Freyr - 01.09.1974, Blaðsíða 22
1973. Verið er að byggja dreifikerfi hennar,
og mun það á þessu ári ná til 5 sveitabýla
í Reykjarfjarðarhreppi auk Reykjanes-
skóla. Samið hefur verið við Jón J. Fann-
berg um rekstur orkuvers, er hann byggir
við Húsadalsá í Mjóafirði (Sængurfoss).
Orkustöðvar verða því þrjár samtals 710
KW og er þeim ætlað að fullnægja raf-
orkuþörf svæðisins.
Heilbrigðismál.
Enginn læknir á búsetu á áætlunarsvæð-
inu. Læknir er búsettur á ísafirði. Engar
skipulegar læknisferðir eru inn á svæðið.
Fólk, sem þarf á almennri læknisþjónustu
að halda, verður að fara til ísafjarðar. í
neyðartilfellum er læknir fluttur með flug-
vél, ef veðuraðstæður leyfa, en annars með
Fagranesinu, en ferð með því getur tekið
allt að þrem klst. hvora leið.
Skólamál, félags- og menningarmál.
Miðstöð fræðslumála í Inn-Djúpi er í
Reykjanesi. Reykjanesskóli er annars veg-
ar barnaskóli fyrir nemendur til loka
barnaprófs og héraðsskóli með 1. og 2. bekk
unglingaskóla og 3. bekk, alm. miðskóla-
deild, og 4. bekk, gagnfræðadeild. Heima-
vistarrými er fyrir 24 nemendur í barna-
skóla og 90 nemendur í héraðsskólanum.
Lítill íþróttavöllur er í Reykjanesi, sá eini
á svæðinu, og gömul opin sundlaug.
Verzlun og þjónusta.
Engin verslun er í Inn-Djúpi. Þann tíma,
sem Þorskafjarðarheiði er lokuð, er öll
verslun sótt til ísafjarðar, svo og öll önnur
þjónusta, þ. á. m. hvers konar viðgerðar-
þjónusta á landbúnaðar- og heimilisvélum.
Póstur og sími.
9 bréfhirðingar eru á svæðinu og er póstur
sendur til þeirra með Fagranesinu frá ísa-
firði.
Ögur- og Snæfjallahreppar eru tengdir
símstöðinni í Súðavík, sem hefur afgreiðslu
allan sólarhringinn. í Reykjarfjarðarhreppi
afgreiðir símstöð 4 tíma, en í Nauteyrar-
hreppi 6 tíma á dag. Afgreiðslutími er of
stuttur, þannig, að ekki er hægt að anna
öllum umbeðnum símtölum. Bilanir eru
tíðar á símakerfinu.
Sjónvarp.
Endurvarpsstöð er á Bæjum. A 6 bæjum
sjást sendingar hennar ekki, 9 bæir hafa
léleg skilyrði.
Sérstaða. Inn-Djúpssvæðisins.
Eftir því sem nefndin hefur unnið meira
að þessari áætlanagerð og kynnt sér betur
Inn-Djúpssvæðið og aðstöðu íbúa þess, hef-
ur sú skoðun mótast, að eigi verði komist
hjá því að marka ákveðna stefnu í þessu
efni. Það er einnig álit nefndarinnar, að
nauðsynlegt verði að tengja greiðslu á að-
stöðumun framkvæmdaáætlun, því að ann-
ars væri óvíst, að nokkuð gæti orðið úr
framkvæmd hennar.
Verður nú vikið að þeim atriðum, er
nefndin telur, að komi til álita, þegar að-
stöðumunur er metinn á Inn-Djúpssvæð-
inu.
1. Byggðin er afskekkt og dreifð á 190 km
svæði frá Tyrðilmýri á Snæfjallaströnd
að Hvítanesi í Ögurhreppi og úr tengsl-
um við þjóðvegakerfi landsins um
Þorskafjarðarheiði 7—8 mánuði.
2. Vegakerfi innan svæðisins er ábótavant.
Viðhaldsfé takmarkað og snjómokstur
nær aldrei framkvæmdur á vetrum.
Innanhéraðsvegir eru oft ófærir um
lengri eða skemmri tíma á vetrum.
3. Flutningskostnaður með Fagranesinu til
og frá ísafirði er allmikill og veldur
hærra verði á rekstrar- og neysluvörum.
Auk þess verða bændur að sækja og
flytja sjálfir vörur á ferjubryggjur mis-
munandi langan veg og oft við mjög
erfiðar aðstæður, sem bæði eru tíma-
frekar og kostnaðarsamar. Verzlunar-
ferðir fólks til ísafjarðar taka 3—4 daga,
þar sem Fagranesið fer aðeins tvær ferð-
310
F R E Y R