Nýr Stormur - 03.03.1967, Side 5
FÖSTUDAGUR 3. marz 1967
b
NÝR
IWBNUR
Útgefandi: Samtök óháðra borgara
Ritstjórar: Gunnar Hall, sími 15104 og Páll Finnbogason, ábm.
Ritstj. og afgr. Laugav. 30. Sími 11658
Auglýsinga-* og áskriftarsimi: 22929
Vikublað — Útgáfudagur: föstudagur
Lausasöluverð kr. 10.00. Áskriftarverð kr. 450.00.
Prentsmiðjan Edda h.í.
^iiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiititiiiiiiiiiiiitiiiniMiimitl^
Hverjum klukkan glymur..
Ef menn líta á stjórnmála-
ástandið í landinu hlutlaus-
um augum, verða menn vís-
ari um margt, sem þeim er
hulið, er horfa út um skjá
sinn með lituðum augum
flokksagans.
íslendingar eru mjög ó-
þroskaðir stjórnmálalega séð.
Þetta vilja þó fæstir viður-
kenna, en er þó staðreynd
samt, eins og nú verður reynt
að færa rök að.
Á fyrsta áratug þessarar
aldar mótaðist núverandi
flokkaskipan að mestu leyti.
Sjálfstæðisflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn hafa
verið frá stofnun þeirra, öfl-
ugustu stjórnmálaflokkar
landsins. íslendingar urðu
strax viðskila við pólitíska
þróun bræðraþjóða sinna á
Norðurlöndum og nágranna-
ríkið Bretland. Þar tókst fjöl-
mennustu stéttinni, verkalýðn
um, strax að skapa sér öflugt
pólitískt vopn, með stórum
sósíaldemokratiskum flokk-
um, sem oftast hafa verið
stærstu flokkarnir 1 þessum
löndum. Þessir flokkar hafa
verið svo öflugir að kommún-
istum hefir aldrei tekizt að
ná verulegum hljómgrunni og
væri þó synd að segja að sum-
ir þessara flokka hafi ávallt
verið róttækir.
Hér urðu verkalýðsflokk-
arnir tveir og hafa jafnan bor
ist á banaspjótum. Fylgi hins
almenna kjósenda við stjórn-
málaflokkana, byggist mjög
ýft á einhverskonar „traditi-
on“ eða erfðavenju. Pabbi og
mamma voru íhald eða Fram-
sókn, kratar eða kommar o. s.
frv. Það hefir verið t alið
hringlandaháttur og menn
hafa verið kallaðir „pólitísk
viðriðni“ hafi þeir ekki fylgt
flokki sínum gegnum þykkt
og þunnt, helzt alla æfina út.
Ef foreldrarnir fylgja þess-
úm flokki, er það mjög oft
talin hrein ósvinna, ef börn-
in gera það ekki líka. Þótt fólk
mislíki flest það, sem flokkur
sá er það hefir kosið og það á
allan hátt er óánægt með, þá
er eins og þessu sama fólki
finnist það vera að „svíkja“
flokk sinn, ef það kýs hann
ekki í öllum kosningum.
Og stjórnmálaflokkunum
Á 7. degi —
Framhald af bls. 4.
um heimili sín af alúð og
myndarskap. Ala upp börn sín
á sama hátt og vera fyrirmynd
ar húsmæður að íslenzkum
sið?
Þær þurfa oft að fara í
selskap og þá er þetta fínn
skartgripur. Þetta sparar ráð
herraheimilunum útgjöld og
er góð búbót. Og ráðherrarnir
verða oft að fara til útlanda
og sitja veizlur hjá fyrirfólki.
Þar er mikið um skartgripi,
slíka sem þessa. Það væri
hrein skömm fyrir landið, ef
okkar menn kæmu með jakka
boðingana auða og ekki er
hægt að ætlast til þess að þeir
hengi perlufestar um hálsinn
á sér!
Það sjá allir að Skúli er
„úti að aka“ í þessu máli!
Gætuð þið hugsað ykkur hann
Gylfa dansa Jenka eða Cha
Cha orðulausann í fínum sel-
sprýdda ráðherrafrú? — Eða
skap úti í löndum við orðum
gætuð þið hugsað ykkur
Bjarna formann úti í löndum
meðal þjóðhöfðingja, hafandi
ekkert annað til að punta sig
með, en sjónvarpsskeifuna?
Nei, Skúli, þú verður að éta
hrossatað. Þú færð ekki vín-
berin hans Bjarna og þau eru
ekkert súr. Svei attan! Þú,
kominn á þennan aldur, skul-
ir láta svona eins og illa inn-
rættur götustrákur!
eða öllu heldur forystumönn-
um þeirra finnst að fylgis-
menn þeirra séu skyldir til að
samþykkja allt er þeir taka
sér fyrir hendur, án gagn
rýni og sjáífstæðrar hugsun
ar. Annars líta þeir á flokks
menn sína sem flokkssvikara.
Þetta sjónarmið er ekki
stjórnmálaþroski, heldur þver
öfugt. Flokkarnir útbúa kosn
ingastefnuskrár, sem eru svo
margþættar og óákveðnar að
enginn lifandi maður botnar
í hvað flokkarnir ætla sér að
gera eða framkvæma ef þeir
fá völd.
Þær eru líka hafðar rugl-
ingslegar af ásettu ráði. Því
að það eins sem fyrir forystu
mönnunum vakir er það, að
komast í stjórn með einhverj-
um, sama hver er.
Þá er gott að hafa ekki lof-
að neinu ákveðnu marki, en
hafa nóg af útgönguleiðum.
Þetta hefir svo það í för með
sér, að almenningur getur
ekki myndað sér neina á-
kveðna stefnu í stjórnmálum
hér á landi. Það er aðeins um
það að ræða, hverjir hafa
næst hrossakaup. Um hreint
loft er aldrei að ræða.
