Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 7. APRlL 2006
Fréttir DV
Að sögn Michaels Meacher, fyrrverandi umhverfisráðherra Bretlands, vissu stjórn-
völd í Bandaríkjunun fyrir fram um árásirnar á tvíburaturnana i New York. Meacher
segist í samtali við DV vara við því að afgreiða umræðuna sem samsæriskenningar.
Fleiri innbrot
á Akranesi
A aðeins tveimur sólar-
hringum voru framin fjög-
ur innbrot á Akranesi. Fyrir
utan tvö innbrot aðfaranótt
miðvikudags, sem DV sagði
frá í gær, var aðfaranótt
fimmtudagsins brotist inn í
hárgreiðslustofuna Hárhús
Kötlu við Stillholt. Þjófur-
inn hafði á brott með sér
eitthvað af peningum. Þá
var brotist inn í verslunina
Bjarg við Stillholt og stolið
fatnaði, snyrtivörum og
skiptimynt úr kassa. Þjófur-
inn eða þjófarnir hafa ekki
náðst.
Hraðakstur í
Hvalfjarðar-
göngum
Lögreglan í Reylqavík
skráði um síðustu helgi
meðalhraða í Hvalfjarðar-
göngum um 89 kílómetra
á klukkustund en leyfileg-
ur hraði í göngunum er 70
km/klst. Einn ökumaður
var skráður á 146 kílómetra
hraða á klukkustund í göng-
unum og segir Lögreglan í
Reykjavík að svona aksturs-
lag sé vítavert og lítið þurfl
að bregða út af til að fólk
ráði ekki við aðstæður. Síð-
ustu helgi fóru í norðurátt
um átta þúsund ökutæki.
Leiðrétting
Myndir víxluðust þegar birt
var mynd afBjörgvin
Ómarssyni i stað þess að
birta myndafívari Smára
Guðmundssyni sem sat í
gæsluvarðhaldi vegna
þjófnaðar úr heimabanka
starfsmanns Brimborgar.
Við biðjumst velvirðingará
þessum mistökum.
Landssíminn
„Þaö er ailt á fullu viö aö
undirbúa opnun kráarinnar
Krlan sem er I Hraungeröis-
hreppi rétt fyrir utan Seifass'
segir María Daviösdóttir
hjúkrunarfræöingur og
kráareigandi. „Opnunin veröur
8. aprllþarsem vinirog
vandamenn
troða upp og
þarámeöal
veröa Maggi Kjartans, Daviö
Smári Haröarson og félagar úr
Óperukórnum. Hugmyndin aö
opnun kráarinnar kviknaöi út
frá hestamennsku en viö erum
hestafólk og langar aö bjóöa
hestamönnum upp á hressingu I
útreiðartúrum en aö sjálfsögöu
eru allir velkomnir. Fljótlega
munum viö einnig bjóöa upp á
léttan mat og skemmtilegar
uppákomur.’
Vissu fyrir fram
um 11. september
Margt er enn á huldu varðandi
York 11, september 2001.
„Ég bið fólk um að skoða vel það
sem ég og fleiri höfum að segja um
11. september áður en það afgreið-
ir ummælin sem samsæriskenningu,"
segir Michael Meacher, fyrrverandi
umhverfisráðherra Bretíands og þing-
maður breska verkamannaflokksins.
Michael Meacher er einn af fjöl-
mörgum embættis- og stjómmála-
mönnum sem fullyrða að bandarísk
stjómvöld hafi vitað af hryðjuverkaár-
ásunum 11. september 2001 fyrir fram
en hafi ekkert gert til að koma í veg fyr-
irþær.
Atburðarásin á huldu
Meacher, sem heimsótti ísland fyr-
ir nokkrum dögúm, telur mjög líklegt
að bandarísk stjómvöld hafi vitað af
hryðjuverkaárásunum 11. september.
Honum finnst að rannsaka þurfi
hryðjuverkin mun betur en áður hefur
verið gert. Margt sé enn á huldu varð-
andi þau og atburðarásina þennan
örlagríka dag.
Viðvaranir úr öllum áttum
„Bandarísk stjómvöld vissu af árás-
unum 11. september 2001 en ákváðu
að líta framhjá þeim til þess að ná fram
markmiðum sínum í Miðausturlönd-
um,“ segir Meacher.
