Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2006, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2006, Blaðsíða 31
py Siðast en ekki sist FÖSTUDAGUR 7. APRlL 2006 31 Spurning dagsins Vigdís Grímsdóttir segir að í Mew York verði menn að vera stöðugt á varðbergi. Ertu búinn að kaupa páskegg? „Nei, og ætla ekki að kaupa það hér. Ég verð í útlöndum um páskana." Marsibil Eiríksdóttir matráðskona. „Nei, og ég ætla ekki að kaupa páskegg, ég kaupi frekar súkkulaði." Andri Már Jörundsson nemi. „Nei, en ég ætla að kaupa mér." Kári Sigurðsson nemi. „Nei, en ég kaupi efég fæ ekki gefins." Haukur Muller nemi. „Nei, en ég ætla að kaupa mér" Erna Björk Baldursdóttir nemi. Páskarnir hefjast í næstu viku og margir byrja í fríi þegar í dag. Ómakleg árás Þorgeröar Ég hlustaði agndofa á menntamálaráð- herra svara gagn- rýni Þorsteins Páls- sonar, ritstjóra Fréttahlaðsins, á frum- varp hennar um háeff- unKÚV. Skötulíki eða ekki allt með felldu Þorsteinn Pálsson hefur með réttu gagnrýnt frum- varp hennar nokkuð harkalega en málefnalega. Hann gerði það fýrst í leiðara á föstudaginn, og svo aftur í mergjuðum leiðara í gær. í leiðara gærdagsins sagði Þorsteinn, að ann- að- hvort væri undirbún- ingur frum- varpsins „í skötulíki eða ekki er allt með felldu um raun- veruleg áform um að reka hér menningarútvarp og sjónvarp með nokkuri reisn..." Þorgerður Katrín var spurð út í ummæli Þorsteins Pálssonar í frétta- tíma NFS í gær. Svar hennar var svohljóð- andi: „Ég er algjörlega ósammála Þor- steini Pálssyni hvað það varðar og maður verð- ur auðvitað að hafa það í huga að þarna talar og skrifar rit- stjóri fjölmiðla- sam- steypu sem er í mik- illi samkeppni, meðal annars við RÚV.“ Vandaður Þorsteinn Hvaða vitnisburð er varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins að gefa þjóðinni um Þorstein Pálsson, með þessum orðum? í þeim felst að fyrrverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins og Össu» Skarphéðlnsson þingmáður skrifar á http://oBsur.hexia.net/ FREJTABLAÐíD Meðalltáhreinu ^jÞað er bví ottans vecrna S$£lg3£ tfcafflSCtf forsætisráðherra þjóðarinnar sé þannig maður að gagnrýni hans á frumvarp henn- ar um RÚV byggist ekki á mál- efnalegum sjónarmiðum heldur sé hann að ganga er- inda eigenda blaðsins. Hún er í reynd að segja að hann sé leigupenni Baugs, og skoðanir í leiðurum blaðs- ins beri ekki endilega að líta á sem málefnalegar skoðanir hans, heldur vörn fyrir hags- muni eigendanna. Ég starfaði með Þorsteini Pálssyni í ríkisstjórn. Ég hef bæði verið sam- herji hans og andstæð- ingur í stjórnmálum. Nú vita allir sem með honum hafa starfað að Þor- steinn Pálsson var einhver vand- aðasti stjórnmálamaður síðustu aldar - og heiðursmaður á borð við Geir Hallgrímsson. Er hægt að komast lægra en Þorgerður? Getur stjórnmálamaður komist öllu lægra en Þorgerður Katrín í þessum New York er í rauninni margslungin borg; ekki vantar listina, kraftinn, hitahn, sköpunina og ailt þetta dýrlega og frábæra sem gerir eina borg stóra og spennandi í allri sinni gerjun og mannlífsflóru. En NY er ekki réttlát borg og hún er heldur ekki djörf. Það getur verið að hún sé grönn og hugguleg á landabréfinu en það er