Freyr - 01.09.1974, Blaðsíða 36
Frá Flúðum. Afgreiðsla frá útibúinu í Hveragerði er þar.
Innlán.
Heildarinnlán Búnaðarbanksans námu 5599 milljón-
um króna í árslok 1973, en 4244 árið áður og höfðu
því aukizt um 1355 milljónir á árinu, eða 31,9%.
Til samanburðar varð aukning innlána 829 milljónir
árið 1972, eða 24,3%.
Innlán aðalbankans og útibúanna í Reykjavík
voru 3350 milljónir króna, sem er ársaukning að
upphæð 797 milljónir, eða 31,2% á móti 19,7% aukn-
ingu árið áður.
I útibúum bankans utan Reykjavíkur námu inn-
lán 2249 milljónum króna og var vöxtur þeirra
558 milijónir, eða 33,0%, en 25,3 árið 1972.
Spariinnlán, sem eru 75% heildarinnlána, námu
4197 milljónum um áramót og jukust um 961 milljón
króna, eða 29,7% samanborið við 21% árið 1972.
Spariinnlánum er svo skipt nánar eftir vaxtakjör-
um og eftir vaxtabreytinguna 1. maí liggja árs-
vextir á bilinu 9—12%%.
Veltiinnlán, sem er hinn aðalflokkur innlána,
eru innstæður á tékkareikningum. Voru þau 1402
milljónir króna í árslok og höfðu aukizt um 394
milljónir króna, eða 39,1%, en 36,0%, árið áður.
Otlán.
Heildarútlán Búnaðarbankans námu 4721 milljónum
króna í árslok, en voru 3653 milljónir næstu ára-
mót á undan. Aukningln varð því 1068 milljónir,
eða 29,2% en tilsvarandi tölur árið áður voru 561
milljón, og 18,1%.
Útlán í aðalbankanum og útibúum í Reykjavik
reyndust 2544 milljónir og höfðu aukizt um 487
milljónir, en það er 23,7%, á móti 307 milljónum
og 17,5% árið 1972. f útibúum bankans utan Reykja-
víkur voru útlán 2177 milljónir í árslok, aukning
581 milljón, eða 36,4%. Til samanburðar varð aukn-
ing árið áður 254 milljónir, eða 18,9%.
f heildartölu útlána eru meðtalin öll endurseld
lán í Seðlabankanum, sem að mestu leyti eru af-
urðavíxlar landbúnaðarins, svo og verðbréfakaup
bankans vegna framkvæmdaáætlunar ríkisstjórn-
arinnar, en 10% af aukningu bindiskyldra innlána
runnu til Framkvæmdasjóðs íslands í þessum til-
gangi.
Víxlar eru algengasta Iánsformið. Nam víxlaeign
bankans 1887 milljónum króna í árslok og hafði
aukist á árinu um 567 milljónir, eða 42,9% á móti
18,8% árið 1972.
Afurðalán námu 1052 milljónum, en það er aukn-
ing um 322 milljónir, eða 44,1%.
Verðbréfaeign bankans reyndist 1049 miUjónir.
Ársvöxtur varð 177 milljónir, eða 20,3%, til sam-
anburðar við 16,5% aukningu árið á undan. Verð-
324
F R E Y R