Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1963, Blaðsíða 20

Freyr - 15.05.1963, Blaðsíða 20
FRE YR Z08 næring á fjörugróðri veldur efnaröskun hjá ánum og vanþroskun og skemmdum á heila- vef fóstursins. Lömb með fjöruskjögur eru ólæknandi, en koma má að verulegu leyti í veg fyrir sjúkdóminn með því að gefa ánum koparlyf á meðgöngutímanum. III. MELTIN G ARTRUFL ANIR. Broddskita er þeirra algengust. í góð- um og hlýjum vorum, þegar gróður er mikill, ei mest hætta á því, að lömb- in fái broddskitu. Saurinn verður heið- gulur og limkenndur og vill klístrast viö rass og dindil. Ef hann nær að hrúgast þar upp og harðna, sem verður aðallega í sól- skini og þurru veðri, getur það valdið stíflu, þannig að lambið losnar ekki við saurinn, og er þá sagt, að það hafi „skitið sig í belg“. Eins og nafnið bendir til, hefur orsök broddskitu verið talin aukin broddmyndun í ærmjólkinni, sem stafar af kraftmiklum gróðri. Mest hætta er á broddskitu seinni hluta sauðburðar hjá 3—4 daga gömlum lömbum. Lambaskita er algeng í lömbum fyrstu dagana, meðan meltingarfærin hafa ekki náð fullri starfshæfni. Fóðurástand ánna, kæling, slæmur aðbúnaður og önnur ytri skilyrði draga úr mótstöðu lambanna, og ýmsir sýklar, sem annars koma ekki að sök, valda þeim iðrakveisu. Sjúkdómseinkennin eru oft svipuð og við blóðsótt og koma fram á líkum tíma. Lömb- in hætta að sjúga og standa i kryppu tím- unum saman, en fá síðar þunna, oft græn- leita eða Ijósleita skitu, og þá stundum mikinn niðurgang. Sjaldan ber á krampa, en lömbin drepast oft á tiltölulega skömm- um tíma, ef þau fá ekki aðhlynningu og hentuga lyfjameðferð. Lambaskitu er oft ruglað saman viö lambablóðsótt. Blóðsóttar-sermi er gagns- laust við lambaskitu, en sulfa- og fúkalyf reynast oft vel. Fóðurmélseitrun, „stífla“ eða Stálpuð lömb, 2—3 vikna eða eldri, sem éta síldarmél eða annað fóðurmél í ríkum mæli, fá gjarnan meltingartruflun eða stíflu og drepast á nokkrum dögum, ef ekkert er að gert. Þetta kemur oft fyrir myndarleg og þroskamikil fyrirmálslömb, sem komast upp í jötuna og háma í sig fóðurmél ánna ómælt. Lömbin fá algjöra meltingarstöðv- un, verða dauf, lystarlaus, léleg til gangs, en tipla sérkennilega, eins og þau geti í engan fótinn stigið, og virðast forðast sem mest að hreyfing komi á kviðinn, sem væntanlega veldur þeim sársauka. Enda- þarmurinn er að mestu tómur, en oft finn- ast þar einstaka lítil, glerhörð, kúlulaga spörð, líkt og högl, og bendir til langvarandi hægðateppu. Þessi sjúkdómur hefur stund- um ranglega verið talinn stafa af mílum í vinstur, en það er vafasamt, hvort mílar valda yfirleitt verulegum skaða. Fóðurmélseitrun eða stíflu hjá lömbum rná lækna með því að gefa þeim inn slím af hörfræi, matarolíu eða þunna smurnings- olíu, 15—30 gr. í einu. Vel hefur reynzt að dæla einnig duglegum skammti af smurn- ingsolíu í endaþarminn og halda þannig á lambinu, að olían nái að berast fram á við eftir þarminum. í Reykjavík þekkjast dæmi um fóðurméls- stíflu í lömbum, þegar lambféð var haft á landi, sem skarni hafði verið borinn á.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.