Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1977, Blaðsíða 10

Freyr - 01.12.1977, Blaðsíða 10
þörungar — þönglaþarar — nema yst, þar er rauðþörungagróður á botninum. Hið rauða litarefni rauðþörunga gerir þeim fært að hagnýta hina litlu birtu í djúpunum. Þönglaþararnir mynda þaraskógarbeltið, sem er mjög misbreitt eftir halla botnsins. Milli hinna stórvöxnu þönglaþara og á sjálf- um þönglunum vaxa ýmsir smærri þörung- ar, einkum rauðþörungar. ,,Þaraskógarnir“ eru oft 3—6 m á hæð, eða á við allvæna birkiskóga á landi. Algengar þaraskógar- tegundir hér við land eru: hrossaþari, kerl- ingareyra, beltisþari og maríukjarni. En fleiri eru til. Þessar tegundir vaxa einnig við vesturstrendur Evrópu og víðar. Líkami þönglaþara skiptist í þöngulhaus, þöngul (legg) og blöðku. Þöngulhausinn er gildari en leggurinn og út úr honum vaxa mjóir, greinóttir þræðir, sem festa þarann við botninn. Ýmsar skeljar og kuðungar setjast oft á þöngulhausinn, t.d. bláskel, rataskel, o.fl., o.fl. og sitja þar síðan fastar, stundum 846 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.