Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1977, Blaðsíða 9

Freyr - 01.12.1977, Blaðsíða 9
í neðri hluta fjörunnar, hér um bil frá hálfföllnum sjó og niður um fjörumark, vex víða mikið af hinum fornfrægu, rauðu sölv- um (Rhodymenia palmata). Söl voru talsvert tein á fyrri öldum, sbr. Egils sögu og Grá- kás. Strandbúar á íslandi, Grænlandi, Fær- eyjum og Vestur-Evrópu þurrkuðu sölin og pressuðu íil markaðsvöru. Ef söl eru pressuð eða liggja lengi í dyngju, verða þau Ijós á lit og þakin sætu, hvítu dufti, sem í er sykurtegund (Xylose). Sagt er, að í Bandaríkjunum sáu söl yfir- dregin með súkkulaðihimnu og seld sem eins konar brjóstsykur. Frægar voru fyrrum sölvafjörurnar á Eyrarbakka — Stokkseyr- arsvæðinu, í Vestmannaeyjum og í Saurbæ við Breiðafjörð, t.d. frá Eyrarbakka, upp í sveitir og fór fram vöruskiptaverslun; sjáv- arbændur fengu kjöt, ull o.s.frv. Varla þarf að lýsa sölvum mikið. Ferskeru þau rauð á lit, en blikna við þurrk. Þau eru flöt og þunn, meira eða minna klofin í end- ann. Utar í sjó vaxa þau oft á þaraleggjum. Söl eru algeng á Atlantshafsströnd Evrópu, allt norður í íshaf, en eru líka til í norðan- verðu Kyrrahafi. Við strendur Norðurlanda hafa söl fundist allt niður á 15—24 m dýpi. Fjörugrös (Chondrus crispus) vaxa utar- lega eins og sölin. Algengust við Suðvest- urland; þau eru hörð viðkomu, hálfbrjók- kennd og þykkri en sölin, margkvíslótt, purpurabrún á lit. Oft slær á þau daufum, bláleitum blæ. Þau eru allbreytileg, oft 9— 11 cm á hæð, en mjótt afbrigði öllu hávaxn- ara. Sjávarkræða (Gigartina mamillosa) er allsvipuð fjörugrösum, en auðþekkt á dá- lítilli rennu öðrum megin, en fjörugrös eru alveg flöt. Erlendis eru þessar tegundir tals- verð verslunarvara, sem gengur undir nafn- inu ,,Koragen“ eða „írskur mosi“. Eru þess- ar tegundir (fjörugrös og sjávarkræða) þurrkaðar og stundum bleiktar í sólskini og verða þá hálmgular. Verslunarvaran er not- uð í matarlím, einnig til að gera öl og fleiri vökva tæra. Sömuleiðis í næringarefna- blöndu, fegrunarlyf o.fl. Margir hafa séð rauðleitar eða grænar himnur, er oft skolar á land. Kallast hinar rauðleitu purpurahimnur (Porphyra umbili- calis) eða P.miniata. Þær þykja næringar- miklar fóðurjurtir og voru fyrrum hafðar til matar í Skotlandi og Wales. Hinar grænu, þ.e. Maríusvunta (Ulva lactuga), geta orðið allstórar. Kallast ,,hafsalat“ á Norðurlönd- um og voru fyrrum hagnýttar sem salat á vesturströnd Evrópu. Oft rekur á land stórar, brúnar flygsur, sem líkjast hári eða hárkollu. Kallast þetta kerlingarhár (Desmarestia). Ef það liggur lengi í fjöru, getur brugðið á það daufgræn- um blæ vegna eplasýru, sem er í þessum þörungi. Margar fíngerðar þörungategundir vaxa utarlega í fjörunni eða dýpra og rekur á land, sumar mjög fagrar, rauðbrúnar, græn- ar o.s.frv. Taka sumir þær, þurrka, pressa og líma upp á spjald og nota til skrauts. Utan við þangbeltið tekur við rjúpgróður- beltið, er nær frá neðsta fjöruborði og út á 30—40 m dýpi eða jafnvel meir. Birtan tak- markar, hve djúpt í sjó þörungar þrífast. Aðaldjúpgróðurinn er stórvaxnir, brúnir F R E Y R 845

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.