Freyr - 01.09.1974, Síða 20
fflunnindi.
Laxveiði er einkum á tveim stöðum, í
Langadal og Laugardal. Þar er um að ræða
9 byggðar jarðir og 8 óbyggðar. Lítils hátt-
ar silungsveiði er á 18 byggðum jörðum
og 8 eyðijörðum, en telst þó varla til hlunn-
inda. Möguleikar eru á veiðihlunnindum á
um það bil 20 jörðum í viðbót, og eru þá
eyðijarðir taldar með. Tekjur af œðarvarpi
eru á 5 bæjum, selveiði á 3 byggðum jörð-
um og 1 eyðijörð, en lundaveiði er á einum
bæ. Jarðhiti finnst á um það bil 30 stöðum.
Fólksfjöldaþróun.
Fólksfækkun hefur orðið víðast hvar á
Vestfjörðum undanfarna áratugi. Byggða-
svæði það, sem áætlunin fjallar um, hefur
ekki farið varhluta af þeirri þróun, því að
fólki hefur fækkað á árabilinu 1930—1972
úr 711 í 339 eða um 56,1%. Á sama tíma
varð hlutfallsleg fækkun á Vestfjörðum
24%, en aftur á móti 93,6% fjölgun á þjóð-
inni.
Ræktað land og ræktunarmöguleik'ar.
Túnstærðir og ræktanlegt land við
Inn-Djúp.
Áætlunar- jarðir Önnur býli Alls:
Nytjuð tún Ræktanlegt land ha 579,5 ha 370-560 65,5 140-240 645,0 510-800
Ræktað + ræktanl. ha 950-1140 205-305 1155-1445
Ekki hefur verið lagt tölulegt mat á
ræktunarmöguleika allra jarða, og eru því
ræktunarmöguleikar varlega metnir. Með-
altúnstærð byggðra jarða er 13 ha.
nær eingöngu um ruddan veg að ræða.
Unnið er að því að leggja veg úr Ögur-
hreppi um Skötufjörð, Hestfjörð og í Seyð-
isfjörð í Súðarvíkurhreppi, en þangað er
kominn vegur frá ísafirði. Stefnt er að því,
að þessari vegagerð ljúki 1974. Verður þá
bílfært eftir þeirri leið til ísafjarðarkaup-
staðar frá Tyrðilmýri, sem er ysti bær í
byggð á Snæfjallaströnd. Þaðan er vega-
lengdin um 263 km.
Samgöngur á sjó.
Aðalsamgöngur við ísafjarðarkaupstað og
önnur svæði við ísafjarðardjúp fara fram
á sjó með Fagranesinu, sem er um 150
tonna flutninga- og farþegabátur. Báturinn
er rekinn af hlutafélagi með ákveðnum
árlegum ríkisframlögum. Á vetrum fer
Fagranesið tvær ferðir í viku í Inn-Djúp,
á þriðjudögum og föstudögum, með við-
komu á flestum áætlunarstöðum. Bændur
þurfa að aka með mjólk og aðrar vörur á
næstu bryggju til móts við bátinn. Sé
reiknuð vegalengd frá hverjum bæ á næstu
bryggju, tvær ferðir í viku allt árið, verður
ekin vegalengd í þeim ferðum samtals
57.240 km.
Kunnugir telja, að vægt sé reiknað, að
2 klst. fari til jafnaðar í ferð hjá hverjum
bónda. Kostnað af þessum akstri mætti til
fróðleiks áætla á þessa leið:
57.240 km (á ríkistaxta bifreiða)
á 9/70 ........................... Kr. 555.228,00
39 bændur X 104 ferðir X 2 klst.
= 8112 klst. á 200/00 ............ — 1.624.000,00
Samtals áætlað: Kr. 2.179.228,00
Vegakerfið og samgöngur á landi.
Vegakerfi í þessum fjórum hreppum er
mjög ábótavant. Einu vegatengslin við
Vestfjarða- og Vesturlandsveg eru um
Langadal, yfir Þorskafjarðarheiði á veginn
í Þorskafirði. Sjálf heiðin er í um 200—500
m hæð og um 30 km á lengd. Þessi leið er
venjulega ófær öllum bílum frá því í októ-
ber og fram í júní, eða 7—8 mánuði, enda
Auk þessara ferða fer Fagranesið virka
daga aukaferðir í Ögur, um aðalferða-
mannatímann til að flytja bíla til og frá
ísafirði.
Á sumrin er ein áætlunarferð í viku með
fólksflutningabíl í Inn-Djúp frá Reykjavík,
í um 2ja til 3ja mánaða tíma.
Á sumrin sækir fólk jöfnum höndum
verslun og þjónustu suður yfir Þorska-
308
F R E Y R