Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1972, Blaðsíða 7

Freyr - 01.01.1972, Blaðsíða 7
FREYR BÚNAÐARBLAÐ Nr. 1 — Janúar 1972 68. órgangur Utgefendur: BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS STÉTTARSAM BAN D BÆNDA Útgáfusfjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON PÁLMI EINARSSON Ritsfjórn: GÍSLI K R I STJÁNSSO N (ábyrgðarmaður) ÓLI VALUR HANSSON Heimilisfang: PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK Askriftarverð kr. 350 árgangurinn Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bœndahöllinni, Reykjavík — Sími 19200 Prentsmiðja Jóns Helgasonar Reykjavík — Sími 38740 EFNI: Gleðilegt ár Clr skýrslu formanns Ahrif kölkunar á túnrœkt Aðstoð vegna harðœris Fjörutíu og fimm ér Kornvörur og vöruverð Svarthöfðasótt Leir, gler og postulín Skógrœktarmenn í heimsókn Molar Með beztu nýjársóskum til lesenda og landsmanna allra, hefur FREYR göngu síns 68. aldursárs og er þar með kominn í tölu öldunganna samkvæmt ákvörðun nútím- ans, sem flokkar einstaklinga í mannheimum í þá deild, er ekki þarf lengur að skipa sér undir merki þeirra, er annast daglegar athafnir í þjóðfélaginu, heldur megi framvegis njóta ávaxta af erfiði daganna á undangengn- um 50 starfsárum. En FREYR leggur ekki árar % bát né fœrir bát sinn í naust þó að árin fœrist yfir. Gjarnan má hann njóta ávaxta af erindi og erfiði undangenginna áratuga, en uppgjöf í önn dagsins er víðsfjarri. Aldrei hefur útsýni og víðsýni verið meira á langri ævi en gerist um þessar mundir. Heimurinn minnkar og íslendingar, hér á norðurhjara heims, eru meira háðir hinum stóra heimi en nokkru sinni. Útsýn er því vert að hafa og meta. Framleiðslumál, markaðsmál og yfir- leitt mörg önnur mál, og verkefni og hlutverk, eru meira háð umheiminum en nokkru sinni. Og alltaf er þó og verður það mest afgerandi, sem heima fyrir gerist og við blasir. Sjálfsagt er og eðlilegt að taka til yfirvegunar hvað af því, er gerist í umheiminum, er við okkar hœfi. Stœrri þjóðir og stórþjóðir hafa efni á að rannsaka og gera til- raunir, sem læra má af og hagnýta að meira eða minna leyti annarsstaðar, og jafnvel úti á íslandi. Niðurstöður þeirra þurfum við að tileinka okkur eftir því sem við á. Er því bæði eðlilegt og sjálfsagt, að þess sé getið, sem annarsstaðar gerist. Landbúnaður okkar er að vísu frá- brugðinn því, er hjá öðrum þjóðum gerist, því veldur hnattstaða okkar og veðurfar fyrst og fremst. Eigi að síður ber okkur að hafa vökult auga á árangri þeim, er annarsstaðar fœst og finnst. Vaxandi samstarf okkar við grannþjóðir, svo á sviði búskapar sem annarra efna, fœrir okkur alltaf í hendur viðfangsefni, sem sum orka til gagns og góðs hjá okkur eins og þeim. Svo er það árangur athafna á heimaslóðum, sem eðli- legt er og sjálfsagt að tjá og skýra frá, þegar við þykir eiga og eftirbreytnisvert má þykja. F R E Y R 1

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.