Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2006, Síða 23
DV Lifsstíll
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 23
Eftir viðburðaríkt ár; Idolið, sólóplötu og Stuðmenn er Hildur
Vala Einarsdóttir búin að taka sér gott frí. Hún er byrjuð aft-
ur í bókmenntafræði í Háskólanum og getur nú sinnt ástríðu
sinni af fullum krafti. Ný plata er væntanleg í haust.
Það er erfitt að ná í Hildi Völu Ein-
arsdóttir, enda hefur hún mikið verið
í fjölmiðlum síðan hún vann Idol-
stjömuleit íslands í fyrra og hefúr nú
dregið sig í gott hlé frá kastljósinu.
Hún er byijuð aftur í bókmennta-
fræði í Háskólanum og hefur gaman
af því.
„Ég var að koma úr tíma. Ég er
búin að vera að taka skólann smá
með. Ég er ekki búin að vera í neinu
opinberu dóti en ég er búin að vera að
syngja hér og þar," segir Hildur Vala
við blaðamann DV en nú er einmitt ár
liðið síðan hún söng sig inn í hjörtu
landsmanna.
Lífið stökkbreyttist
„Það var ótrúlega mikið annríki
nánast allt Idolið og sumarið eftir það
þannig að það er ágætt að gera eitt-
hvað annað. Ég þarf ekki alltaf að vera
„hér er ég." En lífið hefur stökkbreyst
eftir þetta. Ég er orðin svo rosalega
ónæm fyrir því núna," útskýrir Hildur
Vala og segir ennfremur: „Mér finnst
ifábært að ég fór í þessa keppni því
núna get ég gert það sem ég vil."
Hildur Vala gaf út plötu aðeins
tveimur mánuðum eftir að hún vann
keppnina. Á henni vom 12 lög í miklu
uppáhaldi hjá henni sjálfri og síðan
nokkur lög sem hún söng í Idolinu.
Ný plata í haust
„Platan kom út 10 mínútum eftir
að ég vann Idolið," segir Hildur Vala,
sem tók þá ákvörðun að gefa út plötu
sem fyrst í kjölfar keppninnar.
Aðdáendm Hildar þurfa ekki að
bíða lengi. Nýtt efni er væntanlegt í
haust. „Eg ætía að taka upp plötu í
ágúst og er ég rosa spennt fyrir því. Þá
kem ég aftur sterk til leiks. Þetta verða
mín lög og flottir textar," segir Hildur
pínuh'tið dul um nýja efnið. En segir
þó: „Það er svo skemmtilegt að gera
svona þegar maður þráir að gera það
og er búinn að bíða, „chilla" og slaka
aðeins á."
Auk þess sem Hildur Vcila túraði
um landið með sína eigin plötu, tók
hún að sér það stóra verkefni að
syngja með Stuðmönnum.
„Þetta var alveg ótrúlegt. Ég skil
ekki hvemig ég fór að þessu. Þetta var
bara svo skemmtilegt, en ég var orðin
rosalega þreytt undir haustið."
Ætlarðu að syngja áfram með
Stuðmönnum?
„Þeir em svo skemmtilegir, en nei,
mér finnst þetta ekki svo skemmti-
legt. Þetta var gott í sumar en núna
hef ég meiri áhuga að gera mitt eigið."
Hildur vill h'tið tjá sig um samband
sitt við Jón Ólafsson en hann mun,
ásamt bandinu frá síðustu plötu
hennar, vinna með henni á nýjan leik
og segir Hildur þau vera ákaflega
hress.
Þegar blaðamaður spyr hana hvað
hafi breyst í hennar lífi segir hún ein-
faldlega:
„Ég er miklu ákveðnari í hvert ég er
að stefna."
„Eg ætla að taka upp
plötu í ágúst og er ég
rosa spennt fyrir því. Þá
kem ég aftur sterk til
leiks. Þetta verða mín
lög og flottir textar."
Astfangin og hress
Hildur Vala fann ást-
ina í samstarfsmanni
sínum.Jóni Ölafssyni.
Þau munu halda
áfram aö vinna saman
á nýrriplötu Hildar.
Lög Póllands, Litháens og Mónakó
brjóta gegn almennum mannréttindum!
