Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1957, Qupperneq 20

Freyr - 01.09.1957, Qupperneq 20
272 FREYR þungi á ásetningslambhrút er vísbending,en engin sönnun þess, að hann gefi þung af- kvæmi. Sem dæmi um það, hvernig nota megi arfgengi, skulum við taka þunga lamba á fæti að hausti. Bóndi á 150 einlembingshrútlömb, sem vega að meðaltali 40 kg. Hann setur á 3 þyngstu lambhrútana, og vega þeir að með- altali 48 kg. Séu þessir hrútar notaðir á sams konar ærstofn og þeir eru sjálfir út af, má gera ráð fyrir, að einlembingshrút- ar undan þeim yrðu 44 kg, ef arfgengið væri 1, vegna þess að ærstofninn hefur eðli til að gefa 40 kg hrútlömb, en hrút- arnir ættu að gefa 48 kg hrútlömb, og verður þungi afkvæmanna mitt á milli. Arfgengur þungi þessara þriggja lamb- hrúta er 40 kg + 8 X arfgengið. Sé arf- gengið 0,2 verður arfgengur þungi þeirra 41,6 kg, en væri hún 1,0 yrði arfgengur þungi hinn sami og hinn fundni þungi, þ. e. a. s. 48 kg. Gera má ráð fyrir, að helmingurinn af fráviki meðalþunga hrútanna frá meðal- tali komi í Ijós á afkvæmunum vegna þess, að hrúturinn ræður aðeins að hálfu leyti þunga þeirra. Ættu því þessir hrútar að gefa lömb, sem vega 40,8 kg, þegar arf- gengið er 0,2 og móðernið er óbreytt frá ári til árs, en 44 kg, ef arfgengið væri 1,0. Sýnir þetta hverjum vandkvæðum það er bundið að kynbæta með tilliti til þeirra eiginleika, sem hafa lágt arfgengi. Afkvæmarannsóknir og kynbótagildi. Já, og þá erum við Tcomnir að afkvœma- rannsóknunum. Koma ekki einmitt þœr að miklu gagni við rannsóknir á kynbótagildi einstaklinga með tilliti til eiginleika, sem hafa lúat arfgengi? Jú. f kynbótastarfsemi er því aðeins framfara að vænta, að kynbótagildi þeirra gripa, sem alið er undan, sé ofan við meðal- lag. Eins og sézt á dæminu um val lamb- hrúta eftir þunga, getur arfgengur þungi verið aðeins 1,6 kg ofan við meðaltal, enda þótt fundinn þungi sé 8 kg ofan við meðal- tal. Búfjárræktarmenn eru því alltaf í vanda staddir við mat á kynbótagildi gripa sinna. Þegar um eiginleika með lágt arfgengi er að ræða, kemur kynbótagildi ein- staklingsins bezt í ljós á afkvæmum hans, og þeim mun betur, því fleiri, sem af- kvæmin eru. Þegar karldýr eru afkvæma- rannsökuð, er áriðandi, að mæður þeirra afkvæma, sem eiga að gefa mynd af erfða- eðli karldýrsns, séu valdar af handahófi, þannig, að þær hafi sem minnst áhrif á samanburð afkvæmahópa. í nautgripum hefur verið sýnt fram á, að mjög mikill munur getur verið á dætra- hópum tveggj a nauta með tilliti til afurða- getu, enda eru nú afkvæmarannsóknir á nautum orðinn fastur liður í nautagripa- ræktarstarfsemi margra landa. Minna hefur verið gert að því að af- kvæmarannsaka hrúta, en margt virðist benda til þess, að slíkar rannsóknir geti átt rétt á sér, einkum hvað snertir mjólk- urlægni dætra þeirra og frjósemi. Einnig geta afkvæmarannsóknir verið mjög mikil- vægar, þegar kynbæta á með tilliti til ýmissa þeirra eiginleika, sem ákvarða kjöt- gæði, þar eð ekki er hægt að meta slíka eiginleika örugglega nema afkvæmunum sé slátrað. Nú þegar hafa verið hafnar afkvæma- rannsóknir á nautum hér á landi. Hefur afkvæmarannsóknastöðin í Laugardælum starfað í nokkur ár. Var hún stofnuð á vegum Búnaðarsambands Suðurlands. — Einnig hefur Búnaðarsamband Eyjafjarðar gengizt fyrir stofnun slíkrar stöðvar að Lundi við Akureyri. í hinum nýju búfjárræktarlögum er gert ráð fyrir að komið verði á fót afkvæma- rannsóknastöðvum fyrir sauðfé. Standa vonir til, að stöðvar þessar geti orðið mikil- vægur þáttur í kynbótum búfjár í fram- tíðinni. Við þökkum Stefáni samtalið og vonum að búfjárrækt okkar fái notið starfskrafta hans og þekkingar í bráð og lengd. J. J. D.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.