Freyr - 01.09.1974, Page 13
sparnað í hvívetna, fremur útgjöld eins og
gerist og gengur, eins og tímarnir nú birtast
og tilveran túlkar gang málanna.
—o—
Eins og bændur geta nákvæmlega reikn-
að hvað hver skepna kostar, þannig væri
auðvitað líka hægt að reikna tilveru hvers
manns, uppeldiskostnað barna og annað. Og
þetta er svo sem gert, þó ekki hér.
Það er svo margt, sem gert er vestan At-
lantshafsins og þar hafa þeir líka reiknað
hvað 18 ára unglingur kostar.
FARM JOURNAL, þ. e. Dagblað bænda,
hefur fengið landbúnaðarráðuneyti þar
vestra, og svo hagstofu nokkra, til að reikna
þetta og komist þannig að tölulegum nið-
urstöðum, sem vissulega mundu gefa til-
efni til, að kaupkröfur hérlendis mundu
aukast að mun, ef það sýndi sig, að jafn-
mikið kostaði að framleiða 18 ára ungling
hér eins og þar. Við skulum kynna okkur
ögn af tölunum þaðan, og margfalda doll-
arann bara með 80 krónum, það er svo
þægileg tala, til þess að breyta okkar verð-
mæli.
Og svo lítum við á tölurnar:
Fæðiskostn. frá fæðingu til 18 ára aldurs kr. 438.800
Fatnaður frá fæðingu til 18 ára aldurs — 211.200
Húsnæði frá fæðingu til 18 ára aldurs — 451.200
Læknir og tannlæknir frá fæðingu til 18
ára aldurs ........................— 72.000
Skólakostn. frá fæðingu til 18 ára aldurs — 38.400
Ferðakostn. frá fæðingu til 18 ára aldurs — 307.200
Ýmislegt ..............................— 225.600
Þetta gerir samanlagt kr. 1.740.400
Ef reiknað er raunverulegt gengi dollar-
ans, sem mun vera um 96 íslenskar krónur,
er upphæðin öll 1,9 milljón krónur eða
um 100.000 á ári að meðaltali.
Gerð er nánari grein fyrir, hvernig
þessar tölur eru til orðnar og kemur þar
meðal annars fram, að húsmóðirin — þ. e.
oftast móðirin — á mjög mikinn hlut að
þessari upphæð, en til þess að gera sér
grein fyrir hlut hennar voru tölurnar
fengnar og metnar hjá hagstofnunum, sem
safnað hafa tölum frá vinnumælingum og
þekkja taxta hinna ýmsu starfa.
í stórum dráttum voru til grundvallar
lagðar tölur þær, sem hér fara á eftir:
Matreiðsla, 15,4 stundir á viku, 2,5 dollar
á klst.
Barnagæsla, 10,9 st. á viku á 2,3 dollar á
klst.
Alm. bústörf, 8,4 st. á viku, á 1,6 dollar á
klst.
Ræsting og viðhald í húsi 8 st. á 1,55 d.
Uppþvottur, 6,6 st. á 1,50 dollar.
Þvottur og línstroka á viku 7,1 st. á 1,8
dollar.
Innkaup, 3,4 st. á viku á 1,75 dollar.
Saumar og stoppun fatnaðar, 5,5 st. á
2,5 dollar.
Reikningshald, 1,9 st. á viku á 2,5 dollar.
Bílakstur, 7,9 st. á viku á 2.2 dollar.
Störf húsmóðurinnar eru þannig talin,
en þau nema um 65 stundum á viku að
meðaltali, sem að verðgildi eru 153,92 doll-
arar eða rúmlega 13.000 íslenskar krónur.
Að sjálfsögðu eru þau unnin fyrir allt
heimilið, en hlutur barnsins reiknaður út
sem viðeigandi brot úr hverjum vinnulið,
og hlutur barnsins er að sjálfsögðu breyti-
legur frá einu aldursstigi til annars.
Þetta er ekki ófróðlegt yfirlit þótt töl-
urnar séu til orðnar fyrir vestan haf. Ef
reikna skyldi verðgildi tímans eftir íslenzk-
um tímataxta mundu að sjálfsögðu fást
aðrar niðurstöður og vissir póstar mundu
allt aðrir hér en þar. En hvað sem því líður
þá er hitt alveg víst, að það gildir hér eins
og þar, að það er ekki veigalítill hlutur,
sem húsmóðirin hefur lagt af mörkum til
þess að skila þjóðfélaginu 18 ára unglingi,
er myndugur hefur starf sitt sem þjóðfé-
lagsþegn.
F R E Y R
301