ekki nóg að vera flott- ur og í stíl þegar graftarvörtur ótta, kúgunar og misréttis krauma undir. Það er reyndar meira en vont að vera í borg þar sem gæfulaust fólk er tilbúið með hnífinn á lofti til að stinga blásaklausan mann sem á ennþá blásaklausara erindi í apótek. Menn verða stöðugt að vera með alit á hreinu; vera á varðbergi og gæta að því hvar þeir stíga niður fæti. Það er því kannski rétt þegar sagt er að hug- myndafræðin í Stóra eplinu sé sjúldega margklofin. Sonur minn býr í Brooklyn NY og við verðum sí- fellt að glápa á dóttur hans, rétt einsog við höfum aldrei séð hana, þegar hún situr í bílnum, þegar hún töltir á eftir hundinum, þeg- ar hún snarskakkar sér yfir götuna, þeg- ar hún grætur, öskrar, hlær. Við megum aldrei missa sjónar af henni vegna þess að þá kynni henni að verða stolið einn guðslifandi daginn og komið íýrir hjá gróðapungum til að sinna fíkn glæpa- manna og annarra mannhunda. Það er því óttans vegna sem litla stelpudýrið.er stundum með marbletti nálægt úlnliðun- um. Fólk verður einfaldlega að ríghalda í böm in sín héma til að halda áfram að „eiga" þau. Málið er sem sé svona: Maður getur í raun þakkað fyrir hvem þann dag sem ekki er verið að hamast í manni á einn eða annan hátt í þess- um svartari og fátækari hluta NY; þessum hluta sem sést svo allt of sjaldan í frétt- unum. Það hljómar kannski tregafullt en fátæktin og litarhátturinn fylgjast að. Glæpimir líka. Atvinnuleysið ekki síður. En það má bara alls ekki áframÖI«aS Í-Sda l,al*eÍ9a“ tala um það og helst ekki sjá það. Menn eiga nefni- lega að einblína á völd hinna fáu og óttalausu, þeirra sem ráða og eiga og skapa óttann - bara til þess eins að þjóna eigin „velgengni". Það er í rauninni mikilvægt að kynnast vel borgum einsog NY (og þar á ég ekki við einsog ferðamaður) til að geta, til dæmis, betur lært að^ meta borg einsog Reykjavík. Reykjavík sem vili vera falleg og góð og er ennþá bara töluvert bams- leg og hlý. Það væri því óskandi að við gætum útrýmt vörtunum í borginni okkar, sjúkdómum götunn- ar, drápunum, ofbeldinu og fyrst og síðast af- leiðingu óréttlætisins; fátæktinni. Það væri líka óskandi að við rötuðum aldrei í fótspor kelling- arinnar sem var tekin á beinið í Brooklyn fyrir þá skömm að syngja uppáhaldslagið sitt í kar- íóki eitt seiðmagnað kvöld. Hún játar sig falska en hefur hvergi annars staðar í heiminum verið tekin í gegn af einkennisklæddum mönnum fyrir það eitt að halda varla lagi. En héma í NY, þar sem óttinn ræður rikjum og menn em stöðugt á varð- bergi, er fyllsta ástæða til að halda nú þokka- legu lagi svo maður missi ekki mannréttindin. Borg tækifæranna? Jamm. Vigdís Crímsdóttir ummæl- um sínum um fyrr- verandi formann Sjálfstæðis- flokksins? Hugsanlega hún - en ráðherrann verður þá að slá sitt eigið íslandsmet. Mér finnst ólíklegt að Þorgerð- ur Katrín hafi gert sér grein fyrir hvað hún var í reynd að segja. En kannski ætti varaformaður Sjálfstæðisflokksins að taka upp þann sið að hugsa áður en hún tal ar? Það væri allavega tilbreyt- ing. KOMAM Mi'n! BFSTl VlNWIt MlNN! yfir- MAAt»NN( MAMMA MiW I HonDuRinai MiNN! JflkA- 5')£/NNiNN' hugleikur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.