Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1972, Síða 27

Freyr - 01.01.1972, Síða 27
HALLDÓR VIGFÚSSON: S V ARTHÖFÐ A- SÓTT (Blackhead) Þetta er einhver skæðasta plága, sem kom- ið getur fyrir í kalkúnarækt, og mun vera útbreidd um allan heim, þar sem slíkir fuglar eru haldnir. — Sjúkdóminum valda frumdýr (protozoa), eins og í hníslasótt, en af annari gerð, og heitir sú tegund, sem hér um ræðir Histomonas meleagridis. Þessi agnarsmáu kvikindi ganga niður af sýktum fuglum með dritinu, og séu þau laus og óvarin í saurnum, lifa þau stutt, aðeins um sólarhring, utan fuglsins, en oft eru þau innibyrgð í eggjum botnlanga- ormsins (Heterakis gallinae), og þannig varin geta þau haldizt lifandi og sýkingar- hæf mánuðum saman (a. m. k. misseri). Nýjar sýkingar verða svo, ef móttækilegir fuglar fá ofan í sig eitthvað af saurindum, sem menguð eru þessum frumdýrum. Eins og áður er sagt, er svarthöfðasóttin skaðlegust kalkúnum og leggst þyngst á unga eins til þriggja mánaða að aldri. Kann svo að fara, að á því skeiði verði dauða- talan 80—90 af hundraði eða jafnvel alger útþurrkun. Eldri fuglar geta að vísu tekið veikina, en hafa meira mótstöðuafl og hrynja ekki eins ört niður. Auk kalkúna geta önnur hænsni, eink- um á unga aldri, tekið þessa sýki, en veikin verður miklu vægari í þeim og jafnvel svo, að menn verði hennar ekki varir. í þessu er þó sú hætta fólgin, að sjúkdómsvaldur- inn berist frá hænsnum í kalkúna, enda reynslan sú, að kalkúnarækt blessast ekki í samblendi við aðrar tegundir hænsna. Erlendis er vitað, að þessi kvilli getur átt heima í villtum fuglum af ættbálki hænsnfugla, a. m. k. séu þeir hafðir í haldi. sólin hellir stöðugt brennandi geislum yfir akrana, en skordýr og sveppar, sem áður átu einatt meginmagn eftirtekjunnar, á ökrum og í geymslum, eru nú eyðilögð með allskonar lyfjum og öðrum ráðum. Blöðin hafa frá einum tíma til annars sagt frá því hvernig engisprettur eru hindr- aðar í að gleypa alla eftirtekju, þar sem þær höfðu farið yfir um aldir og gert gróin lönd að eyðimörkum. Og fullyrt er, að á þessu sviði sé mikið hægt að gera enn til eflingar uppskeru- magni. DDT verður aldrei bannað í heitum tempruðum beltum jarðar, segja menn, nema að jafnvirk lyf og hættuminni komi í staðinn, því að ef hætt er við notkun þess þýðir það aukningu skordýralífs á kostnað mannlífs. Fyrir 5 árum fluttu Japanir inn um milljón tonna af kornvöru árlega til mann- eldis. Nú selja þeir korn. Aðeins 200 mill- jónir tonna af manneldiskorni eru á heims- markaði nú árlega, en það eru 4% af upp- skeru heimsins. Þetta magn minnkar ár frá ári því að fleiri og fleiri eru sjálfum sér nógir á þessu sviði. Þetta leiðir aftur til þess, að verðlagið er lágt, margir vilja selja en fáir þurfa að kaupa. Enda þótt hrísgrjón séu lítt til fóðurs fallin eru þau í vaxandi mæli notuð til þeirra þarfa af því að ekki virðist hægt að nýta alla uppskeruna sem fæðu handa fólki heimsins. Álíka er að segja um hveitið. Það má að vísu nota það í litlum mæli sem fóður, einkum handa holdagripum, en hveitimjöl er lítt fallið sem fóður til annarrar fram- leiðslu. Helzt er það nauðþroskað hveiti, sem til fóðurs er kjörið, en aðeins í mis- fella árum er verulegt magn af því á markaði. F R E Y R 21

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.