Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1972, Qupperneq 17

Freyr - 01.01.1972, Qupperneq 17
og lækkaði framreikn. um kr. 831 af því Ekki var hægt að halda áfram vinnu í sexmannanefnd samfellt eftir að grund- völlurinn var lagður fram. Sitthvað var til að tefja störfin. Reynt var að nota tímann til að afla ýmiskonar upplýsinga varðandi vinnslu- og dreifingarkostnað og annað, sem snerti verðlagninguna. En farið var að vinna í alvöru að þessu 20. ágúst og strax var lokið verðlagningu á kjöti af sumar- slátruðu fé. Einnig var ákveðinn vinnslu- og dreif- ingarkostnaður á mjólk. Mjólkursamsalan hafði farið fram á hækkun hans um 28.7 aura pr. lítra frá fyrra ári, vegna haækk- aðra launa og rekstrarkostnaðarauka og taldi þó að meira vantaði vegna dráttar á, að kostnaðaraukinn hefði komið í verðið. Þessi liður var hækkaður um 30 aura pr. lítra innveginnar mjólkur frá síðasta hausti og er nú kr. 6.80 pr. lítra. Þá er tekið tillit til þess, að nokkur hagnaður verður á birgðum. Auk þess var ákveðin 20 aura tilfærzla á milli vinnslumjólkur og nýmjólkur eins og verið hefur undanfarin ár. Og er verðlagning mjólkur og mjólkur- vara í heildsölu þá lokið á réttum tíma. Einnig hefur verið fjallað um smásölu- kostnað á mjólkurvöru. En smásöluverzl- unin telur sig hafa fengið rúmlega 10% launahækkanir frá verðlagningu í fyrra- haust og aukin útgjöld á fleiri sviðum. Engin breyting var þó gerð á smásöluá- lagningu. Nýtt verð mjólkurvaranna tekur gildi 1. sept. Ýmsir aðrir þættir verðlagningar, svo sem ákvörðun á ullar- og gæruverð, á- kvörðun á slátur- og heildsölukostnaði kjöts svo og pökkun kartaflna, bíða fram yfir áramótin, enda tekur nýtt verð þess- ara vöruflokka ekki gildi fyrr en 15. sept. Verðlagningu nautakjöts er lokið og hef- ur verð þess í heildsölu tekið jafnri hlut- fallshækkun og nemur hækkun verðlags- grundvallarins og er það í samræmi við venju undanfarinna ára. Við smásöluverðsákvörðun hefur verið tekið tillit til, að framlag neytenda til Líf- eyrissjóðs bænda er samkv. ákvörðun fjár- málaráðuneytisins greitt til næstu áramóta af ríkissjóði og hefur því ekki á þeim tíma áhrif á útsöluverð varanna. Hvað er framundan? Ekki er auðvelt að spá um framtíð ísl. landbúnaðar né hver þróun verður í ís- lenzku efnahagslífi og þjóðlífi yfirleitt. Þar koma margir þættir til, sem eru óráðn- ir, þar á meðal hvernig tekst til um út- færslu fiskveiðilögsögunnar. Nú er boðað af ríkisstjórninni, að breyt- ingar verði gerðar á Framleiðsluráðslögun- um á þann veg, að sexmannanefndin verði lögð niður í núverandi mynd, en í staðinn teknir upp beinir samningar um verðlags- málin milli bænda annars vegar og ríkis- stjórnarinnar hins vegar. Þetta er í sam- ræmi við samþykktir og kröfur Stéttar- sambandsfundar á árinu 1969 um þetta efni. Að sjálfsögðu koma fleiri atriði í lög- unum til álita og væntanlega til breytinga og heitið er að hafa í þessu efni samráð við Stéttarsambandið. Það er því eðlilegt, að aðalfundurinn fjalli alveg sérstaklega um þessi nýju viðhorf. Ég tel, að formbreytingin varðandi samningsgerð sé nú orðin óhjákvæmileg, þó ekki væri til annars en að skipta um menn í viðsemjendahópnum. Þó tel ég, að sú breyting, sem að er stefnt, hafi líka galla og þá einkum þann, að nokkur hætta er á, að allar aðgerðir í verðlagsmálum landbúnaðarins og þó sérstaklega verð- lagshækkanir verði notaðar af stjórnar- andstöðunni hverju sinni til áróðurs og geti slíkur áróður skaðað bændur á þann veg, að hann dragi úr sölunni á innlenda markaðnum. Hins vegar gerir hið nýja form það kleift að semja um fleiri hagsmunamál bænda en aðeins verðlagið og á þann hátt kynni að skapast grundvöllur til leiðrétt- ingar á kjörum þeirra bænda, sem verst F R E Y R 11

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.