Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1970, Síða 23

Freyr - 01.05.1970, Síða 23
MARKÚS Á. EINARSSON: VEÐUR og KAL Erindi fluttó Kalráðstefnu í Reykjavík 16. febrúar 1970 Markús Á. Einarsson Orsakir kalskemmda eru vafalítið marg- víslegar, og því óárennilegt að draga einn margra samverkandi þátta, eins og veðrið, út úr heildarmyndinni til sérstakrar athug- unar. Hér er þó um það veigamikinn þátt að ræða, að stefna verður að því að leita nánar þess veðurlags, sem svo mjög er óhagstætt gróðrinum, að leiðir til kals. Æskilegt væri, að saman gæti farið ná- kvæm könnun og kortlagning kalskemmda tiltekinna svæða, athugun á snjóa- og svellalögum og sérstakar veðurathuganir, sem gefið gætu nokkuð nákvæma mynd af hitafari svæðisins, ekki í einum punkti, heldur á mörgum stöðum við mismunandi staðhætti og aðstæður. Ýmis vandkvæði eru þó á slíkri athugun og augljóst, að um framtíðarverkefni er að ræða, þar eð gögn, sem nú þegar liggja fyrir, eru ófullnægjandi, bæði hvað varðar könnun á kalsvæðum og mat á kalskemmd- um, sem einkum reynist erfitt, þegar fleiri en eitt kalár koma í röð. Sömuleiðis getur engin ein veðurathugunarstöð á kalsvæði gefið fullnægjandi mynd af veðurlaginu. Til þess er hitafar, úrkoma, snjóa- og svella- lög alltof breytileg. Að auki vantar á flestar veðurathugunarstöðvar ýmsar mælingar, sem að gagni gætu komið, og dettur mér þá fyrst í hug jarðvegshitamælingar, sem þó hafa aukizt mjög allra síðustu árin. Hvað sem öllum vanda líður, verður að telja eðlilegt, að á undan nákvæmri rann- sókn fari sérstök frumathugun, þar sem kannað sé, hvort finna megi einhver sér- kenni veðurlags þau ár og á þeim svæðum, þar sem verulegra kalskemmda hefur gætt. Athugunin þarf að ná til verstu kalára og kalsvæða síðasta áratugs og beinast að veðráttu undanfarins vetrar og vors, með sérstöku tilliti til veðurlags, sem valdið gæti kali, svo sem langvarandi frosta, vor- hláka, vorhreta, snjóa- og svellalaga. At- hugunina má gera án beinnar hliðsjónar af kenningum um orsakir kals, einungis er gerð tilraun til samanburðar á veðurlagi kalára og kallausra ára, ef ske kynni, að þar leyndist einhver sú ábending, sem að notum gæti komið við frekari rannsókn. Þær fáu vikur, sem liðnar eru síðan kal- nefnd fór þess á leit, að hér kæmi eithvað fram um veður og kal, hef ég reynt að hefja frumathugun af því tagi, sem að ofan grein- ir. Vegna hins skamma tíma, sem var til stefnu, voru aðeins verstu kalsvæði og kalár þessa síðasta áratugs athuguð, og nær ein- göngu notaðar veðurathuganir frá Kjörvogi í Árneshreppi, Raufarhöfn og Hallormsstað. Það, sem ég hef hér fram að færa ber því að líta á sem lauslegar ábendingar, sem krefj- ast nánari úrvinnslu í góðu tómi, en sem þó getur verið nokkurs virði að varpa fram til umhugsunar nú þegar. * * * F R E Y R 203

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.