Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1972, Síða 29

Freyr - 01.01.1972, Síða 29
LEIR GLER OG POSTULÍN Askarnir eru ekki í tízku lengur nema sem sýnisgripir. Nú eru það glervörur, steindar vörur og postulín, sem notað er í almennu heimilishaldi, og svo við og við nokkuð af Ieirvörum, meira eða minna hrenndum. Þannig er því víðast farið nú. XJm þetta hef- ur BRITA SELANDER skrifað grein í LAND. Það er ekki ófróðlegt að endursegja hér ummæli hennar. Er það nokkuð, sem hendi er næst fremur en bollinn, sem við drekkum kaffið úr, diskurinn, sem við borðum af og ílátið, sem við geymum mat í? Áreiðanlega ekki. Við leggjum á borð, tökum af borði, þvo- um upp og setjum í skáp, tökum allt fram á ný og svo koll af kolli. Allt þetta er orðinn svo umfangsmikill þáttur í tilveru okkar, að það er nánast hluti af okkur sjálfum. Einmitt vegna þess er það líka nokkurs vert hvaða vöru af þessu tagi við veljum, hvernig með hana er farið og hvað hún þolir. Það er óumflýjanlegt, að slíkir hlutir, sem þannig eru notaðir dag eftir dag allt árið, hljóta að slípast og skerðast, og við og við eyðileggjast þeir gjörsamlega svo að endurnýja verður. Það er ekki nema eðlilegt, að þegar keypt er og notuð lakleg vara af nefndu tagi, er ekki að búast við mikilli endingu hennar, og það sem leiðara er, lélegri leir- vöru hættir mjög til að verða skert og skörðótt og glerungurinn losnar af. Það getur aldrei orðið veglegt borð, sem klætt er gallaðri glervöru. Miklu endingarbetri og veglegri er steind vara og postulín, og venjulega verður góð vara ekkert dýrari þegar til lengdar lætur þótt dýrari sé í upphafi. Annars er það svo, að postulín getur líka verið misjafnt að gæðum og svo sem al- þekkt er, er það alltaf selt sem fyrsta og annars flokks vara, en það er jafnan brennslan, sem ræður flokkun. Æruverðugar verksmiðjur setja alltaf einkenni sín og auðkenni á góða vöru, venjulega á botninn, þá þarf ekki annað en snúa diskinum og auðkennismerkið blasir við. Ákveðin gerð af glervöru og steinvöru er þannig gerð, að hún þolir vissa meðferð og er það jafnan glerungurinn, sem ræður mestu um nothæfni hlutanna til hins eða þessa. Allar postulínsverksmiðjur, sem vilja halda heiðri sínum á loft, auðkenna fram- leiðsluna á einhvern þann hátt, sem segir hvort um fyrsta eða annars flokks vöru er að ræða og þá er um leið sagt beint eða óbeint hver er nothæfni hlutanna. Sérleg auðkenni eru einnig á þeirri vöru, sem kölluð er eldföst, en um hana gildir það, að hægt er að sjóða eða steikja mat- væli í ofni við mikinn hita, án þess að hún skemmist eða eyðileggist. Nú er það svo, að á markaði eru bæði ágætar og lélegar vörur af því tagi, sem notað er til venjulegrar matseldar og sem borðbúnaður. Þess vegna, og einmitt þess F R E Y R 23

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.