Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1974, Page 23

Freyr - 01.09.1974, Page 23
Kirkjuból í Nauteyrarhreppi. ir í viku, á þriSjudögum og föstudögum, um 9 mánuði ársins. Aðstaða á ferju- bryggjum er fátækleg, engin skýli né girðingar. 4. Sumarið í Norður-ísafjarðarsýslu er að jafnaði 2—4 vikum styttra en á Suður- landi. 5. Á Inn-Djúpssvæðinu er engin verslun með neysluvörur, byggingavörur né aðr- ar vörur til búrekstrar og einkaneyslu, nema bensín og olíur, og þarf því að sækja svo til alla verslun til ísafjarðar eða í Króksfjarðarnes á sumrin. Engin þjónustufyrirtæki eru á svæð- inu í helstu iðngreinum, s. s. bílaviðgerð- um, járnsmíði og trésmíði. Læknaþjónusta er á ísafirði, og þar er einnig héraðsdýralæknir og getur reynst bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að leita læknis. Félagsaðstaða er lítil og erfið, enda ekkert félagsheimili á svæðinu. 6. Engar fastar áætlunarferðir eru innan héraðs á landi eða í lofti. Áætlunarferðir Fagranessins eru því einu skipulögðu ferðir til og frá þessu svæði og innan þess, að undanskilinni einni áætlunar- ferð í viku yfir ca 2 mánuði á sumrin frá Reykjavík að Bæjum á Snæfjalla- strönd. 7. Gera má ráð fyrir, að verð á jörðum sé og verði lágt fyrst um sinn, og þess vegna verði að afskrifa alla fjárfestingu að hluta. Við ákvörðun fasteignamats 1970 var gangverð fasteigna bænda á þessu svæði yfirleitt metið 25—40% undir kostnaðarverði að undanskildum hlunnindum. í framhaldi af framangreindri upptalningu þykir rétt að benda á, að hliðstæður finn- ast annars staðar, og má segja, að svo sé um nær allt Vestfjarðasvæðið, enda þótt Inn-Djúp hafi algera sérstöðu í mörgum atriðum. Nefndin telur það hins vegar ekki í sínum verkahring að gera slíkan samanburð á öðrum svæðum, enda þyrfti þá að hafa farið fram „úttekt" á svæðinu, með líku móti og gert er í Inn-Djúpi. Jöfnun á aðstöðumun. Til viðbótar þeim atriðum, er hér að fram- an hafa verið talin, mætti bæta við nokkr- um grundvallaratriðum. F R E Y R 311

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.