Freyr - 01.09.1974, Side 6
ÓTTAR GEIRSSON:
Vanmefinn
vaxtarþáttur
Yfirlit.
í grein þessari er bent á, að þurrkar draga
iðulega úr grassprettu hér á landi. Þetta
eru alkunn sannindi, enda mun vart til sá
bóndi á íslandi, sem ekki hefur einhvern
tíma sagt eða hugsað:
„Nú vantar bara vætu til að spretti;
bara að hann fari nú að rigna.“
Okkur hættir til að líta á það sem óvið-
ráðanleg atvik og algerlega háð dutlungum
náttúrunnar, hvort gróður fær að vori það
vatn, sem hann þarfnast eða ekki. í grein
þessari er bent á þrjú atriði, vökvun, skjól
og aukningu á rakaheldni jarðvegs, sem
geta dregið úr skaðsemi þurrka. Það er
ljóst að auka mætti uppskeru í meðalárum
og þurrum með þeim ráðstöfunum, sem
nefndar eru í greininni, en hins vegar er
ekki ljóst, hvort uppskeruaukinn mundi
borga þann kostnað, sem í væri lagt. Til
að svara þeirri spurningu vantar rann-
sóknir, sem hingað til hafa verið af mjög
svo skornum skammti, ef til vill vegna
þess, að þessi vaxtarþáttur hefur verið van-
metinn. Mönnum hefur vaxið í augum til-
kostnaðurinn við að koma í veg fyrir
ofþurrk og talið til gangslaust að reyna neitt
til úrbóta. Efalaust er mál til komið að
gera nokkrar tilraunir með vökvun og
rannsóknir á skjóláhrifum á þurrviðrasöm-
um stað hérlendis, einkum á sendnum eða
malarkenndum jarðvegi.
Vatnsnám gróðurs.
Allar lífverur þurfa vatn til að geta starf-
að. Gróður er engin undantekning frá
þeirri reglu. Flestar plöntur eru að miklum
hluta vatn. Algengt er, að 7/10 til 9/10
hlutar gróðurs séu vatn, en aðeins 1/10 til
3/10 hlutar þurrefni. Þrátt fyrir það verð-
ur aðeins örlítið brot af öllu því vatni, sem
planta nemur úr jörð á vaxtarskeiði sínu,
eftir í plöntunni. Mestur hluti þess streym-
ir í gegnum plöntuna, inn um ræturnar
sem vökvi og út um blöðin sem gufa. Þau
efni, sem uppleyst eru í vatninu í jarðveg-
inum, verða eftir í plöntunni, þegar vatnið
gufar út frá henni og á þann hátt fær hún
hluta þeirrar næringar, sem hún þarfnast.
Það er fyrst og fremst háð veðráttunni,
hversu ört planta tekur vatn úr jarðveg-
inum. Þegar hörgull verður á vatni, fer þó
jarðvegstegundin að hafa áhrif, þar sem
hreyfingar vatns í jarðvegi eru háðar gerð
hans. í vindi og björtu og heitu veðri, þ. e.
í góðum þurrki, er vatnsnám plantna mest.
Á blöðum jurta er aragrúi örsmárra opa,
sem kallast loftaugu. Hlutverk þeirra er
að hleypa lofti inn í vefi blaðsins, en úr
koltvísýringi loftsins vinna jurtirnar þau
lífræn efni, sem þær þurfa á að halda,
eins og kunnugt er. En auk þess streymir
vatn í gufuformi frá plöntunni út um þessi
op. Ef loftaugun eru lokuð, gufar tiltölu-
lega lítið út frá plöntunni, því að lítið
294
F R E Y R