Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1957, Blaðsíða 15

Freyr - 01.09.1957, Blaðsíða 15
FRE YR 267 Um vothey Svar til Benedikts Björnssonar, Sandfellshaga Rúmleysi hefur valdi'ð því, að svar við greininni Yotheysgerð og saufffjárbændur, er birtist í 4.—5. hefti Freys þetta ár, kem- ur fyrst nú og er raunar styttra en ástæða væri til. En sitt af hverju liefur verið um vothey skrifað, og eftir að umrædd grein birtist í vor, voru FREY sendar grein- ar úr ýmsum áttum, er birta skyldi og höfðu önnur sjónarmið fram að færa en Benedikt í Sandfellshaga. Birtist ein þeirra hér að framan. Að sjálfsögðu verður Freyr að flytja lesmál um fjölmargt ann- að en vothey, þó að gerð þess og verkun sé enn og muni lengi verða eitt hið þýðingar- mesta fjárhagsatriði, er miklu orkar í bú- skap bænda, einmitt af því að bóndinn ræður engu um hversu viðrar þann stutta tíma ársins, sem vetrarfóðrinu er bjargað. Það er nú svo, að senn heyj a bændur lands- ins vonandi ekki annað en tún og gjöful- ar starengjar, sem vel er borið á og vaxin eru kjarngrösum(eða hálfgrösum), sem tor- velt er að þurrka — svo torvelt, að í meðal hefðu þeir almennt verið búnir að tileinka sér votheysgerðina í jafn ríkum mæli og margir bændur hér hafa gert, hefðu þeir áreiðanlega getað hjálpað sér sjálfir. Og hefði óneitanlega verið ódýrara fyrir þjóð- arheildina og þeim sjálfum, að ég held, til meiri blessunar. Vonandi verða þeir og bændur almennt betur viðbúnir næsta hallæris sumri. Að endingu vil ég svo þakka Frey og ritstjóra hans margháttaðar leiðbeinihgar og fræðslu varðandi votheysgerð á liðnum árum. Kollafjarðarnesi, 8. april 1957. Alfreð Halldórsson. sumri eða lakara er eða verður engin leið að þurrka nema nokkurn hluta fóðurfengsins. Og þó að súgþurrkun sé góð og blessuð, þá er og verður hún alltaf dýrari heyverkun- araðferð en votheysgerðin þegar á allt er litið. Við þau skilyrði, sem ríkja þurfa í sam- bandi við votheysgerð, skyldi jafnan miða við að sem minnst fóðurtap verði og að ekki tapist nema í hæsta lagi 20% af fóð- urgildi frá því er grösin stóðu á teig unz þau koma sem fóður í jötu, en við aðrar verk- unaraöferðir verður tapið um 30—40%. En verst fer það í lökustu árunum, þegar verk- unartapið kemst upp í 50—70% við þurrk- un og til fóðurs er aðeins hismið. Því var það árið 1950, er Eggert á Möðruvöllum í Hörgárdal og Sigurjón bóndi á Brautarhóli í Svarfaðardal töldu turnana, sem þeir byggðu haustið áður, því nær hafa borgað sig á þessu eina sumri, að þeir fylltu þá og áttu í þeim ágætis fóður næsta vetur, þó að hinn hluti fóðurfengsins væri aöeins hismi. Hið sama gerðist á Suðurlandi sumarið 1955, þegar kaupa þurfti auka kjarnfóður fyrir 20 milljónir (áætlað var það meira) frá útlöndum af því að menn höfðu ekki viðbúnað til að verka í vothey svo teljandi væri af hinu mikla grasi, er á túnunum óx það sumar og varð því ónýtt úti og inni og varla þess vert að kallast fóður. Annarra affferffir. Hjá okkur íslendingum, sem ræktum að- eins gras til fóðurs, er engin leið auðveld- ari né ódýrari til þess að varðveita það til vetrar, sem líkast grængresinu að gæðum, ‘úns og með því að verka það í miklum mæli í góðum votheyshlöðum. Þeir nota þessa aðferð í vaxandi mæli, sem hafa miklu minna hey og gras til fóðurs en við og leggja fjármuni og fyrirhöfn mikla í að efla þessa fóðurverkunaraðferð á sama tíma og verðmætin rigna niður, fjúka út í veður og vind eða brenna í hlöðunum hiá okkur íslendingum, af því að ísl yfirvöld hafa tekið þessari fóðurverkunaraðferð með andúð og fjöldi bænda lítur á hana með hugarfari og augum Benedikts í Sand- fellshaga. Finnar hafa árum saman haft

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.