Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1972, Page 21

Freyr - 01.01.1972, Page 21
Er þá komið að niðurstöðum Reykhóla- tilraunarinnar. Sprettuaukning eftir kölk- un hefur reynzt lítil en árviss, nema hvað minni spretta var á kalkaða landinu á sán- ingarárinu. Hvort kölkunin borgar sig eða ekki, með sprettuaukningunni einni saman er háð verðinu á heyinu og kalkinu hverju sinni, en kölkunin er fjárfesting til margra ára. Hefur mælst sprettuaukning fyrir kölkun 15 árum eftir að kalkað var. Líklegt má teljast að sprettuaukning borgi kölkun- ina, þegar til lengdar lætur, jafnvel á 10 árum. Kölkunin eykur eins og við er að búast kalsíummagn í grasinu verulega, en fjárhagslegt gildi þess er erfitt að meta, ef ekki ógerlegt. Kalsíumþörf búfjár er að vísu kunn, en taðan er ekki eini kalsíum- gjafinn, og erfitt er að meta kalsíum í töðu miðað við aðra kalsíumgjafa. í kalktilraununum að Reykhólum og Hvanneyri hefur kalknotkun umfram 4 tonn á hektara ekki gefið sprettusvörun, ef undan er skilið árið 1970, en þá var mest spretta eftir 8 tonn og er eftir að sjá hvort svo heldur áfram. Hins vegar kom í ljós við gróðurgreiningu árið 1970, sem Þorsteinn Tómasson gerði á Reykhólatil- rauninni, að gróðurfar er annað á reitum sem fengu 8 og 12 tonn á hektara af kalki, en á þeim reitum sem fengu 4 tonn eða voru ókalkaðir. Á reitunum með stóru kalkskammtana er meira af sáðgresi, en minna af illgresi og innlendum grastegund- um. Vallarsveifgras var ríkjandi á öllum reitum og gróðurfarsbreytingin er alls ekki augljós, en kemur fram við greiningu og nemur samanlagt um 20% af gróðurhul- unni. Kölkunin minnkar manganupptöku gras- anna mjög og er hugsanlegt að í því séu megináhrif kölkunarinnar að nokkru leyti fólgin, svo mikla breytingu er þar um að ræða. Manganmagn í gróðri af ókölkuðu landi var geysihátt, en hátt manganmagn fannst einnig í jarðvegi í rannsóknum Bjarna Guðleifssonar.2 Kölkun kemur því til greina á mýra- jarðvegi, en ekki er hægt að búast við neinum afgerandi sprettuáhrifum. Ákvörð- un um kalknotkun ætti að taka eftir að- stæðum á hverjum stað, og er tvímæla- laust stuðningur að rannsókn á jarðvegi og uppskeru í því sambandi. Töðurannsóknir og áburðarnotkun. Grassýni úr áburðartilraunum hafa nú verið efnagreind í um það bil áratug. Köfn- unarefni (N), fosfór (P) og kalíum (K) hefur verið mælt og auk þess kalsíum, magníum og natríum. Á þessu þessu ári og undanfarin ár hefur verið unnið nokk- uð að athugunum á áhrifum áburðargjafar á sprettu og magn N, P og K í grasinu. Hugmyndin er að nýta töðuefnagreiningar til stuðnings við ákvörðun á áburðarmagni. Með því að taka mið af hrápróteini, fosfór og kalíum í grasinu, má ákvarða, hvort áburðargjöfin hafi verið of eða van, hvað snertir þessi efni. Næsta ár má svo leið- rétta áburðarnotkunina í samræmi við niðurstöður töðuefnagreininga. Skilyrði er að taðan sé vel verkuð eða sýnið tekið beint úr slægjunni og þurrkað strax við hita. Þá mega engir tvíkimblöðungar vera í sýninu, hvorki arfi, súrur, sóleyjar, tún- fíflar eða smári. Upplýsa þarf jarðveg, sláttudag, þroska við slátt og áburðarnotk- un árið sem sýnið er tekið. Einnig er æski- legt að vita um sprettu og sprettuskilyrði samsumars og sýnið er tekið. Ákveðnar aðferðir hafa verið mótaðar samkvæmt tilraunum, en engin reynsla er fyrir hendi um raunverulegt notagildi að- ferðanna og þarf nú að prófa aðferðirnar á tilraunastöðvunum með því að taka gras- sýni, efnagreina og ákvarða áburðargjöf- ina og sannprófa árið eftir, hvort ákvörð- unin hafi gefið góða raun. Meginatriði í notkun töðuefnagreininga til áburðarleiðbeiningar eru sýnd á eftir- farandi mynd. Með aðstoð línuritsins á mynd 1 má á- kvarða hvort ástæða sé til að breyta um fosfórgjöf og hve mikið. Samsvarandi að- F R E Y R 15

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.