Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1974, Page 33

Freyr - 01.09.1974, Page 33
Máluð pök Svo er sagt, að á þessu sumri hafi meira verið málað en nokkru sinni fyrr hér á landi. Því má ef til vill segja, að eftirfarandi ráð komi í ótíma, en hetra er seint en aldrei. Ráðin eru norsk og miðuð við bárujárnsþök, en ætla má að svipað gildi hér og í Noregi. Tímaritið SAMVIRKE birti grein þessa í sumar og má telja vel viðeigandi að birta hana einnig hér. Zinkhúðaðar bárujárnsplötur eru varðar gegn ryði og er zinkið betri vörn en nokkur málning, en auðvitað endist það ekki ó- takmarkað. Það er því eðlilegt og sjálfsagt að mála þökin ekki fyrr en að því kemur, að zinkhúðin er að svíkja og ryð að gera sín vart. Ef aðeins vottar fyrir ryði er óhætt að mála án þess að hreinsa ryð áður, en séu verulegir ryðblettir komnir er nauðsynlegt að hreinsa þá með stálbursta, annars er ekki nauðsynlegt að hreinsa með öðru en venjulegum strákúst áður en málað er. Sé hreinsað með stálbursta eða ryð- hreinsi má aðeins nota þá á ryðblettina. Séu þeir notaðir utan ryðbletta tollir máln- ing þar illa við. Þegar burstað er eða hreinsað á annan hátt má aldrei bíða til næsta dags með að þekja blettina með ryðvarnarmálningu heldur mála þá strax. Þegar málað er á annað borð skal ávalt mála tvisvar. Fyrsta umferð er þá fram- kvæmd með góðri ryðvarnarmálningu, sem þekur vel og er vel þekkt að ágætum sem grunnmálning. í annarri umferð skal nota málningu, sem þekur vel og er margreynd að því að þola vel ljós, loft og vætu. Til er málning, sem er allt í senn: ryðverjandi, festist vel við bárujárn og þolir vel veður- farið. Sé slík málning notuð ber þó að fara tvær umferðir um þakið. Þess ber að minnast, að hrein þakmáln- ing hefur eiginleika aðeins til þess að standast veðurfarið en er ekki ryðverjandi. Álmálning er yfirleitt góð þakmálning en hún er óhæf sem ryðvarnarmálning, því að ál eyðir zínkhúðinni á plötunum og hraðar þannig ryðmyndun. Því er sjálfsagt að nota annaðhvort góða grunnmálningu og þakmálningu svo í annarri umferð eða málningu, sem hefur tvorutveggja eigin- leikana og með hana skal alltaf fara tvær umferðir um þakið. Þar sem svo hagar til, að regnvatn af þökum er notað til drykkjar handa mönn- um eða skepnum má aldrei nota málningu, sem blý er í, því að veðráttan leysir blý úr samböndum, það blandast vatninu og blý er eitur, sem spillir heilsu manna og málleysingja ef nokkru nemur. Kýrhúðirnar eru metnar og nautahúðir einnig og báðum tegundum er skipt í 4 flokka eftir gæðum. Nautahúðir koma fáar á markað af eðlilegum ástæðum, en kýr- húðir margar og frágangur á þeim er — vægilega sagt — ákaflega misjafn. Það er fláning og söltun húðanna, sem er svo mis- jafnlega með farið. Svo eru það húðir af ungviði. Þær, sem eru milli 4—12 kg að þyngd, eru líka flokk- aðar í fernt, á hliðstæðan hátt. Svo eru það kálfskinnin, sem vega minna en 4 kg, en þar um ræðir ungkálfaskinn. Þeim er líka skipað í 4 flokka og að sjálf- sögðu er það, eins og við önnur skinn, frá- gangur þeirra og meðferð, sem ræður hvar þau falla í flokk. Oddur upplýsti ennfremur, að sútunar- verksmiðjan á Akureyri súti ekki naut- gripahúðir, það gerir ekki betur en að hún geti sinnt gærusútun og svo vinnur hún hrosshúðirnar einnig. Nautgripahúðir fara því yfirleitt sem hráefni á erlendan markað. F R E Y R 321

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.