Freyr - 01.09.1974, Qupperneq 41
• Útkoman verður lakari en hér getur
því að ekki er gert ráð fyrir vísitölu-
hreyfingum, nema að vissu marki,
þrátt fyrir öra verðlagshækkun.
• Fulltrúar ríkisins lögðu fyrst fram á-
ætlun, er gerði ráð fyrir fjórðungi
þeirrar hækkunar af því, sem fulltrúar
bænda áætluðu.
© Ríkisstjórn Bratteli gerði síðan kröfu
til gerðadóms, er felldi dóm þann, sem
um getur.
• Hlíta verður gerðardómi eins og hæsta-
réttardómur væri, enda þótt hann beri
í sér niðurlægingu norsks landbúnaðar.
• Það er í verkahring fulltrúa sjálfs land-
búnaðarins að ráða verðlaginu innan
hinna einstöku búvörutegunda, sjálfur
dómurinn er aðeins sá rammi, sem um-
lykur heildarniðurstöðurnar.
Það voru galli blönduð sum þau orð,
sem féllu í umræðunum eftir að dómurinn
var upp kveðinn og náði til þeirra, sem
honum urðu að hlíta.
* * *
En fleira var til umræðu í þinginu. Þar
á meðal var kapprætt um þau efni, er varða
jarðeignir, sem nýttar eru og nytjaðar til
búskapar. Með kapphlaupi nýríkra ein-
staklinga um að festa fjármagn sitt í landi
og lendum hefur verðið miðað til örrar
hækkunar, og hefur þetta aftur leitt til
þess, að landmat hefur hækkað að sama
skapi, en skattamálin fylgja í kjölfarið,
þannig, að hækkandi landverð þýðir hækk-
andi álögur.
Svo langt virðist víða gengið í þessum
efnum, að þungi skatta sé að verða lítt
bær baggi á búrekstrinum, og það, á meðal
annars, sé lítt kleifur hamar í vegi unga
fólksins, sem annars vill gjarnan gera bú-
skap að ævistörfum.
Ennfremur snerust umræður að því, er
snertir útgjaldaliði landbúnaðarins og fé-
lagssamtök hans. Margir liðir útgjalda eru
háðir utanaðkomandi öflum. Markaðsverð
kraftfóðurs hefur verið ört hækkandi síð-
ustu mánuðina og var ráðgert að mundi
hækka um 29 aura norska hver fóðureining
um þessar mundir, en þess má geta um
leið, að ákvörðun, samkvæmt norskum lög-
um, gerir ráð fyrir, að á hverjum tíma sé
til í landinu um heils árs birgðir kornvöru
til manneldis og hálfs árs a. m. k. til fóðurs.
Af þessu hefur leitt, að á gengnu ári var
um að ræða tiltölulega litla hækkun á þess-
um vörum, miðað við það, er við íslend-
ingar höfum orðið að reyna.
Félagslegu athafnirnar og félagsleg sam-
staða í ýmsum efnum, var þarna til um-
ræðu og sitt sýndist hverjum. Einkum bar
á góma hver vandkvæði eru framundan
þar sem auðsætt þykir, að það eru 15 þús-
undir manna, sem hinn nýi atvinnuvegur,
olíuvinnslan úr Norðursjó, kallar á og
krefst. Þótti bændum um Þelamörk sér-
staklega vandi á næsta leiti, en þaðan
mundi unga fólkið hverfa og naumast eða
ekki koma aftur. Mundi þá vera torvelt
fyrir einyrkjana, sem eftir sitja, að sinna
hlutverkum á sviði félagslegra efna, menn
mundu tjóðraðir við bústörfin, rétt eins og
gerst hefur í Finnmörk og Troms eftir að
Háskólinn í Troms tók þar til starfa fyrir
fáum árum og kallaði til sín unga fólkið,
til náms og starfs. Og bændur bættu því
við, í tjáningum sínum, að unga fólkinu
væri þó vorkunn. Heima yrði hlutur þess
við búskap varla yfir 10 krónur á klukku-
stund fyrir vinnuna. Við venjulegan iðnað
hefði það á síðasta ári borið úr býtum 16
—18 króna kaup á klukkustund, en nú
býðst tímakaup um „30 krónur á klukku-
stund við olíuna11 og talsvert meira þegar
um ræðir ákvæðisvinnu þar.
Sitthvað fleira væri vel þess vert að
greina frá, er þarna var til meðferðar, en
hér skal staðar numið, aðeins því við bætt,
að einhugur var um, að landið skyldi þó
varðveitt og verndað í búskaparlegu tilliti,
enda þótt ekki yrði hjá því komist að leggja
land af mörkum undir vegi og aukna byggð
með auknum fjölda þjóðarþegna.
F5EYR
329