Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1972, Qupperneq 8

Freyr - 01.01.1972, Qupperneq 8
Tilraunir og rannsóknir hér á landi eiga stutta sögu, en eigi að síður eru þó niður- stöður á ýmsum sviðum til eftirbreytni og hagnýtra nota þaðan komnar. Aðrar nið- urstöður eru að sjálfsögðu til aðvörunar, það kennir reynslan. Allt þetta, úr lífi og starfi okkar og annarra þjóða, ber að hafa til meðferðar og meta og vega hvað telja má frásagnar- vert og hvað megi liggja utan gátta þegar fœra skal á prent það, sem lesendum skal bent á til framfara í búskap, félagsskap eða öðrum þáttum tilverunnar, sem bænda- stétt landsins er virkur og sívirkur þátt- takandi í. * * * Nú eru liðin 90 ár síðan eiginlegir búnað- arskólar hófu störf hér á landi. Hlutverk skólanna hefur alla tíð verið að búa unga menn undir œvistörf, miðla þeim þekkingu frá ferli genginna kynslóða, sem geti aúkið skilning þeirra og treyst grundvöllinn undir störfum þeirra um komandi ár — hjálpað þeim til að rækja hlutverk bú- skaparins með eðli landsins og náttúrunnar allrar sem grundvöll undir daglegum störf- um og að haga öllum athöfnum af þekk- ingu og vizku í samræmi við það, sem mest og helst má vænta til árangurs. „Það ungur nemur gamall temur“ segir máltækið. Vafalaust er það rétt og satt, en í búskap stoðar ekki að viðhafa á efri árum allt það, sem numið var í æsku. Bún- aðarskólarnir kenna á hverjum tíma þær staðreyndir, sem þá eru bezt þekktar og nýttar, en timarnir breytast og mennirnir þurfa að gera það líka. En gera þeir það? Svo ört rennur straumur tímans á okkar dögum, að sumt, sem var gott og ágætt í fyrra og rann í timans haf, er fánýtt í ár. Þessvegna má ekki búast við, að það, er numið var í búnaðarskóla fyrir mörgum árum eða áratugum, sé sívirkt og tímabært nú. Með öðrum þjóðum þykir eðlilegt og sjálfsagt að endurnýja og aúka þekkingu sína á fárra ára fresti, til þess að vera og verða á bylgjulengd við samtíðina. Fagblöð landbúnaðarins eiga að vera framhalds- skóli fyrir bœndastéttina, flytja bændun- um boðskap frá tilraunum og rannsóknum, erlendum og innlendum, og leggja mat á niðurstöðurnar ef fært þykir og tjá jákvœð eða neikvœð viðhorf til þess, sem nýir tímar færa inn í sviðsljósið. * * * Þetta er hlutverk FREYs eins og fagblaða annarra, og meginmál hans hefur jafnan snúist um þessi efni, til hugraunar fyrir þá lesendur, sem einskis meta fagleg fræði en heldur vilja fá til lestrar „dagblaða- snakk“ og álíka léttmeti. Þesskonar efni hefur FREYR lítt sinnt því að nógu er af að taka af hagnýtari viðfangsefnum. Útgáfustjórn og ritstjórn er á einu máli um, að vettvangur fagmál- anna sé svo viður, að út fyrir hann sé naumast eða ekki hægt að seilast, og dag- blöðin eru sá vettvangur, sem flytur fréttir og fleypur svo sem í þeim búðum þykir viðeigandi. Lesendahópur FREYs telur fyrst og fremst vel menntaða bændur, leiðtoga þeirra í fagmálum og félagsmálum, og svo ýmsa aðra, sem vilja fylgjast með því, er gerist á vettvangi bænda og búskapar. Boðskapurinn, sem ritið flytur, hlýtur því að vera mótaður og myntaður fyrir þennan hóp sérstaklega. Boðskapurinn á að vera lestrarefni, brunnur þekkingar, fyrir þá, sem vilja fylgjast með tímanum á fagsviðum — framhaldsskóli fyrir þá, er eitt sinn sátu í búnaðarskóla og garðyrkju- skóla og svo hina, sem aldrei hafa þangað komið til náms, sem því miður eru líklega um 80% af hópi bœndastéttarinnar, ef ekki enn fleiri. Að einum og öðrum þykir stundum of mikið rœtt um ákveðið efni og annað haft útundan, það eru eðlileg sjónarmið; menn ,líta ýmsum augum á umhverfið og frá sama sjónarhóli sjá menn hlutina i ýmsu 2 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.