Freyr - 01.09.1974, Blaðsíða 25
Vigur í ísafjarðardjúpi, — Ögurhreppi.
allt að 45 millj. króna á áætlunartíma, árin
1973—1978, og er þá miðað við verðlag
síðari hluta árs 1972, en 1. október 1972
var byggingavísitala 689 stig.
Lánsfjárþörf er áætluð þessi:
1973 kr. 5,1 milljónir
1974 — 15,4 —
1975 — 11,9 —
1976 — 6,6 —
1977 — 4,4 —
1978 — 1,5 —
Gert er ráð fyrir, að lánsfé þetta sé með
sambærilegum kjörum og lán Stofnlána-
deildar til framkvæmda á bændabýlum.
Til tryggingar þessu viðbótarlánsfé
kæmi e. t. v. ríkisábyrgð, til viðbótar veði
í framkvæmdum eða ábyrgð viðkomandi
sveitarfélags.
Lagt er til, að lánsfé verði lagt fram
samtímis framkvæmdum eftir nánara sam-
komulagi við lánastofnun eða lánastofn-
anir.
Lagt er til, að ráðinn verði sérstakur
starfsmaður á vegum Landnáms ríkisins til
þess að hafa á hendi framkvæmd áætlunar.
Jafnframt verði bændum séð fyrir fyllstu
leiðbeiningaþjónustu og skal bændum
skylt að leitast við að haga búrekstri og
framkvæmdum eftir ábendingum ráðu-
nauta og framkvæmdastjóra áætlunarinn-
ar.
Aðstöðumunur.
Hér að framan eru talin upp atriði, sem
hafa áhrif á aðstöðumun, og sem til greina
kemur að jafna með beinum framlögum.
Þennan aðstöðumun þarf að rannsaka nán-
ar samtímis og hafin er framkvæmd Inn-
Djúpsáætlunar, þar sem nefndinni hefur
ekki unnist tími til að kanna ýmis atriði,
er til mats gætu komið.
Lagt er til að þessi aðstöðumunur verði
ákveðinn fyrir eitt ár í senn, og fyrir árið
1974 verði hann metinn 25% og greiddur
af ríkisfé. Heildarupphæð í beinum óaftur-
kræfum framlögum 1974 gæti þá orðið um
kr. 6,0 millj. á áætlunarsvæði. Er þá miðað
við, að heildarupphæð sé fundin með því
að bæta aðstöðumun við verðlagsgrund-
vallarverð á framleiðsluvörum bænda, sem
koma til sölumeðferðar í sláturhúsum og
mjólkursamlögum árið 1973.
Greiðsluupphæð til hvers bónda miðast því
við framleiðslu hans á þessum búvörum.
F R E Y R
313