Freyr - 01.09.1957, Page 30
282
FREYR
írar
auka nú mjög smjörútflutning sinn. Mest af smjör-
inu fer til Norður-írlands, nokkuð til Bretlands, Vestur-
Þýzkalands og Brezku Vestur-Indía.
ÞurrmjólTí
er tiltölulega ný framleiðsla í finnskum mjólkuriðnaði,
en framleiðsla hennar hefur nú mjög verið aukin. Eins
og er hér á landi, torgar heimamarkaðurinn ekki ný-
mjólkurframleiðslunni í Finnlandi og notar finnski þurr-
nýmjólkurmarkaðurinn talsverðan hluta offramleiðslunn-
ar til vinnslunnar.
Smjörkaup Þjóðverja.
Vestur-Þjóðverjar kaupa meira smjör og ost á þessu
ári en árið 1956.
Á fyrsta ársfjórðungi 1957 fluttu V.-Þjóðverjar inn
17 millj. kg af smjöri, eða 62% meira en á sama
tíma í fyrra. Innflutningur á ostum var 21% meiri en
á sama tíma í fyrra, eða 19 millj. kg. Megnið af smjöri
því, er Þjóðverjar kaupa er flutt inn frá Danmörku, þá
kemur Sviþjóð í röðinni cg þá Holland. Af ostinum er
mest flutt inn frá Hollandi, en næst mest frá Danmörku.
Áœtlun fyrir danska bœndur.
Bændasamtökin í Danmörku hafa Iagt fram áætlun
um hvernig helzt verði ráðið fram úr vaxandi erfiðleik-
um danskra bænda vegna lágs afurðaverðs og rýrnandi
sölu á búvöru.
Eitt af aðalatriðum áætlunarinnar er að lagt er til
að þjóðfélagið í heild taki á sig byrðarnar, sem fallið
hafa á bændur af framangreindum orsökum. Til þess að
draga úr hækkun á framleiðslukostnaði, óska bændasam-
tökin eftir verðlagseftirliti, sem leyfði verðlagsbreytingar
aðeins í samræmi við verðbreytingar á innfluttri vöru,
sem verðlagseftirlitið fengi ekki rönd við reist.
Danskir bændur hafa einnig rætt um það að takmarka
svínakjötsframleiðsluna og hvernig það verði bezt gert.
Söluleyfakerfi, sem hafði verið notað fyrir styrjöldina
þótti ekki tiltækilegt, vegna þess að fullvíst þótti, að
einhliða samdráttur í danskri framleiðslu mundi ekki
hafa í för með sér minnkun í alþjóðlegri fleskframleiðslu.
I þess stað telja bændasamtökin vænlegra til árangurs
að reyna að ná alþjóðlegum samningum um einhvers-
konar samkomulag um fleskframleiðsluna, er takmarkaði
framleiðsluna á alþjóðlegum grundvelli.
Bændasamtökin dönsku eru einnig að reyna aðra leið
til að draga úr fleskframleiðslunni, þau leggja til að
innflutningur brauðkorns verði minnkaður. Þetta mundi
knýja malara til þess að kaupa mikinn hluta af mölunar-
korni sínu af innanlandsframleiðslunni, en það mundi
aftur minnka kornbirgðir til svínafóðurs.
Já, það eru fleiri en við íslendingar, sem berjast í
bökkum með sölu búsafurða og er fróðlegt að kynnast
því, hvernig nágrannar okkar ráða fram úr sínum vanda-
málum.
Aðalfundur Stéttarsambands bœnda
var haldinn að Hlégarði í Mosfellssveit hinn 12. og
13. sept. Frásögn birtist að venju í Stéttarsambands-
blaði.
Gömul blöð Freys.
Ut af auglýsingu eftir gömlum blöðum Freys, í nr.
10—11, skal þess getið, að í bili verða ekki keypt fleiri
en orðið er, samkvæmt þeirri auglýsingu.
Indland
er eitt mesta hrísgrjónaræktarland heimsins. Þar er
nú um þriðjungur alls hrísræktarlands veraldar.
Kjötframleiðsla og útflutningur
Argentínu fer vaxandi.
Nýjustu skýrslur frá Argentínu sýna, að framleiðsla
og útflutningur kjöts óx talsvert árið 1956. Nautakjöts-
framleiðslan var 46% meiri en árið á undan og svína-
slátrun 70% meiri. Utflutningur kjöts var fyrstu 11
rnánuði ársins 1956 um 570.000 lestir, en 342.000 lestir
árið 1955. Von er um enn meiri aukningu 1957.
Freyr-
BÚ NAÐARBLAÐ
Útgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. - Útgáfunefnd: Einar
Ólafsson, Pdlmi Einarsson, Steingr. Steinþðrsson. - Ritstjóri: Gisli Kristjdnsson. -
Ritstjórn, afgreiðsla og innh.: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 390. Sími 8-22-01.
Askriftarverð F R E Y S er krónur 60.00 árgangurinn. — Prentsmiðjan Edda h.f.