Bræðrabandið - 01.04.1965, Blaðsíða 8

Bræðrabandið - 01.04.1965, Blaðsíða 8
Hjálp til nauðstaddra „Heiminn hungrar. Milljónir manna um heim all- an svelta hálfu og heilu hungri. Milljónir manna eiga þann kost einan að deyja úr hungri, og margir gera það, meðan þú lest þessi orð. Þú, sem ert alinn upp við það að þurfa varla ann- að en að rétta út hendurnar eftir mat þínum, átt bágt með að skilja slík ósköp. Þú skilur ekki þá kvöl að verða að horfa á barnið þitt veslast upp fyrir aug- um þínum án þess að geta gert neitt því til bjargar, þú skilur það ekki. En það þýðir ekki að reyna að loka augunum, kvölin er þar enn, og það er þitt að reyna að lina hana. Skortur blökkufólks í Afríku er líka þinn skortur. Allsnægtir þínar veita þér ekki öryggi meðan aðrir þurfa að þola hungur." Ofangreind ummæli birtust í einu af dagblöðum okkar nýlega. Ástand það, sem þar er lýst ásamt að- steðjandi neyð af völdum jarðskjálfta, fellibylja og annarra náttúruhamfara, hefur valdið því að heims- samtök okkar hafa hrundið af stað alþjóða líknar- starfi. í þennan alþjóða líknarsjóð eru safnaðarmeð- limir okkar beðnir að gefa einu sinni á ári — venju- lega í maí-mánuði. Hvíldardagurinn 15. m a í hefur verið kjörinn til þessara samskota hér á landi á þessu ári. Minnumst orða Frelsarans um mat hans á gjöfinni, sem gefin er minnsta bróður hans. Með því að neita okkur sjálfum um eitthvað, sem við megum vel án vera, getum við öll fært gjöf og þannig átt hlut í því að hjálpa þeim, sem verst eru settir. — J.G. Að líkna þeim, sem líða, er lífsins skyldugrein. Þess þörf mun vera víða, því víða heyrast kvein. Sjá, sumir sjúkir liggja, en suma vantar brauð og kaldan bústað byggja, þar bróðurhönd er snauð. Það eykur ávallt gleði og unun hjarta manns, að svala særðu geði við sólskin kærleikans. Að lina magnið meina — svo mælt var fyr og enn — er sprottið af því eina, að elska Guð og menn. Ó, veitum, vinir, hlýju með vinsemd öllum þeim, sem kveina' kvala stíu, þeim kærleiks opnum heim. Á særðra tökum sárum með sannri líknarhönd, og leiðum ljós að tárum, sem leysir raunabönd. Að ofan ylur streymir svo andleg þróast rót, sem góðan ávöxt geymir, ef guðleg sýnum hót. Já, vinir þeirra verum, sem vantar þægð og skjól, og það, sem getum, gerum, að glöð þeim skíni sól. Á öllum ævisvæðum, ef opna höfum sjón, er nóg af margs-kyns mæðum — og margri fórnað bón. Hvert tækifæri tökum, sem tíðin gefur oss, að leita í lífsins sökum, að létta einhvern kross. — (J. J.)

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.