Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1963, Blaðsíða 18

Freyr - 15.05.1963, Blaðsíða 18
20G FREYR GUÐMUNDUR GÍSLASON: Um LAMBASJÚKDÓMA Ég mun hér leitast við að gera í stuttu máli grein fyrir nokkrum unglambasjúk- dómum, orsökum þeirra, einkennum, og ráðum til varnar og lækninga, eftir því sem mér er kunnugt. Lambasjúkdómum má skipta í fjóra höf- uðflokka eftir orsökum þeirra. Þeir eru: 1. Vanskapanir og erfðagallar. 2. Sjúkdómar, sem stafa af efnavöntun eða misræmi í fóðri ánna. 3. Meltingartruflanir. 4. Smitsjúkdómar. Flokkunin er einkum gerð til glöggvun- ar við lýsingu á sjúkdómseinkennum og hinum breytilegu orsökum veikindanna, en verður ekki algild. Lamb, sem verið hefur veikt svo dægrum skiptir, þjáist oft, auk hins upprunalega sjúkdóms, af vökvaskorti og efnavöntun. Jafnframt kemur fram meltingartruflun, og mótstaða lambsins minnkar gegn smit- sjúkdómum. Orsakir veikindanna eru þá orðnar margþættar og af ólíkum uppruna. I. VANSKAPANIR EÐA ERFÐAGALLAR koma oft í ljós hjá unglömbum, og eru sumir mjög auðþekktir og áberandi. Má t. d. nefna stór lömb með vansköpuð höf- uð, lömb með gallaða fætur og enn önnur með ýmiss konar bæklun. Sum lömb fæð- ast blind og önnur missa klaufirnar, þeg- ar þau eru allt að því mánaðar gömul eða meira. En auk þessara augljósu vanskap- ana geta einnig komið fram ýmiss konar veilur eða vanþroski í mikilsverðum líffær- um, svo sem t. d. hjarta, nýrum, heila o. s. frv. Á undanförnum árum hafa fundizt liffæraskemmdir í lömbum, sem geta bent til þess, að mun meira sé um slíka erfða- galla í íslenzka fjárstofninum en menn hafa gert sér grein fyrir til þessa. Sjúkdómsein- kennin geta þá verið mjög breytileg og óljós, og skemmdirnar finnast ekki nema við nákvæma krufningu. Þótt einkenni finnist aðeins hjá ein- stökum kindum, er sú hætta yfirvofandi, sé um erfðasjúkdóma að ræða og ekki er fylgzt nákvæmlega með hjörðinni, að hann breiðist út og magnist með skyldleikarækt, svo að ekki verði við ráðið. Þótt ekki sé hægt að lækna þessi veiku lömb, er engu að síður mikilsvert að greina sjúkdóminn og komast að því, hvaða kindur bera í sér hinn sjúklega erfðavísi, svo að forðast megi að setja á undan þeim. „Ógerlegt er að kynbæta stofn, sem hef- ur í sér hulinn erfðavísi til bæklunar og alvarlegra erfðagalla“, segir Páll Zóphóní- asson í grein í Búnaðarritinu 1930, en hann hefur manna mest ritað um erfða- sjúkdóma í búpeningi hér á landi og varað við hættunni, sem af þeim stafar. Með víðtækri sæðingarstarfsemi, eins og nú er farin að tíðkast, margfaldast hættan á dreifingu erfðasjúkdóma, og verður þá enn meiri nauðsyn á nákvæmu eftirliti með heilbrigði fjárins. II. SJÚKDÓMAR, SEM STAFA AF EFNAVÖNT- UN EÐA MISRÆMI í FÓÐRI ÁNNA. Að sjálfsögðu skiptir fóðurástand og heilbrigði ánna miklu máli fyrir velferð unglambanna. Vanfóðrun mun nú fátíð, en víða fer að bera á alvarlegri ormaveiki í nokkrum hluta ánna, þegar líður á vet- urinn, og einnig virðist stöðugt fjölga þeim ám, sem fá doða skömmu fyrir burðinn. Einnig þekkjast nú tilfelli af fóstureitrun og virðast einkum bundin við hóflausa fóð-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.