Freyr - 01.01.1972, Síða 13
brugðist. Ýmist hefur salan lítið sem ekk-
ert aukist, eða þá ekki í eins ríkum mæli
og búist var við.
Ef borið er saman tímabilið frá 1. des-
ember 1970 til 1. júní 1971 og sama tímabil
árið áður kemur eftirfarandi í ljós:
Nýmjólk.
Á þessu tímabili seldu mjólkursamlögin
21.654.547 ltr. mjólkur og er það aðeins um
99,1% af sölu sama tímabils árið áður.
Þess ber þó að geta, að mjólkursalan hafði
minnkað meira, áður en niðurgreiðslurnar
hófust. Virðist því svo sem hinar auknu
niðurgreiðslur hafi dregið úr samdrætti
m j ólkursölunnar.
Rjómi.
Af rjóma seldu mjólkursamlögin alls
610.992 lítra, á umræddu tímabili, og er
það 114,2% af rjómasölunni sama tímabil
árið áður.
Skyr.
Skyrsalan á umræddu tímabili var 862.775
kg. og er það ekki nema 99,1% af skyr-
sölunni á sama tímabili árið áður.
Smjör.
Smjörsalan á þessu umrædda tímabili var
695 smálestir, en það er 21,7% aukning
frá því sem var á sama tímabili árið áður.
Þetta er vissulega mikil aukning, en þó
ekki eins mikil og söluaukning sú sem
varð á smjörinu þegar verð þess var lækk-
að árið 1966, en þá varð söluaukningin um
40%. Smjörbirgðirnar í landinu þann 1.
júní 1971 voru 870.934 kg. í stað 653.423 kg.
á sama tímabili árið áður.
Ostur, 45%.
Sala á 45% feitum mjólkurosti innanlands
á þessu tímabili varð 190.963 kg. og er það
47,1% aukning frá árinu áður.
Ostur, 30%.
Á umræddu tímabili minnkaði sala á 30%
feitum osti um 2,2%, miðað við sama tíma-
bil árið áður.
Það virðist því svo sem að samdráttur
sá sem á undanförnum árum hefur verið
á sölu 45% osts, hafi að mestu leyti verið
af þeim sökum, að neytendum hafi þótt
hann of dýr. Þeir hafa því fært kaup sín
yfir á 30% feitan ost og hafa niðurgreiðsl-
urnar breytt þessu til hags fyrir sölu á
45% feitum osti. Margur hefur litið svo á
að flótti fólksins frá feitiríkum fæðuteg-
undum hafi fært ostasöluna frá feitum
ostum yfir í fituminni tegundir. Svo virð-
ist sem slíkar ályktanir hafi ekki við rök
að styðjast.
B Sauðfjárafurðir.
Að framan er skýrt frá því, hve mikil sauð-
fjárslátrunin var haustið 1970. Þar kemur
fram að sláturhúsunum barst 702 lestum
minna kindakjöt haustið 1970, en þeim
barst 1969. Af þessum 702 smálestum var
F R E Y R
7