Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1977, Side 8

Freyr - 01.12.1977, Side 8
það er flatt og kvíslgreinótt eins og annað þang, en auðþekkt á loftbiöðrum, sem sitja tvær og tvær, sín hvoru megin við miðtaug. Á vorin er mikið loft í bólunum og springa þær þá með dálitlum smelli, ef stigið er á þær. Bóluþangið er rammlega fest með heftiþráðum við steina, sker og klappir. Það lyftist og fellur með ölduhreyfingunum og hjálpa loftblöðrurnar til, aðeins fóturinn er fastur. Bóluþang (og aðrir þörungar) hefur blaðgrænu auk brúnleits litarefnis og vinnur kolefni sér til næringar úr loftinu í sjónum, en tekur steinefnanæringu með heftiþráðunum og í gegnum yfirborðið. Á enda þanggreinanna eru frjóblöðrur (sjá mynd), sem annast æxlunina. Bóluþang (Fucus vesiculosus) vex við endilangar Evrópustrendur, norðan frá íshafi og suður á Spán. Ennfremur á Grænlandi og austur- strönd Norður-Ameríku. í bóluþangi eru efni, er verka sem hægðalyf. Þess vegna þykir það varla mjög hentugt til þangmjöls- gerðar eitt sér. Önnur þangtegund skyld, skúfaþang (Fu- cus inflatus), er algeng, einkum neðan til í þangbelti fjörunnar. Það er allmjög breyti- leg tegund, venjulega blöðrulaus eða með óreglulega skipaðar, stórar, aflangar blöðr- ur. Aðaltegundin er stórvaxari en bóluþang. Nefna má þriðju tegundina skyldu, sag- þang (Fucus serratus), auðþekkt á sag- tenntum jöðrum. Sagþang er einkum fund- ið frá Vestmannaeyjum til Faxaflóa, en er ekki nærri eins algengt og bólu- og skúfa- þang. Fleiri skyldar eru til. Þriðja mjög algenga þangtegundin er klóþang (Ascophyllum nodosum), telst til annarrar ættkvíslar en hinar og því fjar- skyldara. Klóþang er algengt í þangbeltinu, einkum innan um skúfþangið. Það er auð- þekkt frá hinum þangtegundunum á því, að engin miðtaug er í þalgreinunum, en aftur á móti stórar, aflangar, seigar blöðrur í þeim miðjum, ein og ein ísjá mynd). Eru blöðrurnar öllu breiðari en greinin, sem þær sitja í. Blöðrurnar eru svo seigar, að erfitt er að sprengja þær. Þekkja má klóþang álengdar á litnum, því það er miklu mógul- leitara en annað þang. Oft eru hinar mó- gulleitu breiður klóþangsins dimmrauð- brúnblettóttar af ,,þangskeggi“, en það er þráðgreinótt þörungategund (Polysiphonia fastigata), sem situr oft á klóþangi, án þess þó að sjúga úr því næringu. Þangskeggið býr bara þarna og tekur klóþangið fyrir ábýlisstað. Enginn veit, hvers vegna það heldur vill búa þarna en á öðru þangi. Aldur klóþangs hefur verið rannsakaður í Þrándheimsfirði í Noregi. Reyndust elstu eintökin 19 ára, um 2 m á lengd. Mörg voru 10—13 ára. Norðmenn kalla klóþangið grísaþang og hafa lengi hagnýtt það til svínafóðurs. Klóþang er tiltölulega auðugt af kolvetnasamböndum og sérlega málm- saltríkt. Vegna málmsaltanna þykir óhent- ugt að nota það eitt sér til þangmjölsgerðar, en klóþangmjöli má blanda í aðrar fóður- blöndur. 844 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.