Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1972, Síða 28

Freyr - 01.01.1972, Síða 28
í kalkúnungum er sýkin stundum svo bráð, að sjúkdómseinkenna verður lítið vart. Venjulega má þó sjá ódöngun, deyfð og sofandahátt á ungunurn, aukinn þorsta, átleysi, úfnar fjaðrir og slapandi vængi. Oftast er niðurgangur, en með breytilegum lit (ljósgrænn — brúnleitur — gulur). Ungarnir horast, missa mátt, og og tíðum, en þó ekki ævinlega, verða þeir blakkir um höfuð og háls. Af því einkenni er sjúk- dómsheitið dregið. Þessi veikindi geta staðið í nokkra daga, áður en ungarnir drepast. í eldri kalkúnhænsnum er veikin ekki eins hastarleg. Þau leggja af smátt og smátt , verða deyfðarleg og fá niðurgang, sem oft er með brennisteinsgulum blæ. — Bati kemur fyrir, en í þeim tilvikum halda fuglarnir áfram að drita úr sér sýkingar- efni og verða þannig uppspretta nýrrar smitunar. í hænsnum getur veikin hagað sér á svip- aðan hátt og í fullvöxnum kalkúnum, en oftar er þessi kvilli svo vægur í hænsnum, að menn taka varla eftir því, að um neina veiki sé að ræða. Meðgöngutími veikinnar er breytilegur, en að því, er kalkúnkjúklinga snertir, er algengast, að 2—3 vikur líði frá sýkingu, þangað til veikinda verður vart. Líffærabreytingar í fpglum, sem drepast úr þessari veiki, eru að mestu bundnar við lifur og botnlanga. Lifrin er vanalega stækkuð, og á yfirborði hennar sjást kringlóttir blettir mismunandi að fjölda og stærð (ca. 0,5—1,5 cm í þvermál), ljósir að lit með gíglaga barma og dæld í miðju. Þessir hringblettir eru drepkenndir (nek- rotiskir) og ná talsvert inn í lifrina. Einnig geta þeir verið alveg á kafi inni í lifrar- vefnum. í botnlöngum eru breytingar í því fólgn- ar, að mikil fylling er í þeim af saman hnoðuðum saurindum, blóðvessa, niður- brotnum frumum og öðrum hroða. Hefur þetta gjarnan hlaupið í ostkennda seigild- is-ströngla. Slímhúðin á innra borði botn- langanna er bólgin, hrjúf og kleprótt, vana- lega með miklum sárum og blæðingum. — Stundum hefur lífhimnubólga orðið loka- stig sjúkdómsins. Telja verður fremur auðvelt að greina þennan sjúkdóm, en þó verður að hafa í huga að rugla honum ekki saman við hníslasótt og einkum Trichomoniasis, sem sem stafar af enn einni tegund frumdýra. Til varnar því að mikil skakkaföll verði af þessum sjúkdómi við uppeldi kalkún- unga, er fyrsta boðorðið, að þeir séu al- gerlega einangraðir frá hænsnum og kalk- únfuglum af eldri kynslóð. Verður þá og að gjalda varhuga við húsum og útigörð- um, þar sem slíkir fuglar hafa verið. Nokk- uð má draga úr sýkingarhættunni með því að eyða botnlangaormum, t. d. með phen- ottiazini, úr fiður fé, sem ætla má, að hafi í sér þann sýkingarmiðil. Þrifaleg um- gengni og tíðar hreinsanir eru þýðingar- mikil atriði, ennfremur að ganga þannig frá fóðurtrogum og brynningarílátum, að fuglarnir geti ekki dritað í þau. Sums staðar erlendis þykir þjóðráð að hafa ung- ana, meðan þeim er hættast við sýkingu, á vírneti í stað gólfs. Er það gert til þess, að saurindi öll falli sem fyrst niður, og á að tryggja það, að ungarnir sýkist ekki hver af öðrum, ef svo kynni að fara, að einhverjir þeirra tækju veikina. En jafn- framt er þetta til varnar öðrum seyrusótt- um, t. d. hníslasótt og ormaveiki. — Ekki þarf að taka það fram, að fullgilt og al- hliða fóður eflir mótstöðuþróttinn gegn þessum veikindum sem öðrum. Víða um heim hefur mikil vinna verið lögð í leit að lækninga- eða varnarlyfjum gegn svarthöfðasóttinni, og er nú kostur ýmissa lyfja, sem setja má í fóður eða drykkjarvatn. Skal hér aðeins nefna en- heptin, nithiazide og furazolidone. Verður að viðhafa nokkra varkárni og nákvæmni í þeirri lyfjagjöf, og hún kemur heldur ekki að fullum notum, nema gætt sé jafn- framt annarra varúðar- og varnarráða. 22 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.