Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1972, Side 34

Freyr - 01.01.1972, Side 34
M°J-hR Mjólkurframleiðsla í heiminum helur farið minnkandi á síðustu árum og gildir bæði í Evrópu og Ameríku. IFAP NEWS segir frá því í septemberhefti, að í 21 af mestu mjólkurframleiðslulöndunum hafi framleiðslan numið um 412 milljónum kg árið 1969 en 410 milljónum 1970. Segja má, að þetta sé ekki mikið frá einu ári til annars, eða aðeins Vi% en með stöðugu áfram- haldi er þetta nokkuð þegar þess er minnzt, að fólki fjölgar á sama tíma. Rýrnun framleiðslunnar í Efnahagsbandalagslöndunum olli m. a. óhagstæð veðrátta. IFAP NEWS segir frá því, að smjörbirgðir þær, sem á ýmsum svæðum heims hafa hrúgast upp og urðu að heil- um fjöllum um skeið, gangi nú mjög til rýrðar. Sama heimild greinir frá því, að á vissu skeiði var framleitt mjög mikið af þurrmjólk í ýmsum löndum, þar á meðal vestan hafs, en þær birgðir, sem þá hrúguðust upp, fara nú ört þverrandi. Próteinhungur í heiminum hefur víða ríkt á vissum landssvæðum og náttúruhamfarir í hita- beltislöndum hafa valdið hungri og harðæri, sem kallað hefur á aðstoð frá vel stæðum þjóðum. Hefur þá m. a. verið gripið til þurrmjólkur sem góðra gjafa handa hungruðu fólki og annarsstaðar hefur próteinhungur ríkt, og hafa próteinvörur, svo sem þurrmjólkin er, komið þar að ágætu gagni. Vestlandsk landbruk heitir norskt tímarit, sem gefið er út af kaupfélagi í Bergen. Þar segir í júlíhefti ritsins s. 1. sumar: „Við afgreiðslu kraftfóðurs í búlk er gefinn af- sláttur, sem nemur 80 aurum á 100 kg (96 kr. ísl. á tonn) og svo fær kaupandinn náttúrlega fóður í síað poka, Vz kg hvern 50 kg sekk. Magnafsláttur kemur hér að auki eins og venjulega. En stærsti kosturinn við að fá fóðrið heim laust er auðvitað að vera laus við allt erfiði með pokana. Bóndinn verður að sjálfsögðu að hafa sitt heima- síló. Á verzlunarsvæðinu eru heimasíló algengust úr timbri, klædd með spónaplötum innan, en síló fást einnig úr plasti og fleiri efnum, einnig úr plastdúk. Það er sitthvað, sem athuga verður þegar gera skal kraffóðursíló heima á búinu og hyggilegt er að hafa samráð við fóðurvöruverzlunina áður en framkvæmd í því sviði er hafin. Konunglegur taprekstur Samband danskra búnaðarfélaga gaf Margréti prinsessu heila bújörð með allri áhöfn þegar hún giftist franska greifasyninum hérna um árið. í nokkur ár lét hún reka búskap á jörðinni en illa gekk að láta hana bera sig, og stöðugt vaxandi tap á búskapnum gerði það að verkum, að jörðin var seld, því að auðvitað hafði prinsessan ekki efni á að reka búskap með eilífðartapi. Konungur Svía hefur alla tíð átt og rekið bú í S'tockhólms leni. Um skeið voru 60 mjólkandi kýr á því búi, síðari árin aðeins um 40 og jafnmargt ungviðis. í fjósi þar eru öll nýtízku tæki og bún- aður, sem auðveldar störfin svo sem rörmjaltalögn, sjálfvirkur útmokstur mykjunnar og annað eftir því. Síðastliðin 3 ár hefur áhöfnin í fjósi konungs gefið af sér meiri mjólk að meðaltali á kú en nokkurt annað bú í Stockhólms leni. Þrátt fyrir allt þetta hefur hún nú verið.seld, það er stöðugur taprekstur á mjólkurframleiðslunni og jafnvel kon- ungur landsins getur ekki unað slíku. Hvað mega svo bændurnir segja? Þeir svara á sama hátt og konungur, þeir selja kýrnar og nú eru Svíar farnir að flytja inn neyzlumjólk. Dansk landbrug segir frá því í októberhefti ritsins s. 1., að „Dönsk grófvöruverzlun“ tjái, að á árinu 1971 hafi 48% af tilbúnum áburði verið dreift sem búlkvöru í Dan- mörk, og að á þessu ári verði yfir 50% á markaði sem laus vara. Segir í fréttinni, að á síðasta ári hafi sparast 4,8 milljónir danskra króna í umbúð- um með nefndu fyrirkomulagi, en það segir, að umræddur sparnaður hafi numið um 60 milljónum íslenzkra króna, og þar að auki mjög mikið erfiði. Hvenær verður okkar málum þokað í hagrænt horf á borð við það, sem annarsstaðar gerist í hlið- stæðum efnum? Framkvæmdir hljóta að verða á því sviði með samvinnu seljanda og kaupenda. Einhver verður að hefja athafnir — verða fyrstur. 28 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.