Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1963, Blaðsíða 17

Freyr - 15.05.1963, Blaðsíða 17
FRE YR 205 Sænskir bændur fá 200 milljónir króna aukagreiðsíu frá ríkinu Árið 1959 voru undirskrifaðir samningar milli sænskra bændasamtaka og ríkisins um ákveðna aðstoð hins opinbera til þess að bændur fengju það fyrir búvörur sínar, sem vera ber samkvæmt útreikningum þeirra stofn- ana, er með mál þessi fara. sem öryggi uppskerunnar er mest og þar sem jarðvegur er þannig, að nýting vélanna er framkvæmd með viðunandi árangri. Um þessar mundir er útsæði sett í mold en enginn sér fyrirfram, hver uppskeran kann að verða. Það gildir raunar með alla ræktun á okkar landi, að hún er háð veðri — sól og regni — og uppskerusveiflur eru miklar eftir árferði. En þetta gerist raunar víðar — einnig þar sem hitar og þurrkar eru miklir. Þar sem þurrt er má ráða nokkra bót á með því að vökva, — hjá okkur á kuldasvæðinu má nokkuð úr bæta stuttu vaxtarskeiði með því að nota ríflega áburðarskammta. En svo eru það kvillarnir og geymsluskilyrðin, sem geta gert verulegt strik í reikning hinnar hagrænu hliðar. Magur jarðvegur — sendinn jarðvegur — er góður til kartöfluræktar, en þar þarf mikinn árlegan áburð, þó ekki of mikið af köfnunar- efni, það hefur áhrif á bragðið tii hins lakara, en matarkartöflur þurfa að verða bragðgóðar. Og svo þarf að muna eftir kvillahættunni bæði við ræktun og við geymslu. — Útsæðið í jörðu nú! Góða uppskeru í haust! Nú hafa verðhlutföll þar í landi raskast svo ört, að ríkisvaldið efast um rétt bænda til þess að fá það sem umræddar stofnanir hafa reikn- að þeim samkvæmt samningum. Útaf fyrir sig er það hæpin staðhæfing að véfengja niður- stöður opinberra og viðurkenndra stofnana, er safna gögnum að viðurkenndum leiðum, en hvað um það, nokkuð hefur borið á milli um það, hve mikinn stuðning bændur skuli fá, og úrskurður hins opinbera um það efni hefur fallið. Landbúnaðinum hefur verið ákvörðuð viðbótarupphæð 400 milljónir frá miðjum mai nú til september 1965, þegar sex ára samning- urinn rennur út. Fulltrúar bændanna eru mjög óánægðir og bændur yfirleitt einnig, telja sig hlunnfærða en telja sig ekki þess umkomna að gera fram- leiðsluverkfall, þar eð samningurinn rennur ekki út fyrr en 1965. Ríkisstjórnin segir, að samningurinn geri hana ekki ábyrga, heldur skyldi hana til að leitast við að veita bændum þann stuðning, að kjör þeirra verði sambærileg við annarra stétta fólk. Bændur telja hlut sinn allt of lítinn, þó að árleg viðbót nemi um 200 milljónum þessi tvö ár, því að heimsmarkaðsverð á öllum vörum hafi hækkað svo ört að undanförnu. Umræddir fjármunir eru veittir til þess að tryggja bændunum viðunandi verð fyrir fram- leiðsluna, en auk þessa veitir ríkið talsverðar fjárhæðir til raunhæfra endurbcta á grund- vallaratriðum landbúnaðarathafna. Sænsk búnaðarblöð hafa að undanförnu birt mikið lesmál um þessi efni og er talið, að frammistaða ríkisvaldsins geti ekki leitt tii annars en hraðfara flótta fólksins frá sveita- störfum, því að auðvitað uni það ekki að sitja við skarðan hlut, þegar það í næsta ná- grenni getur fengið tilveruskilyrði langtum betri en búskaparsýsla getur veitt. Staðreynd er, að fjöldi útlendinga er starfandi í ýmsum greinum sænskra athafna utan landbúnaðar, og er því augljóst, að heimamönnum eru þar allar leiðir opnar. Það er ekki aðeins á íslandi, sem bændur og búskapur eru olnbogaaðilar þjóðfélagsins. Ætli þetta lagist fyrr en skortur verður á búvöru? Enskar staðreyndir benda til, að skortur einn breyti þessu.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.