Markus Larsson hjá sænska
Aftonblaðinu er ekki vinsæll
þessa dagana í Póllandi, Litháen
og Mónakó. Hann tjáði nýlega þá
skoðun sína að lög þessara landa
væru ekkert annað en pynding og
að þurfa að hlusta á þau
væri brot á almennum
mannréttindum.
Pólverjar senda sönghópinn -----
lchTroje sem inniheldur
meðal annars rappara sem lítur út
eins og Einar Bárðarson og rappar á
hnausþykkri pól-ensku og mjóan
slána með eldrautt litað hár, sem
syngur með skjálfandi röddu eins
og hann standi með loftbor á fullu
gasi í höndunum. Mónakó sendir
söngkonuna Séverine Ferrer sem
syngur á frönsku. Erfitt er að heyra
hvað fær Markus til að hreyta í
LT United Lagiö þeirra
ertilvaliö tilpyndinga.
hana ónotum
því hún er
ekkert verri
en gerist og gengur í
keppninni. Auðveldara er
að skilja andstöðu hans
við litháenska lagið, sem
er vægast sagt hörmulegt.
f örvæntingu sinni (Lithá-
um hefur aldrei gengið vel
í keppninni) senda Litháar all-
ar helstu poppstjörnur þjóðarinnar
með lag sem hljómar eins og það
hafi verið samið af sex ára krakka.
Textinn gerir þó útslagið: „We are
the winners, we are the winners,"
aftur og aftur, en annað slagið skot-
ið inn hvatningu til hlustenda að
kjósa lagið. Það endar
svo á: „We are the winn-
ers... of Eurovision...
Vote for the winners."
Hmm? Þetta er næstum
því eins og okkar lag!
Kjaftfori Svíinn Markus
sagði að auki að næsta
víst væri að „bláa helvít-
ið," eins og hann kallar
Carolu hina sænsku,
komist upp úr und-
ankeppninni og hann er
nokkuð hrifinn af Silvíu Nótt og þá
sérstaklega af því hvað hún hefur
mikla þráhyggju fyrir sjálfri sér.
Séverine Ferrer
Ekki með verra lag
en gengur og gerist.
í DAfi ER0DAGUR TIL STEFNU
Djúpsteiktar rækjur
Original hot and
sweet svínakjöt
Snöggsteikt nauta-
kjöt i ostrusósu
Kínverskar
eggjanúðlur
m/kjúklingi og
grænmeti
Hrísgrjón, súrsæt
sósa, prjónar og
soya sósa
Djúpsteiktar rækjur
Peking kjúklingur
m/kínasveppum
Wok steikt lamba-
kjöt m/svartbauna-
sósu
Original hot and
sweet svínakjöt
Hrísgrjón súrsæt
sósa, prjónar og
soya
Rifjapartý
Konton svínarif
Hrísgrjón, prjóna
og soya
poki af Maarud
PARTÍ Á PLAYERS
Stuðningsmenn bæöi ínu og Snorra munu halda heljarinnar
stuþningsparlí á lokakvöklinu. ína er frá Húsavfk og niunu aö-
dábndur hennar koma saman á Fosshóteli á Húsavík. ÞaÖan
veröur sföan bein útsending f kvöld. Foreldrar Inu ætla ;tö halda
sig í bænum og inunu kotna saman f ininni sal á Players.
AÖalstuÖnlngspartí Snorra verÖur einmitt haldið á Players,
þannig aö búast má viö alisherjar steinningu á kránni. ÞaÖan
nuin veröa bein útsending og er öllmn veikomiö aö kíkja og
halda meÖ og styöja sinn koppanria.
1,245 á m.inn * 1.345 á maun • 1.150 á mann
2.490 fytil tvo . 2.090 fyi íl tvo * 2 ,100 fyi ir tvo
2 L COKE OG RÆKJUFLÖGUR FYLGJA I „TAKE AWAY“
Hollustuna
heim!
Hollur og góður kínamatur,
stórir skammtar - beint heim til þín.
TII.BOÐ 1 . TILBOÐ 2 . TILUOÐ 3
2 kjuklingaleggir franskar
og kokteilsósa kinderegg
600 kr
FRÍ HEIMSENDING
Lágmarkspöntun er kr. 1.900.- en kr. 4.000.- í Hafnarfjörð.
Opið: mán.-fim. 12-22, fös. og lau. 12-23, sun. 17-22