Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1962, Qupperneq 21

Freyr - 01.09.1962, Qupperneq 21
FRE YR 279 Kútur h. s. Kóngs og Lciru. Eig.: Björn Sigurösson, Sauðhaga, Völlum. Baukur h. s. Smára frá Gilsá. Eig.: Snæþór Sigurbjörnss., Gilsárteigi, Eiðahr. Spakur frá Arnórsst. s. Ljóma. Eig.: Jón Jónsson, Klausturseli, Jökuld. Sproti h. s. Prúðs (Surtsst.). Eig.: Jóh. Björnsson. Eiríksstöðum, Jökuld. Spakur frá Sandbrekku s. Prúðs. Eig.: Guðm. Halldórsson, Hólshjál., Hjhr. 5 vetra hrútar og eldri: Grettir h. s. Fífils og Lokku. Eig.: Garðar Pétursson, Starmýri, Alftf. Fífill h. s. Bjarts og Bangar. Eig.: Einar Einarsson, Ormarsstöðum, Fellum. I. verðlaun B hlutu: 1 veíra hrútar: Prúður h. s. Kela frá Hrafnkelsst. Eig.: Guðni Jónsson, Imastöðum, Helgust.hr. Z vetra hrútar: Svanur h. s. Gylfa. Eig.: Guðjón Ármann, Skorrast., Norðf. Hjalti frá E. S. Hjaltastað. Eig.: Einar Pétursson, Arnhólsstöðum, Skriðd. Sómi frá Skóghlíð s. Fífils. Eig.: Benjamín Jónsson, Rangá, Tunguhr. Freyr frá Gilsá s. Norðra. Eig.: Pétur Eiríksson, Egilsseli, Fellum. 3 og 4 vetra hrútar: Bogi frá Fossvöllum s. Boga frá Holti. Eig.: Kristján Einarsson, Fremraseli, Tunguhr. Lokkur frá Brekku s. Ljóma. Eig.: Guðm. Jónsson, Litla-Steinsvaði, Tunguhr. Hnokki frá Gilsárstekk s. Vals. Eig.: Eiríkur Elísson, Hallfreðarst., Tunguhr. Kútur frá Lundi. Eig.: Björgvin Sigfinnsson, Víðilæk, Skriðd. Kolur frá Geitagerði s. Kóngs. Eig.: Bened. Sigfússon, Beinárgerði, Völlum. Grettir frá Haugum. Eig.: Zóphónías Stefánsson, Mýrum, Skriðd. Spakur h. s. Bjarts frá Holti. Eig.: Einar Einarsson, Ormarsst., Fellum. Dulles h. s. Blika frá Holti. Eig.: Egilsstaðabúið, Egilsstaðahr. Fjðsloft í mjólkurhúsi Byggingatæknistofnun Búnaðarháskól- ans á Ási í Noregi hefur gefið út vélritað plagg, sem fjallar um niðurstöður rann- sókna, er varða fjósloft og fjóslykt í mjólk- urhúsi. Þykir rétt að segja frá þeim hér því að líkt mun á komið á ýmsum stöðum hér á landi í umbúnaði og innréttingum, sem gerir það að verkum, að andn'imsloft mjólkurhúsa mengast um of af fjósabef. í tilraunafjósi á Ási voru athuganirnar gerðar og skráðar, loftstreymi mælt með hraðamæli og loftþrýstingurinn með mis- þrýstingsmæli. Rannsóknir þessar sýndu ó- tvírætt, að aldrei eiga að vera dyr úr fjósi í mjólkurhús. Vegna þess, að alltaf er hlýrra í fjósi er þar yfirþrýstingur, sem beinir loftstraumnum í mjólkurhúsið í hvert sinn sem opnað er í milli. Reynt var að skapa jafnþrýsting með því að blása lofti inn í mjólkurhúsið en bað reyndist torvelt nema með miklu loftmagni og helzt þurfti hitastigsmunurinn elinnig að vera sem minnstur. En þrátt fyrir svona ráð- stafanir varð ekki með öllu komizt hjá því að fjóslykt streymdi á milli. Rétta lausnin á máli þessu er að hafa gang milli fjóss og mjólkurhúss. Það verður ekki hindrað, að fjósloft komist í ganginn, en áður en eitthvað af því kann að streyma af gangi í mjólkurhús er það svo þynnt orðið, að þess gætir ekki verulega. Ef fjósið er loftræst með rellu eru miklu minni líkur til að loftstraumurinn beinist inn í mjólk- urhús, því að hraðstreymi lofts verður meira áleiðis til rellunnar en að strompi, sem annars er loftræstitæki. Rellan skapar minni loftþrýsting í fjósi en annars er þar, og loft frá gangi streymir jafnan inn í fjósið svo að þannig verður óbeinlínis tak- mörkuð innrás fjóslofts á gang. Fullkom- inn aðskilnaður mjólkurhúss frá fjósi og fóðurgeymslum hindrar auðvltað með öllu að i það berist fjósþefur, en vinnuskilyrði torveldast þá að mun og það er ókostur.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.