Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1977, Page 7

Freyr - 01.12.1977, Page 7
• Allir kannast við brúnleitt þangbeltið í grýttri fjöru, það vex á stéinum, er flatt og fast í neðri enda. Auk þessa rekur oft á land mikið magn þönglaþara, sem vaxa utar og dýpra, en aldan rífur þá stundum upp og skolar í land, svo myndast geta stórar hrannir. INGÓLFUR DAVÍÐSSON: Þekkirðu algengustu þörunga í fjöru? Kindur eru sólgnar í ýmsar þörungateg- undir, þær ganga oft á beit í þangiS á skerjunum og éta einnig blöð hinna reknu þöngiaþara. Sériega gráðugar eru þær í söl. Fyrrum voru þarabiöðkur fluttar heim handa kúnum og þaraþönglar brytjaðir í þær á vorin. Þóttu þær græða sig vel af þaranum og söxuðum, nýveiddum grá- sleppum. Sumir hestar, kallaðir fjöruhestar, gengu talsvert í fjörur. Kindur eru sólgnar í þörunga á vorin og raunar allt árið. „Bráð- um þarf að reka ærnar úr fjörunni, annars bleyta þær svo rækalli mikið undir sér í húsunum, og lömbin geta fengið fjöruskjög- ur, en oft verða þær tvílembdar af þaran- um, það hef ég sannreynt,“ heyrði ég gaml- an bónda segja að vorlagi og satt var orðið. Dýralæknar ráða nú bót á fjöruskjögrinu með efnafræðilegum aðferðum, og til eru frjósemislyf öflugri en fjörubeitin. Lítum nú aftur á þangið brúna, er myndar þangbeitið, sem mikið ber á um háfjöru en fer í kaf á flóði. Þar er um nokkrar tegundir þangs að ræða, og skal hér aðallega rætt um þrjár hinar algengustu. Mest ber á bóluþanginu (blöðruþanginu), 843 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.