fulltrúi Smekkleysu sem fékk verðlaunin fyrir Tónlist. Einar minnti á mottó útgáfunnar: Heimsyfirráð eða dauði. Ágústa Kristófersdóttir Var framkvæmdastjóri sýningarinnar Lest en fyrir hana hlaut Björn Roth verðlaun í Myndlist. VA Arkitektar Voru verðlaunaðirfyrir viðbyggingu sina við Bláa lónið. Sigriður Sigþórsdóttir og Ingunn Katrin Lilliendahl. Dætur Rakelar Olsen, Selma og Ragnhildur Ágústsdætur Tóku við heiðursverðtaunum úr hendi Þorgerðar Katrinar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra fyrir hönd móður sinnar. Eldhús eftir mali, leiksýning Þjóðleik- hússins lleikstjórn Ágústu Skúladóttur og leikgerð Völu Þórsdóttur hlaut verðlaun íLeiklist. Hjörleifur Guttormsson Fulltrúi höfunda að ritinu Hallormsstaður i Skógum sem hlaut menningarverðlaunin í flokknum Fræði. Hilmar V. Pétursson framkvæmdastjóri CCP Tók við verðlaununum i flokknum Hönnun fyrir vefleikinn EVE Online. DV-mynd Valli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.