Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2006, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2006, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 Sviðsljós DV Er sumrmid / útrýmiiigarliættii? Er sveitaballapoppið orðið að fyrirbæri úr fortíðinni eða sækja einhver ný bönd að jálkunum? Er sumarpoppið dautt eða spriklandi afiífi? Dr. Gunni kynnti sér málið. Hinn séríslenski sveita- ballabransi virðist vera að mestu dott- inn upp fyrir. Árum saman hefur maður heyrt af því að stórböll á stöðum eins og Ýdölum og Miðgarði fari fækkandi á kostnað pöbbaballa í plássunum. Og Sumarpoppið er langt því frá eins áberandi og það var. Engin alvöruendurnýjun virðist eiga sér stað í þessari deild. Ekki eins og er, að minnsta kosti. Það er hins vegar mikil gróska á hinum endanum, í rokkinu. Meðal vinsælustu hljómsveita landsins eru bönd eins og Baggalútur, Hjálmar, Mugison, Ampop og Dikta, að ógleymdum listamönn- um eins og Emilíönu Torrini og Sigur Rós - allt saman stöff sem er órafjærri hinni heðfbundnu skilgreiningu á sumar/sveitaballa- poppinu. Allt Idol að kenna? Útgáfufyrirtæki Einars Bárðar- sonar, Plan B, ætlar ekkert að gefa út í sumar, enda setur Einar vænt- anleg heimsyfirráð Nylon-flokks- ins í forgang. Hann segir að sum- arplötuútgáfan sé að mestu dottin upp fyrir og að böndin skutli í mesta lagi einu lagi út á safnplötu til að halda sér volgum. Hann segir sumarplötuútgáfuna hafa verið rýra og fáir þori að taka sénsinn: „Ja, reyndar seldist platan hennar Hildar Völu vel í fyrra," bætir hann við. Frá Senu berast þær fréttir að hin hefðbundna safnplata Svona er sumarið verði á sínum stað, en ekki er byrjað að velja lög á hana ennþá. Platan hefur löngum gefið tóninn fyrir sumarið og kynnt til sögunnar smellina. Tvö undan- farin ár hefur platan verið tvöföld, en Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu, segir næstum öruggt að hún verði einföld í ár. Tvöföld plata standi bara ekki í undir sér. „Maður sér það greinilega í poppgeiranum að hljómsveitum hefur fækkað á kostnað sólóista," segir Eiður og telur augljóst að þetta sé afleiðing af Idol-væðingu poppsins síðustu árin. Og þessi væðing heldur áfram í sumar því Idol-stjörnunni sem vinnur í kvöld verður kýlt á plötu og Hildur Vala kemur með sína aðra plötu síð- sumars. Engin endurnýjun í fimm ár Gróflega má skipta poppinu í tvær deildir. í fyrstu deild eru ein- göngu bönd sem hafa verið lengi Birgitta Haukdal Dottin aftindinum. að en þau eiga þó misjöfnu gengi að fagna. íráfár kom með sína þriðju plötu í fyrra, metnaðarfulla og rokkaða, en hún hvarf eiginlega í flóðinu og gekk miklu verr en tveimur fyrstu plötum sveitarinn- ar. Birgittu Haukdal gekk síðan illa í Eurovision-valinu og virðist því dottin af tindinum í bili. Sálin hans Jóns míns er sígild og átti að vanda ágætan dag með plötu í fyrra. Sveitin hugsar sér að sögn til hreyf- ings í sumar. Skítamórall hélt dampi á nýrri plötu í fyrra, sinni fyrstu í 6 ár. Þeir spiluðu sitt síð- asta gigg í gærkvöldi og eru komn- ir í þriggja mánuða frí: „Við ætlum að taka langþráðan sumarpakka," kallar Gunnar Ólason það. Á móti sól hefur selt grimmt af tveimur síðustu plötunum sínum, sem voru með tökulögum. Þeir boða nýja plötu í haust með frumsömd- um lögum og ætla að taka sumarið með trompi. Jálkar jálkanna í Stuð- mönnum ætla að hleypa enn einu sinni á skeið í sumar og verða með nýtt lag á Pottþétt 40, sem kemur út í lok apríl. Mesti krafturinn virðist þó vera í Jónsa og félögum í í svörtum föt- um, sem er nýjasta viðbótin í fyrstu deild poppsins. Þangað komst sveitin árið 2001, fyrir fimm árum, með laginu Nakinn. Sveitin hefur haldið sér á toppnum síðan og er nánast búin að fullbóka sum- arið. Þá eru meðlimirnir byrjaðir að semja ný lög og stefnan er að koma með nýja plötu í haust. í annarri deild Nokkrir eru um hituna í annarri deild sumarpoppsins, og allt gæti gerst ef hittarinn finnst og harkan til að fylgja honum eftir er til stað- ar. Annarrar deildar bönd hafa fengið tækifæri á safnplötum og Sálin hans Jóns míns Sigilt og gott. (svörtum fötum Nýjasta bandið l fyrstu deild. Áheyrnarprufur fyrir Rockstar héldu áfram í gær f gær voru 17 bestu keppend- urnir kallaðir í aðra prufu fyrir bandaríska sjónvarpsþáttinn Rock- star á Gauki á Stöng. Um hundrað manns skráðu sig til þátttöku í fyrradag. Aðstandendur Rockstar vildu ekki gefa upp nákvæmlega hvaða 17 einstaklingar komust áfram, en meðal þeirra voru Jenni í Brain Police, Magni úr Á móti sól, Hreim- ur úr Landi og sonum, Gunni Óla í Skítamóral, Pétur og Matthías í ^Ðúndurfréttum, Kristófer í Lights on the Highway, Heiða úr Unun, Heiða úr Idolinu og Sigurjón Brink. Þessir söngvarar eru meðal þeirra 17 sem þóttu skara fram úr. Dómarinn Dean Houser heldur nú utan til Bandaríkjanna með myndbandsupptökur af íslendingunum en hann og tvö önnur teymi svipuð hans hafa ferðast rnn heiminn í leit að söngv- urum síðustu vikur. Þar hittir hann aðra meðlimi ne&idarinnar, sem velur 50 söngvara í lokakeppni. Þá nefnd skipa Tommy Lee, Jason Newsted, Gflby Clarke og Mark Magni Ásgeirsson og Sigurjón Brink Voru einnig meðal þeirra 17 söngvara sem voru kall- aðir til seinni daginn. Gunnar Ólason Poppararnir gera það gott. aðalframleiðandi þátt- sjón- Bumett, anna. Þeir keppendur sem komast í lokakeppnina verða úti í 10 daga og fá að vinna með húsbandi þáttanna í að reyna sannfæra meðlimi Supemova og aðstandendur Rockstar að þeir eigi heima í 16 manna lokahópnum sem keppir varpinu. asgeir@dv.is Hreimur Heimis son Varmættur aftur til leiks. DV-myndir Valli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.