Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1974, Qupperneq 19

Freyr - 01.09.1974, Qupperneq 19
Laugaland í Nauteyrarhreppi. Gróðurhúsaframleiðsla. bærilegrar fyrirgreiðslu, nema því aðeins að fram fari hliðstæð áætlanagerð og á Inn-Djúpssvæðinu, þannig, að það sé við- urkennt af landbúnaðarráduneytinu, land- námsstjórn, Framkvœmdastofnun ríkisins og Alþingi. Á meðan engin löggjöf er til um fyrirgreiðslu af þessu tagi, sé ég ekki að nýir aðilar geti notið hennar, nema sam- stilltur vilji fyrrgreindra stofnana komi til. 1. Markmið. Markmið byggðaáætlunar fyrir Inn-Djúp er í stuttu máli: Að efla atvinnulíf svæðisins með því að stækka búin og gera þau rekstrarhæfari og treysta með því og auka búsetu á svæðinu. Að tryggja landbúnaðarframleiðslu og hafa áhrif á val búgreina með hliðsjón af neysluþörf fólks í þéttbýli á norðanverðum Vestfjörðum. 2. Áætlunarsvæðið. Grunnflatarmál er í heild 163.000 ha (1630 km2). Neðan við 300 m hæðarlínu eru um 44.000 ha, eða 27% af flatarmáli. Svæðið skiptist í fjóra hreppa, talið að norðan: Snæfjallahreppur, Nauteyrar- hreppur, Reykjarfjarðarhreppur og Ögur- hreppur. Byggðin er dreifð á um það bil 190 km strandlengju, enda er hvergi samfellt lág- lendi, og yfirleitt stutt frá fjallshlíðum og hálsum til sjávar, þannig, að flestir bæir eru staðsettir á stærri eða minni hjöllum og daldrögum, þar sem gróður er samfelld- ur. F R E Y R 307

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.