Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 7. APRlL 2006 Sport DV Celticmeistari Glasgow Celtic varð í fyrrakvöld Skotlandsmeist- ari eftir að hafa borið sig- urorð afHearts, 1-0. Var þetta fjórði meistaratitill liðsins á sex árum en John Hartson tryggði sigurinn gegn Hearts í fyrrakvöld. Gordon Strachan er nú að stýra liðinu í fyrsta sinn og var kampakátur með titil- inn. „Að vinna með 20 stiga mun er ógnvekjandi. Það hefði enginn þorað að vona fyrirfram. En þessir leik- menn hafa verið frábærir." Valurvann Kolbotn Valsstúlkur gerðu sér lítið fyrir og unnu norska úrvalsdeildarliðið Kolbotn á æflngamóti sem fer fram á Spáni þessa dagana. Rakel Logadóttir skor- aði eina mark leiksins en þær norsku munu hafa verið meira með boltann í leiknum án þess að skapa sér hættuleg færi. Breiðablik tek- ur einnig þátt í mótinu og tapaði í vikunni fyrir norska liðinu Strömmen með fimm mörkum gegn engu. Jóhann til Þróttar Valsarinn Jóhann Hilmar Hreiðarsson hefur gengið til liðs við 1. deildarlið Þróttar. Jóhann lék með Víkingum síðastliðið sumar en hann var lánaður þangað frá Val. Hann hef- ur hins vegar ekki spil- að stórt hlutverk hjá Val undir stjórn Willums Þórs Þórssonar og fékk hann því sig lausan undan samningi við félagið og samdi við Þrótt til næstu þriggja ára. Skor- aði hann eitt mark í ellefu leikjum með Víkingum í 1. deildinni í fyrra. bn, Hefur spilað mest Kolo Toure hefur spilað 649 af þeim 739 mlnútum sem Arsenal hefur haldið hreinu Iröð I Meistardeildinni. Varnarmenn Arsenal og mínútur spilaðar í metinu: KoloTouré 649 Philippe Senderos 540 Emmanuel Eboué 540 Mathieu Flamini 360 Lauren 295 SolCampbell 199 Gaél Clichy 180 Pascal Cygan 157 AshleyCole 19 Kerrea Gilbert 17 Markmenn Arsenal og mínútur þeirra í metinu: Jens Lehmann 450 Manuel Almunia 289 Lengst haldið hreinu í Meistara- deildinni: 739 mínútur Arsenal 2005 - Enn í gangi 658 Ajax 27.Sept 1995-3.apríl 1996 623 AC Milan 2. nóv. 2004-4.maí 2005 594 Real Madrid 4. mars -30.Sept. 1998 573 Liverpool 13. sept 2005-21.Feb. 2006 2tn' £ Ekki búið að skora hjá Lehmann Þjóöverjinn Jens Lehmann hefur staðið imarkinu i fimm afþeim átta leikjum sem Arsenai hefur haldið marki sinu hreinu. Það áenn eftir að skora hjá honum i Meistaradeildinni I ár. —— Arsenal setti nýtt met í Meistaradeildinni í fyrrakvöld þegar liðið hélt hreinu átt- unda leikinn í röð. Stórliðin Real Madrid og Juventus fengu bæði að reyna sig í 180 mínútur en tókst ekki að skora hjá Lundúnaliðinu n n <*- ■) Varnarlína Arsenal í metinu Riðlakeppnin: 27.09.2005 Ajax(Úti) Manuel Almunia - Lauren,Toure, Campbell, Cole. 18.10.2005 Sparta (Úti) Jens Lehmann - Lauren,Toure, Cygan, Clichy. 02.11.2005 Sparta (Heima) Manuel Almunia - Lauren,Toure, Campbell,Clichy. 22.11.2005 Thun(Úti) Manuel Almunia - Eboué, Senderos, Campbell, Cygan (67., Lauren). 07.12.2005 Ajax (Heima) Manuel Almunia - Eboué, Senderos, Toure, Lauren (73., Gilbert). 16 liða úrslitin: 21.02.2006 RealMadrid (úti) Jens Lehmann - Eboué,Toure, Senderos, Flamini. 08.03.2006 Real Madrid (Heima) Jens Lehmann - Eboué,Toure, Senderos, Flamini. 8 liða úrslitin: 28.03.2006 Juventus (Heima) Jens Lehmann - Eboué,Toure, Senderos, Flamini. 05.04.2006 Juventus (Úti) Jens Lehmann - Eboué.Toure, Senderos, Flamini. /7 /7 r Arsenal er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu í fyrsta sinn eftir að liðið sló ítölsku meistarana í Ju- ventus út úr átta liða úrslitunum. Það var þó ekki það eina sem liðið tryggði sér því með því að halda hreinu tryggði Arsenal- vörnin og Jens Lehmann í markinu sér metið yfir flestar mínút- ur sem haldið er hreinu í röð í Meistaradeildinni. Arsenal þurfti aðeins tíu mínút- ur í leiknum gegn Juventus til þess að eignast metið sem hollenska lið- ið Ajax átti .