Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1972, Blaðsíða 33

Freyr - 01.01.1972, Blaðsíða 33
í Sovétríkjunum. Þeir Grave hefðu því haft mikinn áhuga fyrir að kynnast að eigin raun þeim framkvæmdum, sem hér væri unnið að. Undir leiðsögn Gunnars Finn- bogasonar skógræktarfræðings hefðu þeir lagt land undir fót, og ferðast um Norður- og Austurland. Á ferðalaginu kvað Atrak- hin þá félaga hafa séð ýmislegt af trjá- gróðri ættuðum frá ýmsum heimshlutum, og m. a. frá ýmsum héruðum Sovétríkj- anna. Taldi Atrakhin að hér væru aðstæður sumstaðar nokkuð svipaðar og í Hakaskoja- héraði í Vestur-Síberíu og í Arkangelsk- héraði við Hvítahaf, einnig ætti flóran þar og hér ýmislegt sameiginlegt. Þetta stað- festi einnig það lerki, sem hér hefði verið alið upp og ræktað af fræ frá þessum svæð- um. Kvað Atrakhin árangur af ræktun lerkis hér vera mjög góðan, ekki síst í Hallorms- staðaskógi. Einnig hefði hann séð mjög góða plöntun á furu og greni. Atrakhin kvað þó félaga vera undrandi á því starfi, sem hér hefði verið unnið í þágu skógrækt- ar, og taldi furðulegt hve fáu fólki hefði tekist að áorka miklu. Kvað hann öruggt að skógræktarmenn væru á réttri leið í stefnu sinni og framkvæmdum, en sagðist þó vilja benda á í sambandi við gróður- setningu, að persónulega væri hann á móti hreinum reitum, þ. e. einhliða gróðursetn- ingu. Taldi Atrakhin t. d. heppilegra að blanda saman lerki og greni en að hafa tegundirnar einar sér, m. a. vegna þess að lerki væri viðbragðsfljótara en grenið en hægði fyrr á vexti sínum og tæki þá gren- ið við. Aðspurður hvort álíta mætti að fleiri er- lendar trjátegundir myndu henta okkur hér til ræktunar, en þær sem þegar hefðu verið fluttar til landsins, upplýsti Atrak- hin að mikið væri fengist við það í Sovét- ríkjunum að láta tegundir nema land þar, sem þær hafa ekki verið áður, t. d. suð- rænar tegundir látnar vaxa norðar. Hvað hér væri unnt að gera væri ekki hægt að svara að óreyndu. í sambandi við skóg- ræktarrannsóknir upplýsti Atrakhin að sú stofnun, sem hann veitti forstöðu hefði 200 milljónir króna til ráðstöfunar vegna rann- sókna á ári hverju. Rætt var um uppblást- ur, en þar bentu rússarnir á, að íslenzkir skógræktarmenn fengjust við hluta af lausn þess vandamáls, en allt það sem gert væri, væri þó aðeins lítið brot af því átaki, sem þyrfti að gera til þess að ráða við þennan mikla vanda. Bent var á, að skjól- beltaræktun væri ein bezta aðferðin til að hefta uppblástur, og að önnur forsenda, væri sú að hindra ofbeit sauðfjár. Grave sagðist vilja benda á það í sambandi við skógrækt hér, að hann væri sannfærður um, að hér yrðu ágætis skógar í framtíð- inni. Kvað hann líklegt að fyrstu erlendu trjánum sem hér var plantað, hafi reynst jafn erfitt að lifa og mörgu af því fólki, sem kom hér fyrst. Hafa yrði í huga að tré ættu erfitt með að fela sig gagnvart aðstæðum náttúrunnar, og því skyldi þess gætt, að láta þau vaxa upp í því skjóli, sem fyrir hendi væri, að svo miklu leyti, sem tök væru á. Grave sagðist hafa orðið hrifinn af Hall- ormsstað og varðandi einstaka tegundir, kvað hann sembrafuruna hafa vaxið þar vel. Grave taldi skógræktarstefnuna hér rétta. Skógræktarmenn yrðu að halda á- fram sem víðtækastri tilraunastarfsemi með tegundir úr ýmsum áttum. Kvaðst Grave geta fullvissað skógræktarmenn um það að þeir myndu er heim kæmu, gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að halda því samstarfi áfram við íslenzka skógræktarmenn, sem þegar væri hafið. Tjáði Grave að skógræktarmenn væru á svipaðri bylgjulengd hvar sem væri, enda hefði þeim liðið vel hér meðan á dvölinni stóð. Að síðustu benti svo skógræktarstjóri á, að rússneskt fræ reyndist mjög vel og væri auk þess afar ódýrt, hins vegar væri þar í landi eins og annars staðar, að fræfall væri mjög misjafnt og yfirleitt ekki gott nema 6—10 hvert ár. Ó. V. H. F R E Y R 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.