Að sögn Meachers var allt frá ár-
inu 1996 vitað um áætíanir hryðju-
verkahópa um að ráðast á Bandaríkin
með flugvélum. Ríkisstjómir 11 landa
sendu viðvörun til bandarískra stjóm-
valda þess efhis að verið væri að und-
irbúa árásir á Bandaríkin. f ágúst 2001
sendi ísraelska leyniþjónustan tvo full-
trúa sína til Bandaríkjanna sérstaklega
til þess að vara bandarísk stjómvöld
við árásunum. Meacher segir viðbrögð
bandaríska loftvamaeftirlitsins 11.
september2001 óskiljanleg.
árásina á tvíburaturnana í New
„11. september 2001
var fjórum stórum far-
þegaþotum rænt og
engin herþota varsend
á loft fyrr en tæplega
einum og hálfum tíma
seinna. Afhverju?"
Hvað tafði herþoturnar?
„Vitað var um fyrsta flugránið
ekki seinna en klukkan 8.20 og ekki
ein einasta herþota var send á loft
til að stöðva flugvélina þrátt fyrir
að það sé skylda samkvæmt banda-
rískum lögum. Frá september 2000
tii júní 2001 voru herflugvélar send-
ar á loft 67 sinnum í mun smávægi-
legri tilvikum. 11. september 2001
var fjórum stórum farþegaþotum
rænt og engin herþota var send á
loft fyrr en tæplega einum og hálf-
um tíma seinna. Af hverju ekki?"
spyr Meacher.
Vissu um Pearl Harbour
Meacher segir að búið hafi ver-
ið að semja áætíanir um innrás-
ina í Afganistan og Irak fyrir 11.
september 2001. Það sem gerðist
11. september var afsökunin sem
Bandaríkin þurftu til þess að ráðast
á þessi lönd:
„Það hefur margsinnis verið sýnt
fram á að Roosevelt, þáverandi for-
seti Bandaríkjanna, vissi að Japan-
ar ætluðu að ráðast á Pearl Harbor.
En stjórnvöld gerðu ekkert í því þar
sem þau vantaði afsökun til þess að
fara í stríð við öxulveldin."
stefan@dv.is
Micael Meacher Bandarísk
stjórnvöld litu framhjá
árásunum 11. september til að
ná markmiðum i Miðaustur-
löndum, segir fyrrverandi
umhverfisráðherra Bretlands.
Hryöjuverkaárás 11. september
Engar herþotur á loft fyrr en eftir
einn og hálfan tima.
Þriðja prentun Draumalands Andra Snæs í burðarliðnum
Slegist um Draumalandið
Andri Snær Magnason
Kynnti Draumaland sitt
fyrir fullu Borgarleikhúsi
ádögunum.
„Það var slegist um fyrstu prent-
un bókarinnar. Og önnur hefur geng-
ið afskaplega vel. Nú þarf aðeins að
taka stöðuna á stórmörkuðum en ég
geri fastíega ráð fyrir því að farið verði í
þriðju prentun bókarinn-
ar í dag," segir Páfl Vals-
son útgáfustjóri skáld-
c verka og fræðirita hjá
Eddu útgáfu.
Draumalandið
Sjálfshjálpar-
bók handa
hræddri
þjóð eftír
Andra
Snæ
Magna-
son, sem
kom nýverið
út hjá Máli
og menn-
ingu, hefur
páli Valsson Segist ekki
betur sjá en islenskir
höfundarfjallium
samtima sinn með látum.
gengið vonum framar. Páll vill ekki
gefa upp hversu mörg eintök eru þegar
seld, segir það atvinnuleyndarmál, en
þau skipti þúsundum. Páll segir jafii-
ffarnt sérstakfega ánægjufegt að vera
kominn með í hendur metsölubók í
upphafi árs og að komið sé á daginn
að selja megi bækur utan hins hefð-
bundna tíma - í desembermánuði.
Bók Andra Snæs fjallar um málefni
okkar tíma, stóriðjustefiiuna, og þjóð-
in hefur tekið við sér. Páll telur einsýnt
að fólk kaupi þessa bók fyrir sjálft sig
og lesi. Og segir bábilju að höfundar
taki ekki á samtíma sínum. Páll las sér
til undrunar póstmódemíska úttekt á
því í Lesbók Morgunblaðsins þar sem
komist var að annarri niðurstöðu.
„Bók Gerðar Krismýjar? Rokland
Hallgríms Helgasonar er að fást við
samtímann með miklum látum. Þess-
ir póstmódemistar virðast vilja vera
með höfuðið keyrt niður í sandinn."