Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1963, Blaðsíða 21

Freyr - 15.05.1963, Blaðsíða 21
FREYR 209 F R É T T I R Mjólkurbú Flóamanna Áttunda hefti FREYs flutti yfirlit yfir fram- leiðslu mjólkursamlaga ogr mjólkurbúa á árinu 1962. Hér skal aðeins getið um Mjólkurbú Flóa- manna nokkuð nánar en í skýrslunni er frá greint. Hinn 9. apríl var aðalfundur búsins haldinn og- komu þá fram upplýsingar þær, sem hér greinir: Á fundinum voru 65 fulltrúar frá 32 félags- deildum, f jöldi bænda af félagssvæðinu og ýms- ir gestir, og munu fundarmenn hafa verið á sjötta hundrað. Grétar Símonarson, forstjóri mjólkurbúsins, flutti ýtarlega skýrslu um reksturinn og skýrði reikninga búsins. AIIs bárust búinu 34.6 millj. kg. mjólkur árið 1962, en 32.8 millj kg. árið 1961 og er aukningin 5.6%. 1113 bændur lögðu mjólk í búið á árinu og eru það 24 færri en árið áður. Mest mjólkurmagn kom úr Hrunamanna- hreppi, 2.6 millj. kg., en bezta mjólkin úr Hörgslandshreppi, 96.88% í 1. flokk. Brúttóverð til bænda varð kr. 4.90 hver lítri en útborgað nettóverð að frádregnum kostnaði og gjöldum til sjóða kr. 4.41 hver lítri. Mesta dagsinnleg í búið varð 4. júlí, 131 þús. kg. og hið minnsta 13. febrúar 66 þús. kg. Vörusala varð alls á árinu 199.9 millj. kr. Flutningskostnaður til búsins varð 39.2 aurar á lítra óg hafði hækkað um 10.7%, en flutn- ingskostnaður frá búi til Reykjavíkur 15.2b aurar á lítra. Meðalverðlagsgrundvöllur mjólkur árið 1962 var kr. 4.90 lítri og náðist hann í mjólkurverði til bænda með því að fá 500 þús. kr. úr verð- miðlunarsjóði. í stjóm mjólkurbúsins var kjörinn Ágúst Þorvaldsson, alþingismaður, og Einar Þor- steinsson til vara, báðir endurkjörnir. Mjólkursamlag KEA Á 35 aðalfundi Mjólkursamlags KEA, sem lialdinn var þ. 29 apríl, flutti Jónas Kristjáns- son, samlagsstjóri, yfirlit yfir rekstur síðasta árs svo og um ýmsar athafnir og viðhorf, er þar að lúta. Mjólkurframleiðendum, er lögðu inn mjólk, hafði fækkað um 32 frá árinu áður. Nú voru þeir 545. Meðalinnlegg á framleiðanda voru 29693 lítrar mjólkur. Átta framleiðendur í hér- aðinu lögðu inn meira en þúsund lítra hver. Aðeins 21.04% af mjólkinni var selt sem neyzlu- mjólk, hitt fór allt í ýmsa vinnslu. Vörubirgðir höfðu aukizt, smjörbirgðir, t. d. meira en tvö- faldast frá f. á. Framleiðendum var á árinu 1962 greitt fyrir mjólkina rúmlega 79 milljónir króna, en það nemur 497.63 aurum á hvern innlagðan lítra. Af þessu magni hefur eftir- greiðsla numið 143.76 aurum á lítra, eðlileg afleiðing af því, hve lítið magn mjólkur fór út sem neyzlumjólk og mikið magn til iðnaðar. Rekstursreikningur mjólkursamlagsins nam um 130 milljónum, en birgðir við árslok námu að verðgildi meira en 19 milljónum króna. 1 félagi við Mjólkursamlagið á Sauðárkróki er Mjólkursamlag KEA að byggja mjólkurmið- stöð á Siglufirði,_ er væntanlega verður fullgerð í júní í sumar. Á undirbúningsstigi er bygging nýrrar mjólkurstöðvar á Akureyri, og ráðgert, að framkvæmdir þar geti hafizt á næsta ári. Verður mjólkurmiðstöðin væntanlega staðsett á Gleráreyrum, utan við þrengsli núverandi miðbæjar. H úsmæðrakennara- skólar Dana hafa um margra ára skeið, eða frá upp- hafi starfsemi þeirra, verið tveggja ára skólar. Frá og með árinu 1962 verður námið lengt í þrjú ár. Þykir ekki lengur stætt á því ð veita svo umfangslitla menntun, sem hægt er að til- einka sér á aðeins tveim árum. Upptökutskil yrði í skóla þessa eru bundin við, að stúlkurn- ar séu að minnsta kosti 20 ára, hafi verið í hús- mæðraskóla og að minnsta kosti 12 mánuði við almenn hússtörf utan heimilis síns, helzt bæði í sveit og bæ. Viss ákvæði eru um kunnáttu i dönsku, reikningi, ensku, eðlisfræði og stærð- fræði, er uppfylla verður til þess að geta hafið nám við nefndar stofnanir. Stúlkur, sem út- skrifast úr húsmæðrakennaraskólunum, gerast heimilisráðunautar, húsmæðrakennarar, og margar taka auka námskeið í 1—1i/2 ár í æðri menntastofnunum til undirbúnings fyrir störf á rannsóknarstofum af ýmsu tagi.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.