Freyr - 15.05.1963, Blaðsíða 22
210
FREYR
GRISIR Á GARÐA
Fyrir nokkrum árum kom snjall Norðmaöur
með þá uppástungu, að sjálfsagt væri að láta
grísi eta við jötu, sem væri það hátt yfir gólfi.
að grisirnir yrðu að standa á afturfótunum er
þeir ætu, rétt eins og kindur við jötu; þá myndu
læri þeirra verða vöðvameiri og um leið verð-
mætari, því að hömin (svínslærið) er annar
verðmætasti hluti skrokksins.
Nú hefur þetta verið reynt bæði í Noregi og
Danmörku á tilraunastöðvum. Það er rétt, að
það verða ögn meiri vöðvar en annars, þsgar
svona er að farið, en það er ekki bara hömin,
sem vex, heldur kviðvöðvar, og hin hagræna
niðurstaða er svo óveruleg, að ekki er talið
nokkurt tilefni til þess að útbúa grísajöturnar
á annan hátt en venja er vegna þessa.
FUGLAPEST
hefur til þessa ekki verið álitin smitandi né
banvæn í aliöndum. Nú hefur annað viðhorf
opnast á þessu sviði. Á stærsta andabúi Dan-
merkur hefur komið upp fuglapest og varð að
slátra þar allri áhöfn, 10 þúsund aliöndum, og
eyðileggja 100 þúsund egg og sótthreinsa allar
vélar og hús. Á búi þessu var ungað út og alið
upp sem nam 40% unga alianda þar í landi
Ríkið hefur borgað jafnvirði fugla og eggja,
sem eyðilagt var undir eftirliti heilbrigðisyfir-
valda, en reksturstap, er af þessu stafar, verð-
BÆNDUR
Rafdrifnar álagningarvélar (brýnslu-
vélar) fyrir sláttuvélaljái á hagstæðu
verði.
Örfáum vélum enn óráðstafað.
ÞOR HF REYKJAVIK
HAFNARSTR/íTI 8 - SÍMI 122 09
ur eigandi s'álfur að bera. Það er annars ekkert
gamanmál, að andfuglar smitist af fuglapest.
Hver veit þá nema hún berist hingað til íslands
frá Englandi með þessari fuglategur.d eða öðr-
um? Það er svo sem ekki langur vegur yfir
hafið.
SKEIFUSMÍÐASKÓLI SVÍA
átti nýlega 100 ára afmæli og afmælið var há-
tíðlegt haldið, þó að skólinn sé ekki til nú.
Skólinn var frá upphafi á Alnarp, þar sem nú
er reynslustöð fyrir búvélar. Frá honum út-
skrifuðust 3022 skeifusmiðir og af þeim sem
næst hver sjötti til þjónustu í hernum. Þegar
skólinn hóf starf sitt voru 100 þúsund hestar á
Skáni en nú aðeins 19 þúsund og margir þeirra
aldrei járnaðir. Nú er öldin önnur, nú rísa skól-
ar og æfingastaðir til þess að mennta menn til
þess að viðhalda arftaka hestsins í landbúnaði,
flutningum og herþjónustu.
.*
FORSIÐUMYNDIN
.*
§S
•ó er af „FJÖLFÆTLUNNI“, sem framleidd Só
er af FAHR verksmiðjunum í Þýzkalandi jS
—• Fjölfætluaðferðin er nýjung við hey- §j
skap og hafa fáar vélar farið slíka sigur- s§
för á jafn skömmum tíma og FAHR- §S
FJÖLFÆTLAN. S?
.. O*
FAHR-FJOLFÆTLAN snyr heyinu og §S
dreifir úr múgum, afköstin eru ótrúlega §s
mikil. í vinnslu lyftir vélin heyinu og só
loftar það einkar vel, flýtir það þurrkun §s
til muna miðað við eldri aðferðir. Vélin Só
ekur ávallt á hreinu landi. — FJÖL- §s
FÆTLAN er fáanleg með tveim (KH 2), §S
fjórum (KH 4) eða sex (KH 6) stjörnum §§
og er vinnubreiddin 1.6-(KH2), 3.2-(KH4) §S
eða 4.8-(KH6) metrar. FJÖLFÆTLAN Só
vinnur vel bæði við heysnúning og hey- §§
dreifingu, jafnvel á ósléttu landi, hún §S
sr þannig byggð, að tindarnir fylgja s§
landinu vel. Fáanlegur er búnaður með §s
vélinni til að draga heyið saman í múga SS
— næturmúga. §s
FAHR-FJÖLFÆTLUAÐFERÐIN er af- §§
kastamikil og flýtir þurrkun 'ieys til j§
muna, árangur verður aukinn heyfeng- §s
ur og betri verkun heys. ss
Frekari upplýsingar veittar. §S
ÞOR HF REYKJAVÍK
HAFNARSTRÆTI 8 - SÍMI 12209
SS
•o*o*o*o«o*o«o«o«o*o*o*.c*o*o*á5K
o»o*o*o*oío#o*o»o«o«o«o*o*o»g«oi