áður en ítalarnir fundu fáar leiðir fram hjá varnarlínu enska liðsins og ef þeir sluppu tók Jens Lehmann allt sem á markið kom. Eftir tíu leiki í Meistaradeild- inni er markatala Arsenal 13-2 og liðið hefur enn ekki tapað leik. Síð- asta lið til þess að skora hjá Arsen- al var Ajax í leik í riðlakeppninni 27. september 2005. Án Campbell og Cole Arsene Wenger hefur elcki breytt neinu í varnarlínu Arsenal í leikjum þessa árs en mikið var um hróker- ingar hjá honum í riðlakeppninni, einkum vegna meiðsla og ann- arra forfalla leikmanna. Það hefði þannig þótt afar ótrúlegt ef menn hefðu fengið að vita það fyrir hálfu ári að Arsenal-liðið hefði sett þetta glæsilega met án liðsinnis þeirra Sols Campbell og Aslileys Cole. Cole á aðeins 19 mínútur í metinu og Campbell hefur ekki spilað í síð- ustu fimm leikjum. Toure með flestar mínútur Kolo Toure er leiðtogi Ars enal-varnarinnar og jafnt- framt sá leikmaður sem á að baki flestar mínútur í metinu. Alls hefur hann leikið með í 649 af þeim 739 mínútum sem Arsenal hef- ur haldið hreinu. Þeir Emmanu- el Eboué og Philippe Sender- os koma næstir ei. þeírhafa spilaðsíð ustu 540 mínúturnar með Ars- enal í Evrópukeppninni. Mark- vörðurinn Jens Lehmann spilaði aðeins einn af sex leikjum Arsenal í riðlakeppninni en heftir spilað all- ar 360 mínúturnar í útsláttarkeppn- inni. Lehmann á enn eftir að fá á sig mark í Meistaradeildinni í ár á þeim 450 mínútum sem hann hef- ur spilað. Enginn bjóst við neinu „Ég er ánægður fyrir hönd fé- lagsins. Undanfarin ár hafa menn spáð okkur góðu gengi en við höf- um aldrei komist svona langt. Eng- inn bjóst við neinu af okkur í ár og við erum komnir alla leið í undan- úrslitin og höfum unnið lið eins og Real Madrid og Juventus sem ætluðu sér bæði stóra hluti í keppninni," sagði Arséne Wenger, stjóri Ars- enal eftir leikinn. Ungir menn í vörn Arsenal „Ég er sér- staklega ánægður með frammistöðu varnarinnar sem er mjög tmg að árum. Það er frá- bært fyrir þessa ungu stráka að hafa náð að halda hreinu gegn bæði Juve og Madr- id,“ sagði Wenger en í vamarlínu hans í síð- ustu fjórum leikjum, Emmanuel Eboué (23 ára), Kolo Toure (25 ára), Philippe Senderos (21 árs), Mathieu Flamini (22 ára), er meðalaldurinn 22,8 ár sem er mjög óvenjulegt fyrir lið sem er komið svo langt í Meistara- deildinni. ooj@dv.is NJOTTU LIFSINS með HflLBRIGÐUM LÍFSSTIL Norður-írar leika æfingaleik gegn Finnum í ágúst Uppselt á alla heimaleiki Norður-íra Norður-írland mun þann 16. ág- úst næstkomandi leika æflngaleik gegn Finnum. Verður það undirbún- ingur liðsins fyrir fyrstu umferð und- ankeppni EM 2008 en þá taka Norð- ur-írar á móti íslenska landsliðinu í Belfast. Islenska landsliðið leikur í ágúst vináttulandsleik gegn Spánverjum en öll þessi lið em saman í riðli í undan- keppninni sem hefst nú í haust. Síðast þegar Island lenti saman í riðli með Norður-írum vann íslenska landsliðið 1-0 sigur á Laugardalsvelli þar sem Þórður Guðjónsson skor- aði eina mark leiksins á lokamínút- um leiksins. Haustið 2001, eftir fræk- inn sigur á Tékkum, steinlá liðið fyrir Norður-írum í Belfast, 3-0. Jim Boyce, formaður norður- írska knattspyrnusambandsins, sagði á miðvikudaginn að allir miðar á heimaleiki liðsins í undankeppni séu þegar uppseldir. Hann segir að smðn- ingurinn við liðið sé gríðarlega mik- ill og að minnsta kosti 2500 manns hafi þurft frá að hverfa þegar miðamir seldust upp. Landsliðið þurfi að spila á stærri leikvangi. „Knattspyman á Norður-írlandi er í stöðugri framþróun. Við þurfum nýjan og nútímalegan leikvang fyrir landsleiki okkar" sagði Boyce.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.