Freyr - 01.01.1972, Blaðsíða 16
leiðsluráðs og Viðskiptamálaráðuneytisins
og annarra aðila, sem um málið fjölluðu.
Ekki hefur heldur borið á því að menn
hafi talið að um nokkurt misferli á þessum
niðurgreiðslum hafi verið að ræða. En
vitanlega er hætta ávalt fyrir hendi þegar
niðurgreiðslur eru hærri en upphæð sú,
sem er milli útsöluverðs varanna og þess
verðs, sem framleiðandinn fær fyrir fram-
leiðslu sína.
Verðlagsmál.
Þegar aðalfundur Stéttarsambandsins var
haldinn að Varmalandi sl. ár, var búið að
ganga frá verðlagsgrundvelli til næstu
tveggja ára og varð grundvallarverðhækk-
un 21.9%. Einnig var búið að ganga frá
ákvörðun um vinnslu- og dreifingarkostn-
að mjólkur, en um hann varð samkomulag
og hækkaði hann um 21% frá árinu á und-
an. Þá varð síðar samkomulag um slátur-
og heildsölukostnað kjöts, svo og vaxta ag
geymslukostnað kjöts, og var ákveðið að
kjötið hækkaði mánaðarlega um 48 aura
pr. kg. vegna vaxtakostnaðar frá 1. nóv.
til ágústloka.
Til þess er ætlast af hálfu Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins, að bændur fái 75%
af andvirði sauðfjárinnleggs greitt eða inn-
fært í viðskiptareikinga og vaxtareiknað
miðað við 1. nóv., en eftirstöðvarnar vaxta-
færðar frá 1. jan., og er þessi ákvörðun
um vaxtafjárhæð við það miðuð.
En varðandi mjólkurinnlegg er miðað
við, að bændur fái 75% grundvallarverðs-
ins greitt eða vaxtafært í viðskiptareikn-
ing, ekki seinna en 20. næsta mánaðar,
eftir lok innleggsmánaðar, en eftirstöðv-
arnar frá áramótum eins og varðandi
sauðfjárinnleggið. Síðan verðlagningu
lauk í fyrrahaust hafa orðið margvíslegar
hækkanir á rekstrarvörum. Sumar þeirra
komu fram stuttu eftir verðlagningu svo
sem á kjarnfóðri, olíu, benzíni o. fl. Reynt
var að fá fram verðbreytingar til samræm-
is við hækkun rekstrarvaranna, en ekki
var unnt að ná neinu samkomulagi um
slíkt í sexmannanefndinni og vísuðu full-
trúar neytenda þar til ákvæða verðstöðv-
unarlaganna um, að ekki mætti hækka
verð á vöru eða þjónustu, nema brýna
nauðsyn bæri til. En þeir véfengdu nauð-
syn bænda til verðhækkunar á tímabilinu
til 1. sept n. k.
Þeirri kröfu, sem við settum fram í þessu
efni í febrúarmánuði og hefði átt að koma
til framkvæmda 1. marz skv. Framleiðslu-
ráðslögunum, var vísað til yfirnefndar.
Skipa þurfti nýja yfirnefnd og það tók
nokkurn tíma. Yfirnefnd varð þó fullskip-
uð og áttu sæti í henni: Ingi Tryggvason
af hálfu framleiðenda, Hafsteinn Baldvins-
son lögfræðingur af hálfu neytendafulltrú-
anna og Guðmundur Jónsson borgardóm-
ari, oddamaður, skipaður af Hæstarétti.
Vegna ókunnugleika tveggja mannanna
tók það þá allminkinn tíma að átta sig á,
hvernig vinna skyldi að meðferð málsins
og drógst niðurstaða til 2. apríl. Var þá
úrskurðuð 2.4% hækkun á verðlagsgrund-
velli. Þá þurfti að leita samþykkis ríkis-
stjórnarinnar fyrir hækkuninni, skv. verð-
stöðvunarlögunum.
Leyfi hennar fékkst en var miðað við,
að hækkunin kæmi til framkvæmda 1. maí
og var ákveðin hækkun niðurgreiðslna,
sem þessu nam og kom því engin hækkun
fram í smásölu til neytenda.
í maímánuði hækkaði verð áburðar um
7.5% og gerðum við fulltrúar framleiðenda
kröfu til verðbreytingar þess vegna. Sú
krafa gekk líka til yfirnefndar, sem felldi
úrskurð 2. júní um 0.72% hækkun á verð-
lagsgrundvelli. Sú hækkun fékkst ekki
samþykkt af ríkisstjórninni og hefur því
ekki komið til framkvæmda enn. Hinn 12.
lagði Hagstofa íslands fram framreiknaðan
grundvöll miðað við verðlag 1. ágúst og
kaupgjald miðað við kaupgreiðsluvísitölu
1. sept. Sýnir sá framreikningur rúmlega
7.35% hækkun frá 1. sept. 1970.
Fjármálaráðherra ákvað niðurfellingu
söluskatts af dieselolíu vegna landbúnaðar
10
F R E Y R