Freyr - 01.09.1957, Page 16
268
FREYR
tugi leiðbeinenda á ferðum á hverju sumri
til þess að kenna votheysgerð. Hið sama
hefur verið gert um önnur Norðurlönd, þó
að þar sé gras og hey aukaatriði við fóður-
öflun. f Englandi hef ég séð safnað í jarð-
gryfjur (,,pitsilos“), þar sem helmingur af
fóðrinu fer til spillis eins og hjá öðrum, er
verka vothey á þennan hátt; turna hef ég
hvergi séð þar, en þeir munu þó vera til,
fornir og fánýtir, enda eigi byggðir síðan
fyrir stríðið síðasta, því að þar þurfti og
þarf enn „að byggja yfir þá, sem húsnæðis-
lausir urðu af völdum stríðsins", eins og
ráðunautur í Suður-Englandi sagði mér
sumarið 1953, er ég spurði um steyptar vot-
heyshlöður.
Um skurðgryfjur til votheysverkunar hér
á landi er að segja, að þær mundu miklu
erfiðari til úrtöku í frostum og snjóum en
gömlu gryfjurnar, sem grafanr voru í hól-
ana og virðist því hrein fjarstæða að hugsa
sér þær í notkun hér á landi nema ef vera
skyldi með þaki eins og þurrheyshlöður.
En Benedikt spyr því Englendingar noti
ekki votheysturna. Ég ætla að svars sé að
leita við þeirri spurningu eins og hinni, sem
danski verkfæraráðunauturinn bar fram í
hitteðfyrra, eftir að hafa heimsótt allar
stórsýningar Englands það sumar og þar að
auki verksmiðjur, sem framleiða draga og
fjölda tækja, sem við þá eru tengd. Eftir
sýningarnar ferðaðist hann um sveitir Eng-
lands heilan mánuð og sá víðast gömul og
úrelt eða ónýt tæki í notkun. Honum varð
líka á að spyrja, hví bændur í Englandi
hagnýttu ekki hina nýju tækni frá verk-
smiðjum sínum. Svarið var oftast: Bænd-
urnir hafa ekki efni á því, og svo þurfum
við að flytja út iðnaðarframleiðslu okkar.
Árið 1954 ferðaðist ég nokkuð um Skotland,
en sá aðeins einn einasta Land-Rower j eppa
í allri ferðinni. Því hafið þið ekki Land-
Rower? spurði ég. Þeir eru gjaldeyrisvara,
var svarið.
Þó að Englendingar fylli nú markaði í
ýmsum löndum með búvörur og ýti þar til
hliðar vöru þeirra þjóða, sem standa miklu
framar að búmenningu, er það ekki ágætri
búmennsku Englendinga að þakka. Þeir eru
snjallir kynbótafrömuðir og eiga fallegt bú-
fé, en margt annað í búskap þeirra er langt
á eftir tímanum, og eins votheysgerð, sem
ef til vill er von, því að hún er svo sáralítið
atriði í búskap þeirra.
íslenzk viðhorf.
Lítum svo ögn nánar á það, er hér gerist
á íslandi og Benedikt minnist á. Hann tel-
ur vothey aðeins fyrir bændur, sem hafa
kýr, en þó varla fyrir þá, sem hafa fáar kýr,
því að þá sé alltaf verið að gefa skemmt
vothey. Það er rétt, að vandi er meiri að
verka vothey í litlum hlöðum en stórum og
jafnframt að gefa það jafngott og þar sem
mikið er notað daglega. Ég hef hitt nokkra
bændur, sem aukið hafa votheysgerð að
miklum mun síðustu árin, sumir með turn-
verkun, og hallast nú að því að sameina
fjárhúsin og gera við þau væna votheys-
hlöðu og gefa fénu bara vothey, „því að
þegar maður er búinn að læra að verka
það og læra að fara með það, þá er enginn
hlutur við meðferð fóðurs eins auðveldur
og votheyið,“ sagði einn bóndi við mig nú
í vor, og það er í samræmi við skrif Alfreðs í
Kollafjarðarnesi hér að framan. Ég veit
ekki betur en að Sveinn á Egilsstöðum sé
að færa búskap sinn í þetta horf og mættu
vist margir bændur á Austurlandi læra
bæði það og fleira af Sveini.
Jón bóndi á Hofi í Svarfaðardal tjáir
mér, að ekkert fóður hjá sér jafnist á við
vothey handa sauðfénu, einkum með beit
og svo um sauðburðinn, en aðra tíma vetrar
verður hann að nota þurrheyið í fjárhús-
hlöðunum, en votheyið var upprunalega að-
eins ætlað kúnum, enda turninn staðsettur
með tilliti til þess. Hitt veit ég satt, að ýms-
ir hafa misst fé úr riðu, sem kennd er vot-
heysáti sauðfjárins, og á Skriðuklaustri
drapst það líka þegar það hafði etið af
ruddabingnum, sem tekinn var ofan af vot-
heyshlöðunni og fleygt. En listerella-svepp-
urinn er líka i miklum mæli í mygluðu þurr-
heyi, m. ö. orðum í öllu skemmdu fóðri og
von til að hann geri óskunda þegar það er
notað. En ráð eru nú þekkt til þess að draga
úr hættunni ef skepnur sýkjast af listerella
sýklum.