Auglýsing
Frá og með 25. febrúar mun Veðurstofan gefa út veðurhorfur kl. 12,25 og 24,00 fyrir
eftirtalin svæði:
sv djúp 59N 40w 61 N 40w 62.5N 34w 62.5N 30w 59N 30w
s djúp 59N 30w 62.5N 30w 62.5N 20w 59N 20w
SA djúp 59N 20w _ 62.5N 20w 62.5N 12w 62N lOw 59N lOw
Þessum veðurhorfum verður útvarpað með veðurfregnum á fyrmefndum tímum, og
munu þær gilda í 24 stundir hverju sinni.
VEÐURSTOFA ÍSLANDS
Filistear —
í kringum stjórnmálamenn-
ina er' svo hópur undirmáls
manna, sem hafa það eitt sjón
armið, að gæta eiginhags-
muna og geta hagnast persónu
lega á þátttöku sinni í pólitík.
Hið íslenzka embættis-
mannakerfi er gerspillt og
stjórnlaust. Hinar mörgu
stofnanir ríkisins eru undir
stjórn manna, sem þangað
eru komnir vegna pólitískra
„hæfileika."
Utan um þá safnast síðan
menn, ýmist sem starfsmenn
eða viðskiptamenn, frændur
og vinir, börn og tengdabörn.
Ráðamenn margra slíkra stofn
ana hafa annara hagsmuna að
gæta, en sem tilheyra starfi
þeirra. Þeir hafa aðstöðu til
að hlú að þessum hagsmunum
sínum í skjóli þeirra starfa,
sem þeir hafa fengið í gegnum
pólitízka „hæfni“. Á þennan
hátt erum við komnir ofan í
það dýki, sem talið er ein-
kenna ýmsar vanþróaðar þjóð
ir, bæði í Suður-Ameríku,
Afríku og Asíu.
Spillingin í embættismanna
Framh. af bls. 8.
að ná rétti sínum, en mikill
vafi er á, að það takist. Gamli
maðurinn dó hinsvegar 1
þeirri vissu að hann ætti
glæpamann fyrir son og má
nærri geta hvernig honum hef
ir liðið, er hann gat ekkert að
gert. Gat hvorki mælt eða
skrifað og enginn sönnunar-
gögn lagt fram.
Ræninginn er leigubifreið-
arstjóri hér í borginni og hef-
ir fengist við að kaupa gaml-
ar íbúðir og gera þær upp og
kerfinu grefur undan rótum
þjóðfélagsins og hún er vernd
uð af stjórnmálaflokkum, sem
þrífast af gömlum vana og
sinnuleysi almennings.
Klukka stjórnmálamann-
anna glymur ekki þjóð þeirra
eða umbjóðendum, heldur
þeim sjálfum, valdfíkn og fé-
græðgi þeirra og vina þeirra
og vandamanna.
Bandaríkjamenn reka em-
bættismenn frá störfum, ef
þeir hafa einkahagsmuni, sem
þeir gætu hyglað í sambandi
við störf sín. Hér þykir slíkt
hinsvegar alveg sjálfsagt.
selja síðan. Mun honum hafa
vantað fé í reksturinn og séð
sér þarrfa leik á borði.
Nýr Stormur mun bíða á-
tekta við að birta nafn þessa
manns, í von um að hann sjái
að sér og afhendi systkinum
sínum þeirra hlut af pening-
unum.
Blaðið hefir ekki ráð á að
birta nafn þessa manns að svo
stöddu, meðan ekki er útkljáð
um þetta mál. íslenzk réttvísi
mælir svo fyrir, að slíka menn
megi ekki móðga með því að
segja frá athæfi þeirra opin-
berlega. Slíkt heita ærumeið-
ingar og varða við lög. Þjóf-
urinn gæti fengið álitlega
peningaupphæð í viðbót við
fenginn, ef sannanir verða
ekki nægar fyrir hendi. Og
jafnvel þót hann yrði dæmd-
ur til að afhenda hluta systk-
ina sinna af peningunum, má
ekki segja frá verknaðinum.
Hér hlífir sá er höggva
skyldi. íslenzkri meiðyrðalög-
gjöf var misþyrmt með þ^im
hætti, er hún var endurskoð-
uð og umsamin síðast, að hún
verndar þjófana, en níðist
fórnardýrunum. Þessi lög-
gjöf er einn af hyrningarstein
unum undir hinu íslenzka
mafíuþjóðfélagi. Gerð til að
hlífa filisteunum, vernda stór
þjófana og ræningjana. Menn
mega ekki vita um þjófnað
eða fjársvik, nema að segja
frá því, ella eru þeir sam-
sekir. En þá vitund er sjaldan
hægt að sanna, þess vegna er
þeim er af tilviljun kunna að
verða vitorðsmenn, en ekki
segja frá, óhætt.
Þeir geta oftast þrætt fyrir
að hafa vitað um málið. Segi
þeir hins vegar frá og þá sér-
staklega opinberlega, eiga
þeir á hættu að fá dóm fyrir
ærumeiðingar og fyrir að hafa
sagt frá hlutum á „óviður-
kvæmilegan" hátt.
. Þetta er skýringin á því, að
blöð þora ekki að birta nöfn
slíkra ofbeldismanna og fjár-
svikara fyrr en dómstólar
hafa gefið út tilkynningu, þar
sem þeir birta nöfn. En rétt-
vísin er skrítin á íslandi og
góð ,,sambönd“ á æðri stöð-
um er gulls í gildi fyrir af-
brotamennina, en smáþjófarn
ir eru hengdir.
auglýsið í
NÝJUM STORMI