Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1974, Blaðsíða 21

Freyr - 01.09.1974, Blaðsíða 21
Hamar í Nauteyrarhreppi. fjarðarheiði í Króksfjarðarnes, Skriðuland, Búðardal og á höfuðborgarsvæðið. Þurfi fólk að fara til ísafjarðar einhverra erinda með Fagranesinu, tekur það 3 daga, ef farið er á þriðjudögum, en annars 4 daga. Á sumrin er hægt að komast af með sólar- hring með því að fara frá Ögri. Flugsamgöngur. Við ísafjarðardjúp eru alls 7 flugvellir með 9 flugbrautum. ísafjarðarflugvöllur er að- alflugvöllurinn með einni 1400 metra langri og 45 metra breiðri flugbraut. Á svæði Inn-Djúpsáætlunar eru 5 af áð- urgreindum 7 flugvöllum, þ. e. við Strand- sel í Ögurhreppi, Reykjanesi í Reykjar- fjarðarhreppi, Arngerðareyri í Nauteyrar- hreppi og við Bæi í Snæfjallahreppi. Ekkert áætlunarflug er frá ísafirði á flugvelli á Inn-Djúpssvæðinu. Flugfélagið Ernir hf. hefur veitt íbúunum ómetanlega þjónustu með sjúkra- og leiguflugi. Hefur sú þjónusta einkum reynst Reykjanesskóla mikilvæg, en þar dvelja og eiga búsetu nokkuð á annað hundrað manns á vetrum. Búseta væri mun lakari, ef þessarar flug- þjónustu nyti ekki við. Kæmi hún samt að fyllri og hagkvæmari notum, ef fast áætl- unarflug væri tekið upp. Raforkumál. Rafveita Snæfjalla tók til starfa 1965 og gekk Nauteyrarhreppur í hana 1971. Hún hefur rekið orkuver við Mýrará í Snæ- fjallahreppi og er nú að ljúka byggingu orkuvers við Blævadalsá. Dreifikerfi henn- ar nær nú til allra bæja í Snæfjallahreppi og 9 býla í Nauteyrarhreppi. Áformað er, að það nái til allra býla í Nauteyrarhreppi árið 1974. Rafveita Reykjarfjarðarhrepps var stofn- uð 1971 og gekk Ögurhreppur í hana árið FREYR 309

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.