Freyr - 01.09.1974, Síða 26
Prótein úr uliu
Svo er sagt, að íbúar heimsins séu nú um
3.600 milljónir og ýmsir svartssýnismenn
álíta, að um næstu aldamót verði þeir svo
margir, að jarðkringlan framfleyti ekki
fleira fólki. Það er náttúruega mælt út í
hött því milljarðar ha lands eru látnir ó-
nýttir á okkar dögum og verðlaun eru veitt
í sumum löndum fyrir að leggja akra og
önnur ræktunarlönd í eyði, fyrir að hætta
að yrkja þar sem þó er gjöful jörð.
Satt er það, að víða um lönd sveltur fólk
hálfu og heilu hungri, en af allt öðrum
ástæðum en þeim, að jörðin framfleyti
ekki íbúum sínum. Mannleg eymd er tengd
framtaksleysi, ofstjórn og óstjórn, þekking-
arskorti og vöntun á tæknilegum aðbúnaði.
í jörðu og hafi og lofti eru geymd þau
efni, sem allt líf byggist á, og það er yfir-
fljótanlegt og alltaf í hringrás, en geysi-
magn þess einnig grafið í jörðu. Sumt af
því er þó verið að leysa og nýta, svo sem
olíuna og kolin og önnur brennanleg jarð-
efni. Þar er orkan og í umhverfinu er súr-
efnið til sameiningar svo að orkan verði
leyst úr læðingi. En svo eru það hráefnin
í próteini. Próteinið er máske það, sem
fyrst skortir, en í andrúmsloftinu er gnótt
af frumefni þess köfnunarefni, sem æðri
verur geta ekki nýtt óbreytt heldur aðeins
sambönd þess. En af orku brennanlegra
efna í jörðu, olíunni, og svo köfnunarefni
loftsins, geta vissar lífverur framleitt þau
köfnunarefnissambönd, sem æðri verur
þurfa.
Prótein.
Prótein. Hvað er nú það? segja þeir, sem
í blindni hafa verið leiddir á villigötur og
kennt að kalla próteinauðug efni eggja-
hvítu.
Frumleg köfnunarefnissambönd eru
mörg og mynda önnur fjölþættari, sem
heita amínósýrur. Af þeim eru svo til fjöl-
mörg sambönd, sem í daglegu tali eru
nefnd prótein og eggjahvíta er á meðal
þeirra.
Amínósýrur eru þeir hornsteinar, sem
æðri lífverur nota fyrst og fremst til að
byggja prótein og nýta sem mikilvæg nær-
ingarefni fyrir frumur líkamans. Af amínó-
sýrunum hafa til þessa verið 8—11 taldar
lífsnauðsynlegar, en á síðari árum hefur
verið talið, að þær séu jafnvel 14. Þær eru
þá að sjálfsögðu í einstaklingunum bundn-
ar, og þá fyrst og fremst 1 kjöti og fiski,
en einnig í öðrum afurðum dýranna, svo
sem eggjum og mjólk. Einmaga skepnur,
eins og t. d. maðurinn og svínið, hljóta að
fá amínósýruþörfum fullnægt fyrst og
fremst sem fullbyggðum próteinum. Hitt
er svo annað mál, að til þess að þær nýtist
verða meltingarfærin að lima fullbyggðu
próteinin sundur og brjóta þau niður í
amínósýrur til þess að þær geti síazt úr
meltingarveginum inn í blóðið og borizt
svo út til fruma líkamans sem næring.
Líkamsvefina þarf alltaf að endurnýja
og þar er próteinið ákaflega mikilvægt.
Það er m. a. aðalþátturinn í hinum svo-
nefndu hvötum (hvati = enzym), sem
stjórna að miklu leyti fjölda af mikilvæg-
ustu lífshræringum innri starfsemi. Sá
sultur, sem mest kveður að í heiminum,
er raunar vöntun á þessum mikilvægu efn-
um. Verkanir skortsins eru mikilvægastar
á börnum — ungviðinu, sem er að byggja
upp líkamsvefina. Og skortur á próteinum
í heiminum hefur leitt til þess, að allar
vörur, öll matvæli, sem geyma verulegt
magn þeirra, fara síhækkandi í verði, mið-
að við aðrar tegundir matvæla.
Þegar þannig er frá sagt má ekki blanda
verðlaginu saman við þau fyrirbæri, sem
einstakar þjóðir ráða, hver hjá sér, þar
sem um er að ræða framleiðslustyrki eða
niðurgreiðslur, er verka sem liður í efna-
hagskerfi þjóðanna.
314
F R E Y R