Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1970, Page 28

Freyr - 01.05.1970, Page 28
Hitamagn fró upphafi l.vorhlóku til júníloka. 1965 66 67 68 69 1965 66 67 68 69 1960 61 62 63 64 65 66 67 68 69 0Kalvor 0 -100 -200 KJÖRVOGUR 4r- 3 2 _ _-f/g n ...n Í1 n RAUFARHÖFN -—uu a “ aö □ HALLORMSSTAÐUR Frostgróóudagar F. fró l.vorhlóku. Fjöldi vorhlóka. Á Kjörvogi voru öll vor frá 1965 mjög köld, þetta frá 1.7°C til 3.7°C undir meðal- lagi, en þar vill þó svo til, að vorin 1965 og 1969 voru köldust, en þau eru ekki talin mikil kalár. Af framansögðu er ljóst, að samband milli hitafars árstíðanna og kals er ekki mjög uppörvandi, en hins vegar gefur vorhitinn, og sú staðreynd, að marz-mánuður er oft kaldasti mánuður kalvetranna, tilefni til þess, að litið sé nánar á þennan árstíma. Til glöggvunar hef ég fyrir stöðvarnar þrjár teiknað línurit yfir daglegan meðal- hita allt frá 1. október að hausti til júníloka næsta ár, veturna 1964—65, 1965—66,1966— 67 og 1967—68, og sýnir 2. mynd hitafarið á Raufarhöfn sem dæmi. Athyglisvert er fyrir öll línuritin, hversu óreglulegt og breytilegt hitafarið er, og virðast hlákur nokkuð tíðar allan veturinn. Hins vegar eru þær oftast svo skammvinnar og litlar, að þær hafa lítil áhrif á snjóhulu, ef snjóar eru að ráði. Á línuritum þeim, sem myndin sýnir, og einnig á línuritum frá Kjörvogi og Hall- ormsstað er það allgreinilegt einkenni, að seinni hluta vetrar má greina mikil og lang- varandi kuldatímabil, en síðan taka við á víxl hlákur og frostakaflar fram á vorið. Ég hef notfært mér þetta einkenni á þann hátt að telja, að 1. vorhlaka hefjist þann dag, sem áðurnefndu kuldatímabili lýkur, en við taka á víxl hlákur og frostakaflar af sambærilegri stærð. Er sýnt á línuritunum með ör, hvar þessi mörk hafa verið sett, hvað Raufarhöfn snertir. Er að ýmsu leyti eðlilegt að athuga sérstaklega tímabilið eft- ir upphaf þessarar 1. vorhláku, en það nær þá yfir þann tíma, sem er líklega hvað mik- ilvægastur fyrir gróðurinn, þ. e. leysingu snjóa og lifnun alls gróðurs eftir veturinn. Hafa eftirtalin atriði verið reiknuð út fyrir Kjörvog og Raufarhöfn árin 1965—69, en fyrir Hallormsstað árin 1960—69: Hitamagn frá upphafi 1. vorhláku til júní- 208 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.