Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1957, Page 25

Freyr - 01.09.1957, Page 25
FREYR 277 hlutverki, sem hér er verið að lyfta, þörfu hlut- verki og mjög knýjandi, sem vænta má hins bezta af og því ber að styðja til góðs gengis með ráðum og dáð. Og því fremur er vert að gefa gaum þessu nýja hlutverki og árangrl sem nást kann í byrjunarstarfi, að starfsmaður sá, sem hér er kallaður að verki, er tvímælalaust einn hinn reyndasti sem við eigum völ á til þessa. Eirik Eylands ráðunautur, hefur alizt upp í and- rúmslofti vélvæðingar bændanna og starfað á þeim akri frá æsku þegar hann stjórnaði fyrstu jarðýtunni og fyrstu skurðgröfunni af dragskóflugerð, er hófu hlutverk landbrots og framræslu hér á landi laust eftir 1940, og í þeim störfum hefur hann unnið að mestu síðan. Bændur þekkja hann frá þeim árum, er hann hélt námskeið í meðferð heimilisdráttar- véla á vegum Vélasjóðs. Af umsögn fjölda bænda vitum vér, að þau námskeið voru vel þegin og árangur þeirra með ágætum talinn. í hverju brautryðjendastarfi er ýmislegt sem móta þarf og vandi er að ákveða fyrirfram hversu móta skuli. Er þá gott að fá til starfs menn með eins mikla reynslu og Eirik Eylands ráðunautur hefur öðlazt. í vélakosti þeim, sem á örfáum árum hefur borizt í hendur bænda, liggja margir tugir milljóna króna, sem vandi er að varðveita og ávaxta sem bezt. Sú aðstoð, sem fengin er til þess að hlutast til um að viðhald þessa höfuð- stóls sé sem bezt, ending sem mest og hagnýt- ing svo sem á verður kosið, er eðlileg og sjálf- sögð og þó að hún kosti eitthvað þá orkar það ekki tvímælis, að hitt er miklu dýrara að hafa litla eða enga aðstoð. Þau eru ótalin og ómæld verðmætin, sem tapast hafa vegna þess að vantað hefur og vantar enn þá aðstoð, sem góðir ráðunautar geta veitt. Vér skulum vona að hér verði mótuð góð fyrirmynd til gagns og góðs íslenzkri bændastétt. G. Notkun ullar i heiminum var meiri 1956 en nokkru sinni fyrr, alls um 1400 millj. kg. Er þetta um 8% meiri ullarnotkun en árið á undan. Nýtt starf stofnað hjá Búnaðarfélagi Islands Samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi á að ráða sérstakan mann til útrýmingar refa og minka o. fl. meindýra. Ráðunautur þessi, er fær starfsheitið veiðistjóri, mun starfa innan vébanda Búnaðarfélags ís- lands. Um starfssvið hans segir m. a,- svo í lögunum: „Veiðistjóri skal, svo sem kost- ur er, afla upplýsinga um refa og minka- stofninn og útbreiðslu hans í landinu, leið- beina veiðimönnum, er fást við eyðingu refa og minka, halda námskeið fyrir veiði- menn og skipuleggja aðgerðir á stærri svæðum, þegar nauðsyn þykir, og gera til- raunir með ný tæki og vinnsluaðferðir, er líklegar þykja til þess að eyða dýrum þess- um. Hann skal árlega gera yfirlit um veiði- aðgerðir í landinu og árangur þeirra, enda er sýslumönnum skylt að senda honum all- ar veiðiskýrslur og upplýsingar, er veiði- stjóri þarf vegna starfs síns....“ Umsóknarfrestur um starf þetta var til miðs ágústmánaðar. Laun veiðistjóra verða samkvæmt 6. fl. launalaga. Göngustafur, sem grandar illgresi í sumar kemur á markaðinn í Noregi og Danmörku nýtt hugvitsamlegt, enskt garð- yrkjuáhald — göngustafur, sem drepur ill- gresi. Hann heitir „illgresisstafurinn" og hef- ur verið seldur svo milljónum skiptir í Eng- landi og fleiri löndum. Nú losna menn við það að grafa upp ill- gresið eða bogra við að reita það. Nú geta menn spássérað um hlaðvarpann og túnið hjá sér, beint stafnum að þeirri jurt, sem þeir vilja feiga, þrýsta á hnapp á handfanginu og út fyssar vökvi, er banar illgresinu. Illgresis- stafurinn er auðveldur í notkun, og gott að halda honum hreinum, því hann er úr plasti. Það má fylla á hann á ný hvenær sem er. Stafurinn er „hlaðinn" hormónblöndu. Fyrst er vissu magni af blöndunni helt í stafinn, síðan er hann fylltur með vatni og er nú til- búinn til notkunnar. Svona auðvelt og þægilegt verður að eyða illgresinu í varpanum.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.