Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1974, Side 39

Freyr - 01.09.1974, Side 39
Á aðalfundi „NORGES BONDELAG" að BÖ á Þelamörk, mættu 5—600 manns, fulltrúar frá öllum bún- aðarsamböndum landsins. Myndin veitir yfirsýn yfir fundarsal við setningu fundarins. Við stjórnarkjör gaf JAN E. MELLBYE ekki kost á sér til endurkjörs og var því kjörinn nýr formað- ur: HANS HAGA, bóndi í Haga á Heiðmörk (t. v. á myndinni). heims. Um þann fund birtist grein í FREY með mynd, er sýndi nokkurn hluta þing- heims. Að þessu sinni var þingið háð með venju- legu sniði þar sem mættir voru fulltrúar frá áður nefndum félögum og svo ýmsir gestir, eða samtals um 600 manns, er fyllti nýjan og víðan fimleikasal skólanna í BÖ, en þar var þingið háð. Við setningu talaði þekktur biskup, Alex Johnson, með andagift og mælsku um tím- anna tákn frá fortíð til nútíðar, um sér- kenni okkar tíma og hátterni þjóðarinnar í góðu og illu. ❖ ❖ * Um mál þingsins er annars það að segja, að þau snerust að verulegu leyti um hlut- verk bændastéttarinnar, árangur starfanna á sviði búskaparins og efnahagslegar nið- urstöður. Hæst gnæfðu þó verðlagsmálin, og ekki að ástæðulausu. Að undanförnu hefur hlutur bænda í Noregi verið um það bil 60—70% af verkamannalaunum, en nýir samningar strönduðu í vetur, hlutur bænda þótti svo fyrir borð borinn af stjórnvöldum landsins, í þeim samningum, að samkomu- lag náðist ekki og fór málið í gerðardóm. Sá dómur féll einmitt fyrri dag þingsins og á þann veg, að landbúnaðinum var ætl- að 340 milljónum norskra króna minna fyr- ir afurðir tímabilsins en sanngjarn útreikn- ingur bændasamtakanna hafði gert kröfur til, og þá ekki tekið tillit til þeirra mjög öru verðbreytinga, sem gerast í Noregi um þessar mundir, en 340 milljónir norskar eru um 6 milljarðar íslenskra króna, og það mun þýða 37.000 íslenskum krónum of lítið F R E Y R 327

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.